Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 34

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 34
Mynd 2. Samband fóðurhópa og magns uppleysanlegs kollagens í sýnunum. Nið- urstöðurnar eru meðaltöl sex efnagreininga og er meðalfrávik greininganna sýnt. Hópur 71 er fóðraður með gœðalýsi en hópur 74 með lakasta lýsinu. innihald í t.d. æðum er magnið í þessum sýnum mjög lítið, en minka- skinn þurfa að sjálfsögðu ekki að vera jafn teygjanleg og æðar. Niðurstaðan af rannsókn á leys- anlegu kollageni sýndi ekki einhliða samhengi milli gæða fóðurfitunnar (lýsisins) og innihalds af kollageni í efnagreindu skinni. Skýring á þessu er óþekkt, en hugsanlega er hún sú að leysanlegt kollagín er aðeins lítill hluti af heild- armagni þess. Önnur ástæða gæti verið sú að erfitt er að greina leysan- lega hlutann í þurrkuðu skinni. Rannsóknarefniviðurinn er auk þess nokkuð lítill og við efnagreiningu á fleiri skinnum er hugsanlegt að sam- hengi fyndist. Bent skal á að sam- hengi milli þanþols minkaskinna og samsetningar og dreifingar elastíns og kollagíns í smáatriðum er enn óþekkt. Það er þó vitað að önnur prótín og lífrænar sameindir hafa einnig afgerandi þýðingu fyrir teygjanleika lífræns vefs. Ályktun I þessari rannsókn fannst minna af óleysanlegu elastíni ef minkamir voru fóðraðir með þrárri fitu. Það lítur því út fyrir að fóðrun með slíkri fitu minnki þanþol skinnanna. Þessi bráðabirgðaniðurstaða bendir til að unnt sé að hafa áhrif á magn elastíns og þar með þanþol minkaskinna með því að breyta samsetningu fóð- ursins. Því er e.t.v. hægt að breyta þanþolinu, ef kaupendur óska sér- staklega eftir meiri eða minni teygj- anleika í skinnunum. Hversu raun- hæft er að nýta þetta samhengi í venjulegum minkabúskap þarf að rannsaka nánar í stærri tilraunaverk- efnum. Heimildaskrá: Bradford, M.M. (1976) A rapid and sensi- tive method for quantitation of micro- gram quantities of protein utilizing the principle of protein-dye binding. Anal. Biochem., 72, 248-52. Kawazoye, S„ Tian, S„ Takashima, T„ Sunaga, T„ Fujitani, N„ Higoshino, H. and Matsumura, S. (1995) The mech- anism of interaction of sodium dodecyl sulfate with elastic fibers. J. Biochem., 117, 1254-1260. Miller, E.J. and Rhodes, R.K., (1982) Pre- paration and characterization of the dif- ferent types of collagen. Meth. Enzy- mol„ 82, 33-64. Ross, R. (1975) Connective tissue cells, cell proliferation and synthesis of extracellular matrix, a rewiew. Philos. Trans. R. Soc. Lond. Biol., 271, 247- 259. Soskel, N.T., Wolt, T.B. and Sandberg, L.B. (1987) solation and characteri- zation of insoluble and soluble elastin. Meth. Enzymol., 144, 196-214. Heimild: Faglig Ársberetning (fyr- ir loðdýrarœkt í Danmörk). Greinin er stytt. Þýðing: Ragnar Böðvarsson. Molar Met kornuppskera í Danmörku Komuppskera í Danmörku á þessu ári er hin mesta frá upphafi eða 9,86 milljón tonn, sem er rúmlega fjórum milljónum tonna meira en á síðasta ári, 1997, sem var hin mesta fram að þeim tíma. Alls var ræktað kom á 1.509.000 hektömm, sem er nokkru minna en árið áður, og var meðaluppskera 6,53 tonn á hektara. Mest var ræktað af vetrarhveiti, 670 þúsund hektarar, sem gáfu 7,67 tonn af hektara að meðaltali. Næstmest er ræktað af sumar- byggi, 507 þús. ha, og gáfu þeir 5,62 tonn af ha að meðaltali. Lengi hefur verið talið að fremur þurrt veður hentaði komrækt best. Þetta sannaðist ekki að þessu sinni þar sem nýliðið sumar var með hinum úrkomusömustu. Það veldur því hins vegar að kostn- aður við þurrkun er með mesta móti, eða 50-70 d.kr. á tonn. (Landsbladet nr. 37/998). 34 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.