Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 22

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 22
veldara með að taka upp lífrænt jám heldur en hreint ólífrænt járn. Astæða fyrir þessum mun er að lífræna jámið hefur verið bundið efnasambandi, oft amínósým sem vemdar það fyrir óæskilegum efnabindingum. I líkamanum er innbyggð hring- rás sem gerir það að verkum að þörf á jámi í fóðri hjá fullvöxnu dýri er lágmörkuð. Aukinni jámþörf vegna t.d fósturþroska er því oft mætt með notkun af varabirgðum líkamans. Mest hætta er á jámskorti hjá dýmm í vexti. Minkar eru viðkvæmari en refir fyrir skorti á jámi í fóðri, sér- staklega hvolpar í vexti. Astæða þess er hinn stutti meltingarvegur sem minkurinn hefur. Minkurinn gerir því meiri kröfur en refurinn til þess að járnið sé í aðgengilegu formi í fóðrinu. Járn í fóðri fyrir loðdýr Jám verður að berast loðdýrum eins og öðrum dýrum með fæðunni. Heildarmagn jáms í líkamanum er lítið eða um 60 mg í kg af fitufríu þurrefni, en þetta er þó nokkuð háð aldri, kyni og næringarástandi dýrs- ins. Jámþörf loðdýra er í raun ekki þekkt að fullu. Komið hefur fram í tilraunum að í fóðri sem minka- hvolpum er gefið frá 6. ágúst skuli ekki vera minna en 15 mg í kg/þe til þess að komast megi hjá blóðleysi og hvítull. Algjört lágmarksmagn hefur því verið ráðlagt 20-90 mg í kg/þe af fóðri. Ráðlagt hefur verið af Treuthart (1992) að fóður skuli innihalda minnst 300-400 mg/kg þe. Samkvæmt efnagreiningum á til- búnu fóðri í Finnlandi hefur inni- haldið verið að meðaltali milli 200 og 300 mg í kg/þe en tölur frá Dan- mörku sýna hærri gildi eða um og yfir 500 mg fyrir hvert kg/þe. Hafa verður í huga að tölurnar, bæði frá Finnlandi og Danmörku, em efna- greiningar á tilbúnu fóðri og því er líklegt að komið sé í fóðrið mikið af járni frá vélum og tækjum, jámi sem hugsanlega er á þannig formi að það getur alls ekki nýst dýrunum. Efri mörk á jámmagni í fóðri dýr- anna em ekki að fullu ljós en ljóst er að mjög mikið magn af jámi getur ineðal annars valdið skitu og dregið úr vexti og jafnvel leitt til dauða. Vemlegur hluti venjulegs loðdýra- fóðurs er jafnan úr dýrankinu og því er erfitt að ímynda sér að jámskortur geti orðið í fóðrinu. Jafnframt því er jám í sláturafurðum í mjög aðgengi- legu formi til upptöku fyrir loðdýr. í töflu 1 má sjá jámmagn í nokkmm algengum hráefnistegundum sem notaðar em til fóðurgerðar. Tafla 1. Járnmagn í nokkrum algengum hráefnistegundum til loðdýrafóðurs. Hráefni Jámmagn mg/kg þe. Fiskur Heill fiskur 23 Fiskiúrgangur 20 Fiskimjöl 265 Sláturúrgangur Blandaður sláturúrgangur 39 Nautgripavambir 28 Blóð 350 Milta 174 Lifur 125 Fisktegundir sem valda járnskorti Komið hafa fram einkenni um jám- skort í loðdýrum sem gefið hefur verið fóður sem innihalda átti nóg jám. Orsökin hefur ekki alltaf verið ljós en komið hefur fram við rann- sóknir að ákveðnar fiskitegundir virðast geta hamlað verulega og/eða komið í veg fyrir járnupptöku hjá dýrinu. Þær fisktegundir sem helst virðast valda þessu eiga það sam- eiginlegt að vera af þorskaætt, svo sem t.d ufsi, ýsa, hvítfiskur, kol- munni og í nokkrum tilvikum þorsk- ur þótt það sé sjaldgæft. Gamlar til- raunir sýndu að einkanlega olli fisk- slógið kvillanum en nýrri tilraunir hafa sýnt að aðrir hlutar hans geta einnig haft þessi áhrif. Hvað það nákvæmlega er í fisk- inum sem veldur þessum áhrifum er ekki alveg ljóst og af hverju þessi neikvæðu áhrif koma ekki alltaf fram þegar umræddar fisktegundir eru notaðar er heldur ekki ljóst. Ljóst er þó að jámið binst þannig efnasamböndum í fóðrinu að dýrin geta ekki tekið það upp og nýtt. Við rannsóknir á fiskinum sjálfum hafa augu manna beinst að efnum sem kölluð eru metylamín og gildi þeirra fyrir upptöku á jámi en af þessum efnum er mikið í fiski en lítið í kjöti. Fyrstu niðurstöður bentu til að efni sem kallast TMAO (trimetylamín- oksýd) væri orsakavaldurinn og að það myndaði mjög torleyst efna- sambönd með jámi sem gerði það að verkum að dýrið gæti ekki nýtt sér það. Seinni athuganir hafa hins veg- ar sýnt að óvíst sé að TMAO sé hinn eiginlegi skaðvaldur. Líklegra þykir að það sé efnið FA (formaldenhýð) sem myndast getur af TMAO og þá sérstaklega við geymslu. Þessu til stuðnings hefur verið bent á að þær fisktegundir sem helst valda blóð- leysi innihalda ekki ýkja mikið TMAO. Það efni minnkar heldur ekki vemlega við suðu, en sannað er að suða á fiskinum fjarlægir þessi skaðlegu áhrif hans á upptöku jáms. En hvað er það þá við þorskftska- ættina sem gerir hana hættulegri en aðra? Rannsóknir hafa sýnt að í fiskum af þorskaættinni er efnahvati sem breytir TMAO í FA og bæði norskar og bandarískar tilraunir hafa leitt í ljós að þessi efnabreyting get- ur meðal annars orðið við geymslu á fiskinum, en í mjög litlum mæli við geymslu annarra fisktegunda, jafn- vel þótt þær innihaldi mikið TMAO. Járnskortur hjá loðdýrum Jámskortur hjá loðdýrum getur komið fram á ýmsa vegu en hvít undirull (hvítt þel) er lang algeng- asta einkennið, einkum á minka- hvolpum í vexti. Þelið verður nánast alhvítt en stundum má þó sjá eina eða fleiri dökkar rastir í því. Bæði þel og vindhár verða styttri en venjulega og vindhárin verða þar að auki gisnari. Blóðleysið (jámskort- ur) veldur þannig ekki aðeins hvítull heldur líka minni feldgæðum. í til- raunum hefur sannast að frjósemi 22 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.