Freyr

Volume

Freyr - 15.10.1998, Page 11

Freyr - 15.10.1998, Page 11
Ahrif dagsbirtu á pörun íslenskra minka Tveggja ára niðurstöður frá Bændaskólanum á Hvanneyri Yfirlit í skýrsluhaldi loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Islands hefur komið í ljós að heppilegustu pörun- ardagamir hjá minkum eru nokkru fyrr á árinu en bændur almennt hafa talið. Samkvæmt skýrsluhaldinu lít- ur út fyrir að byrja eigi pörun á minkum 5-7 dögum fyrr en gert er og 7-9 dögum fyrr en ráðlagt er á Norðurlöndum. Þessi pörunartil- raun er gerð í þeim tilgangi að finna bestu pörunardagana fyrir íslenska aliminka, miðað við birtumagn og birtulengd. Byrjað var á tilrauninni 16. febrúar 1997 og er þetta því ann- að ár hennar. Aætlað er að henni ijúki eftir 5 pörunartímabil eða 15. maí 2001. Að þeim tíma liðnum eiga að liggja fyrir nægilegar upp- lýsingar um pörunarmynstur ís- lenskra minka, samhliða uppsöfnuð- um birtumælingum hjá Veðurstofu íslands. Allir útreikningar varðandi fylgni á milli pörunar dýranna og dagsbirtu verða byggðir á þeim mælingum. Þær niðurstöður sem nú verður sagt frá eru niðurstöður ár- anna 1997 og 1998. Tilraunin er gerð á loðdýrabúi Bændaskólans á Hvanneyri og var tilraunadýrunum, 110 að tölu (55 Scanblck- og 55 Scanbrownlæðum), skipt upp í jafn- stóra hópa. Til að finna bestu pörun- ardagana (eða pörunarkúrfu) hjá minkinum voru hópamir látnir hefja pörun með 5 daga millibili. Þannig var byrjað að para 1. hópinn 16. febrúar, 2. hópinn 21. febrúar, 3. hópinn 26. febrúar, 4. hópinn 3. eftir Sigurjón Jónsson Bláfeld, loðdýra- ræktarrádu- naut BÍ mars og 5. og síðasta hópinn 8. mars, svo að öll pörunarkúrfan næð- ist. Allir hóparnir höfðu sama fóður, búragerð og aðbúnað á tilraunatím- anum. Helstu niðurstöður tilraun- arinnar eftir tvö ár: • Læðuhópur I sem byrjað var að para 16. 2. hafði aðjafnaði lægstu pörunarprósentuna ásamt hópn- um sem byrjaði 8. 3. eða 88,5%, hæstu geldprósentuna, næstfæsta hvolpa á gotna læðu 1997 en hæstu, og langfæstu hvolpa á paraða læðu. • Hópur II sem byrjað var að para 21.2. hafði næsthæstu pörunar- prósentuna eða 97,5%, næst- mestu geldprósentuna, flesta hvolpa á gotna læðu og næst- flesta á paraða læðu. • Læðuhópur III sem byrjað var að para 26. 2. var með 97% pörun og minnstu geldprósentuna, stystu meðgönguna, og næst- flesta hvolpa á gotna- og lang- flesta á paraða læðu. • Hópur IV sem hóf pörun 3. 3. var með 88,5% pörun og næstfæstar læður geldar, næstfæsta hvolpa í goti og þriðju fæsta á paraða læðu. * Fimmti og síðasti hópurinn sem byrjað var að para 8. 3. var með lélegustu pörunarprósentuna ásamt fyrsta hópnum frá 16. 2. eða 88,5% pörun, þriðju hæstu geldprósentuna, fæsta hvolpa á gotna læðu og næstfæsta hvolpa á paraða læðu. * Við þær aðstæður sem eru hér á Hvanneyri sýna tveggja ára nið- urstöður, að 0,145 hvolpar tapast á hverja læðu á búinu, fyrir hvem dag sem dregið er að para mink- ana eftir 26. febrúar og fram til 8. mars. Inngangur Við upphaf á seinna loðdýratímabil- inu upp úr 1970, þegar minkaræktin byrjaði að nýju, tóku íslenskir minkabændur upp pörunaraðferðir nágrannalandanna í Skandinavíu og hófu að para minkana 7.-10. mars. Pörunin gekk nokkuð misjafnlega og heyrðist sagt að menn hafi neyðst til að festa tvinnakefli upp í kjaftinn á læðunum til að þvinga þær til pör- unar. Um það leyti sem búið var að losa minkastofninn við „plasmacyt- osaveikina” fóm minkabændur að færa pörunartímann fram um 2-3 daga. Reynsla var þá komin fyrir því á Suður- og Vesturlandi að erfiðlega gekk að fá svart- og villiminkalæður paraðar eftir 15. mars, hafi pörunin ekki byrjuð fyrir 6. mars. Einstöku Freyr 1 3/98 - 11

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.