Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 18

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 18
Notkun sýru til geymslu á loðdýrafóðri Frá því að loðdýraræktin hófst að nýju hér á landi upp úr 1970 hef- ur fóðurstöðvum og bændum verið ráðlagt að nota sýru í fóðrið til að auka geymsluþol þess. I fyrstu var notað lítið magn af sýru eða 0,2%, og þá aðallega ediksýra. Síðar var farið að nota maurasýru, þar sem auðveldara var að nálgast hana, og ein fóðurstöð reyndi fyrir sér með þlöndu af ediksýru og brennisteins- sýru. Þessi blanda reyndist nokkuð vel, en mjög hættulegt er að vinna með brennisteinssýruna þannig að notkun hennar hefur að mestu verið hætt. Fyrir 5-8 árum var í nágranna- löndunum farið að nota meira af sýru í loðdýrafóðrið til að geyma það. Notuð var 0,4-0,5% af maura- sýru og var það talið minnka hvolpa- dauða framan af sumrinu. Síðar kom í ljós að þetta háa hlutfall af sýru, og þá aðallega 0,5%, sýrir fóðrið það mikið að það veldur dýrunum óþæg- indum og þau éta minna. Litlar skipulagðar athuganir hafa verið gerðar á notkun á sýru í ís- lensku loðdýrafóðri en sú notkun hefur sýnt ótvíræðan árangur. Veru- legur munur er á því hvernig sýrur virka á hráefni í fóðrinu en það fer eftir eðli þeirra og steinefnainni- haldi. Þar sem engar mælingar voru til um geymsluþol á íslensku loð- dýrafóðri hvað varðar gerla- og sveppafjölgun og áhrif þess á sýru- stig, var því tekið fegins hendi þegar Bændasamtökum íslands og grein- arhöfundi var boðið að taka þátt í því að rannsaka þessa hluti með Fóðurblöndunni hf. í Reykjavík. Aðferðir og efni Akveðið var að gera athuganir á bæði blautu og þurru loðdýrafóðri eftir Sigurjón Jónsson Bláfeld, loðdýra- ræktarráðu- naut BÍ (uppbleyttu þurrfóðri) og geyma það mislengi í sýrum; ediksýru, fos- fórsýru og maurasýru. Geymsluþol fóðursins miðast við niðurbrot nær- ingarefna af völdum gerla og sveppa. Þar sem gott samhengi er á milli geymsluþols og fjölda gerla og sveppa í fóðri var virkni sýranna miðuð við fjölda örvera og sveppa í hverju grammi og sýrustigsbreyt- ingar (pH). Mæling og talning í blautfóðrinu fór fram við upphaf til- raunar og síðan eftir 24, 48 og 72 klst. en á þurrfóðrinu við upphaf, 24 og 48 klst., þar sem það er yfirleitt bleytt upp til eins eða tveggja daga notkunar. Af lífrænu sýrunum, edik- og maurasýru, voru reyndar styrk- leikamir 0,1%, 0,2% og 0,4%,en af fosfórsýranni, sem er ólífræn, 0,1% og 0,2 %, miðað við rúmmál. Blautfóðrið var fengið ferskt frá fóðurstöð Asgeirs Péturssonar í Dalsbúi en þurrfóðrið frá Fóður- blöndunni í Reykjavík. Þurrfóðrið var blandað vatni í hlutföllunum 1:1,8 en síðan var öllu fóðri skipt niður í fötur, vigtað og blandað sýr- um á rannsóknarstofu MR og það tekið til geymslu og rannsóknar hjá rannsóknaþjónustunni Sýni hf. Hjá Sýni voru fóðursýnin geymd við fastan hita, 21°C, sýrustig fóðursins mælt og talning á bakteríum og sveppum gerð á 24 klst. fresti, eins og áður segir. lUiðurstöður Almennt er talið að loðdýrafóður sé gott ef heildar bakteríu- eða sveppa- fjöldi er innan við 700 þús. í grammi, sæmilegt frá 800 til 1.400 þús., slæmt frá Í.500 til 2.000 þús. og hættulegt fari fjöldi þeirra eitt- hvað yfir 2.100 þús./g. Fóður geymt án sýru Við upphaf athugunar sýndu mæl- ingar að bæði blautfóðrið og upp- bleytta þurrfóðrið var ferskt og gott og engin sveppa- eða gerlamyndun komin af stað. Eftir fyrsta sólahringinn, eða 24 klst., hafði gerlum og sveppum fjölgað lítilega í blautfóðrinu, en í uppbleytta þurrfóðrinu höfðu bakt- eríunum fjölgað verulega eða úr 330 þús. í 1.210 þús./g en sveppamynd- un hafði ekkert farið af stað. Þegar komnir voru tveir sólar- hringar hafði bakteríum fjölgað veru- lega í báðum fóðurflokkum. Skiptu þeir milljónum á grammi í blautfóðr- inu og hundruðum milljóna í þurr- fóðrinu. Gersveppir höfðu fjölgað sér í 3,4 millj./g í blautfóðrinu en staðið í stað og jafnvel fækkað í þurrfóður- flokknum. Eftir geymslu á blaut- fóðrinu í 72 klst. eða þrjá sólahringa var bakteríufjöldinn kominn í 170 millj./g og sveppafjöldinn í 25 millj./g. I blautfóðrinu féll sýrustigið úr pH 6,5 í pH 5,3 af völdum gerla, en í uppbleytta þurrfóðrinu var sýru- stigið næstum óbreytt. An geymsluefna reyndist blaut- fóður aðeins vera gjafarhæft fyrsta sólarhringinn og því aðeins að hrá- efnið væri ferskt, en í þurrfóðrið þarf að bæta sýrum eða öðru geymslu- efni um leið og það er bleytt upp til gjafar. 18- Freyr 13/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.