Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 19

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 19
Tafla 1 sýnir fjölda baktería og sveppa og breytingu á sýrustigi í blaut- og þurrfóðri sem engin sýra var látin í, eftir geymslu í 24, 48 og 72 klst. við 21° C. Blautfóður geymt með sýru í 24 klst. Við notkun á edik-, fosfór- og maurasýru í blautfóðrið fjölgaði bakteríum næstum ekkert á fyrsta sólarhringi. Sama var hvort styrk- leiki sýranna var 0,1% eða í 0,4%, örverum fjölgaði ekki. Aftur á móti fjölgaði bakteríum lítilsháttar í því fóðursýni þar sem engin sýra var notuð, sjá töflu 2. Við geymslu á blautfóðri í einn sólahring virðist vera nægilegt að nota 0,1% af edik- eða fosfórsýru svo að fóðrið haldist ferskt og gerlasnautt. Tafla 2 sýnir gerlafjölda í blautu loðdýrafóðri sem geymt hefur verið í 24 klst. við 21 °C. Þar sést að þar sem engin sýra er notuð fer fjöldi baktería upp í 350 þús./g, en ef notuð er edik- eða fosfórsýra helst fjöldi þeirra niðri í 70 til 90 þús. í grammi. Blautfóður geymt með sýru í 48 klst. Við geymslu á fóðrinu í tvo sólar- hringa við sömu aðstæður tóku bakteríumar heldur betur við sér. I þeim fóðursýnum þar sem notuð var 0,1 % sýra fjölguðu gerlamir sé upp í 2,1 og 1,2 millj. /g í edik- og maurasýra, en aðeins upp í 260 þús- und, þar sem fosfórsýra var notuð. Þegar notað var meira sýramagn, 0,2 og 0,4 %, hélt maurasýran gerl- unum ágætlega niðri, ediksýran sæmilega en fosfórsýran alls ekki. Þar fór bakteríufjöldinn upp í 1,2 millj./g. Hér virðist fosfórsýran haga sér svipað og þekkt er erlendis að virkni sýrunnar í loðdýrafóðri er best á bilinu 0,10 til 0,15 %. Tafla 3 sýnir niðurstöður í bakteríutalningu í loðdýrafóðri eftir geymslu í 48 klst. I töflu 3 sést að aðeins fosfórsýra getur haldið bakteríunum niðri þeg- ar notuð er 0,1% sýra. Við notkun á 0,2% sýra era það edik- og maura- sýra sem duga til þess að halda gerl- Tafla 1. Fjöldi baktería og sveppa í grammi fóðurs eftir mislangan geymslutíma Blautfóður Þurrfóður Klst. Bakteríur Sveppir pH Bakteríur Sveppir pH 0 2 þús. <2 þús 6,5 330 þús. 4 þús. 6,0 24 350 þús. 30 þús. 5,8 1.210 þús. <2 þús. 6,6 48 4.800 þús. 3.400 þús. 5,5 504.000 þús. <2 þús. 72 170.000 þús. 25.000 þús. 5,3 Tafla 2. Fjöldi gerla í grammi fóðurs eftir mismikla íblöndun af sýrum Sýrustyrkur Ediksýra Fosfórsýra Maurasýra 0,0% 350 þús. 350 þús. 350 þús. 0,1 % 70 þús. 90 þús. 260 þús. 0,2% 70 þús. 140 þús. 140 þús. 0,4% llOþús. 130 þús. Tafla 3. Fjöldi baktería miðað við mismikla blöndun af sýrum Sýrustyrkur Ediksýra Fosfórsýra Maurasýra 0,0% 4.800 þús. 4.800 þús. 4.800 þús. 0,1 % 2.100 þús. 260 þús. 1.240 þús. 0,2% 870 þús. 1.220 þús. 610 þús. 0,4% 760 þús. 300 þús. unum innan við milljónina á gramm en fosfórsýran getur það ekki. Þegar farið er upp í 0,4 % dugar edik- og maurasýran vel, en fosfórsýra var ekki prófuð í þessum styrkleika eins og áður segir. Blautfóður geymt með sýru í 72 klst. Þegar loðdýrafóðrið var geymt í þijá sólahringa kom í ljós að engin af þessum þremur sýram reyndist halda bakteríunum innan við millj- ónina í grammi. Maurasýra, 0,4 %, kom þó langbest út úr þessum til- raun með 1,4 millj./g, en aðrar sýrar vora með tugi og jafnvel hundrað millj. /g. Tafla 4 sýnir fjölda talinna baktería í grammi eftir styrk sýr- anna. Af töflu 4 sést að það fóðursýni sem er sýru laus fer upp í 170 millj- ónir baktería í grammi og jafnvel þau fóðursýni sem eru með sýra innihalda tugi millj./g. Athyglisvert er að sjá að það fóðursýni sem kom best út í þessum flokki er sýni með 0,4% maurasýra og 1,4 millj. bakt- ería í grammi. Uppbleytt þurrfóður geymt í 24 klst. Eins og áður segir era sýrar misvirk- ar við að halda bakteríum og svepp- um í skefjum og fer það eftir efnum og eiginleikum hráefnisins. Þessi at- hugun með uppbleytt þurrfóður sýn- ir að meiri munur er á virkni sýranna í þurrfóðrinu. Þurrfóðrið hefur háan meltanleika og er góð næring fyrir bakteríur eftir að það hefur verið bleytt upp. I uppbleyttu og sýru- lausu þurrfóðri fjölga bakteríumar sér mikið eins og sést í töflu 5. Á Freyr 1 3/98 — 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.