Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 15

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 15
eftir Einar Eðvald Einarsson búfræðikandi- dat, í fram- haldsnámi í loðdýrarækt Kynbœtur með aðstoð kynbótaforrita Afurð loðdýra, skinnið, er seld á frjálsum markaði þar sem verð- ið stjómast í stórum dráttum af þrennu, framboði, eftirspum og síð- an flokkun skinnanna í gæða- og stærðarflokka. Frá sjónarhomi bóndans er erfitt að hafa áhrif á markaðinn, en á flokkun skinnanna er hugsanlegt að hafa áhrif með bættu kynbótastarfi. Þær spumingar sem bóndinn stendur frammi fyrir snúast því margar um áhersluatriði í ræktunarstarfmu. A að leggja áherslu á frjósemina, gæðin, stærðina eða litinn? Hvert er arfgengi þessara þátta og hver er erfðafylgnin á milli þeirra? Hvemig er hægt að haga kynbótastarfinu, þ.e.a.s. lífdýraval- inu, þannig að framfarimar í þessum eiginleikum verði sem mestar? Einnig skiptir máli hvað er ódýrast og auðveldast að framleiða og síðast en ekki síst hvað er ömggast að framleiða. Hvað stendur af sér verð- og tískusveiflur? Bændur standa því frammi fyrir spumingum um vægi hvers og eins eiginleika við val á ásetningsdýrum. Svarið er ekki ein- falt því að þama þarf að spinna sam- an kynbótafræðina, kröfur markað- arins og þátt bóndans í fóðmn, hirð- ingu og rekstri. Kynbótastarfið með tæknina að vopni Við notkun kynbótaforrita í ræktun- arstarfmu, eins og t.d. Danmink, hefur oft komið upp spumingin um gildi þess fyrir ræktunarstarfið að lífdýradæma alla hvolpana við líf- dýraval. Það er mikil vinna og því hafa margir velt fyrir sér áhrifum þess á framfarir í ræktuninni að líf- dýradæma ekki hvolpa úr litlum gotum og/eða litla hvolpa. A að leggja áherslu áfrjósemina, gœðin, stœrðina eða litinn? FSP (Fyn og Sydjyllands Pels- dyravlerforening) gerði fyrir tveim- ur árum athugun á afleiðinum þess að lífdýradæma ekki alla hvolpa. Tilraunin var framkvæmd með hjálp tölvu í sérstöku ræktunarpró- grammi, þ.e.a.s. þetta er tilbúið dæmi. Búnir vom til 24 bæir sem hver og einn hafði 10 sérstakar rækt- unarlínur með 705 læður á hverri línu. M.ö.o. voru 169.200 læður not- aðar í tilraunina hvert ár, í þessi „fimm ár“ sem hún stóð yfir. Við upphaf tilraunarinnar gerði pró- grammið ráð fyrir að öll dýrin hefðu sömu erfðasamsetninguna, og að við val á lífdýrum árin áður en til- raunin fór af stað hefði sama vægi verið notað á frjósemi, gæði og stærð á öllum bæjunum. Aðeins eitt bú flokkaði alla hvolpana, þ.e.a.s. engum hvolp var sleppt vegna þunga né gotstærðar- innar sem hann kom úr. Hinir bæ- imir 23 flokkuðu burt mismikinn hluta hvolpanna, annað hvort vegna gotstærðar og/eða þunga þeirra. Niðurstöðumar er að finna í töflu 1 sem inniheldur 24 kassa, einn fyrir hvem bæ. I efsta kassanum lengst til vinstri (kassa 1) sést árangurinn í gotstærð, gæðum og þunga dýranna hjá þeim bóndanum sem flokkaði allt. Töl- urnar vinstra megin í kassanum em raunvemleg gildi en til að auðvelda samanburð eru þær settar á 100 skala þar sem 100 em þær framfarir sem sá bærinn fær sem flokkar alla hvolpana. I neðsta hominu hægra Freyr 1 3/98 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.