Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 36

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 36
Innflutningur loðdýra Inngangur Minkaeldi hófst á ný á íslandi árið 1970 eftir nær tveggja áratuga hlé. Heldur gekk illa fyrstu árin og var afkoman afar léleg. Frjósemi var lít- il og átti sjúkdómurinn plasmacyt- osis þar stóran hlut að máli. Um 1980 var svo komið að einungis örfá minkabú voru starfandi á landinu. Var þá hafist handa um útrýmingu plasmacytosis og var það gert á árunum 1983-1985 með niðurskurði og stofnskiptum. Þróaðist minka- ræktin hratt á næstu árum og varð mikil fjölgun minkabúa í kjölfarið. Urðu þau flest 1988 eða um 170 talsins. Minkum fækkaði síðan aftur á árunum 1989-1992 en búgreinin hefur verið að ná sér á strik aftur á seinni árum. Nú eru starfandi um 61 minkabú á landinu með um 40.000 læður. Þar af eru 48 bú eingöngu með mink. Refarækt hófst um áratug síðar en minkaræktin. Urðu refabúin flest árið 1986. Verð á refaskinnum hefur verið mjög sveiflukennt og er útlitið í greininni sem stendur heldur dökkt. I upphafi þessa árs var ís- lenski alirefastofninn einungis um 7.300 dýr á 65 búum, þar af 52 bú- um eingöngu með ref. Vegna lélegr- ar afkomu í greininni má búast við að búum fækki enn nú í haust Islensk loðdýrarækt hefur frá upphafi verið háð innflutningi dýra. Vegna smæðar lífdýrastofnsins, sér- staklega refastofnins, verður enn um sinn að flytja reglulega inn kynbóta- dýr ef íslensk loðdýrarækt á að standa jafnfætis því besta sem gerist erlendis. Öllum innflutningi fylgir talsverð áhætta. Þess vegna er mikil- vægt að vel sé að þessum málum staðið. Hér verður gerð nokkur nokkur grein fyrir stöðunni í dag, hvað ber að varast og hvemig eigi að standa að innflutningi í framtíð- inni að mati greinarhöfundar. eftir Eggert Cunnarsson dýralækni, Keldum - . Innflutningur síðustu áratugi Fyrstu minkarnir komu frá Noregi 1970. Þessi stofn var allur skorinn niður á árunum 1983-1985. Við stofnskiptin voru lluttir inn minkar frá Danmörku. Síðan hafa verið fluttir inn minkar öðru hvoru, mest frá Danmörku en einu sinni frá Nor- egi. Fyrstu alirefirnir komu hins veg- ar frá Skotlandi 1979. Aftur var flutt Loðdýrarœkt býrfrekar en nokkur önnur búgrein á Islandi við beina erlenda samkeppni. Ef hún á að eiga framtíð fyrir sér hér á landi verður að búa henni svipuð starfskilyrði og greinin býr við erlendis. Eitt afþví eru möguleikar til kynbóta með innflutningi kynbótadýra. Standa verður þannig að málum að kynbótastarfið skili sér semfyrst til bœnda en þó þannig að ekki sé tekin óþarfa áhœtta hvað varðar sjúkdóma. inn 1980 og síðan þá nokkuð reglu- lega. Innflutningurinn hefur nær eingöngu komið frá Noregi en nú síðast voru flutt inn dýr frá Finn- landi. Mestur var innflutningurinn 1983 á upphafsárum refaræktarinn- ar til þess að fullnægja eftirpum eftir lífdýrum. Árin 1986 og 1987 voru flutt inn talsvert mörg lífdýr einkum vegna vaxandi áhuga á ræktun ýmis konar litarafbrigða í ref og nauðsyn þess að fá inn í landið sem fjöl- breyttast erfðaefni. Frá þeim tíma hefur að mestu verið um innflutning tiltölulega fárra dýra í kynbóta- skyni. Sjúkdómar á íslenskum loðdýrabúum Ef frá er talinn veirusjúkdómurinn plasmacytosis í mink hafa loðdýr á Islandi til þessa verið laus við flesta þá sjúkdóma sem víða annars staðar valda loðdýrabændum miklum bú- sifjum. Hér er einkum átt við ýmiss konar smitsjúkdóma af völdum veira og sníkjudýra. Erlendis verja loðdýrabændur árlega miklum tíma og fjármunum í að halda þessum sjúkdómum í skefjum, t.d. með bólusetningum og öðrum fyrir- byggjandi aðgerðum. Það er mikils um vert fyrir okkur Islendinga að halda sérstöðu okkar á þessu sviði. Fyrir afkomu loðdýraræktar hér á landi og samkeppnistöðu greinar- innar á erlendum mörkuðum er hitt ekki síður mikilvægt að hér sé öflugt kynbótastarf og framþróun í takt við þróun greinarinnar í nágrannalönd- um okkar. Með svo lítinn lífdýra- stofn sem raun ber vitni er ljóst að svo verður ekki nema til komi reglu- legur innflutningur á kynbótadýrum frá þeim sem lengst eru komnir í ræktunarstarfinu á hverjum tíma. Mikilvægt er að standa þannig að þessum málum að innflutningur skili bændum sem fyrst ávinningi en um leið að allrar varúðar sé gætt 36 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.