Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 21

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 21
Járn er nauðsynlegt næringarefni fyrir loddýr Góð afkoma í loðdýrarækt byggir meðal annars á fjölda fæddra hvolpa, lágri dánartíðni þeirra og þroskun góðs felds að hausti. Til að ná góðum árangri í þessum efnum er fóðrið einn mikilvægasti þátturinn. Næringarþörf loðdýra má skipta í þörf fyrir næringarefni annars vegar og orku hins vegar. Meðal næringar- efnanna eru svokölluð snefdefni en hið mikilvægasta þeirra er jám. Langt er síðan mönnum varð ljóst að „anemi“ eða blóðskortur eins og það er kallað á íslensku, þegar magn hemóglóbins í blóðinu er komið niður fyrir eðlileg mörk, stafar í flestum tilfellum af jámskorti í lík- amanum. Jámskortur í loðdýmm getur þó stafað af allt öðrum orsök- um en raunverulegum jámskorti í fóðrinu. Það getur t.d. verið skortur á öðmm steinefnum, eins og t.d. fos- fór, zinki, magníum eða kopar, sem veldur því að jámið nýtist ekki lík- amanum sem skyldi. Einnig hefur reynslan sýnt að hætta á blóðleysi eykst ef gerlaástand fóðursins er slæmt. Það er þó ljóst að jámskortur í loðdýrum hefur oftar en ekki tengst notkun ákveðinna fisktegunda í fóðrið og hefur hann jafnvel sýnt sig þó að nægjanlegt magn af jámi ætti að vera í fóðrinu samkvæmt efna- greiningum. Hlutverk og upptaka járns í líkamanum Jám á hlut að máli í mörgum mikil- vægum efnaskiptum og flutnings- ferlum efna um líkamann. Stærstur hluti þess jáms sem líkaminn notar, eða um 60-70%, fara í framleiðslu á hemóglóbini en aðalhlutverk þess er súrefnisflutningur um líkamann. Hjá fullvöxnu dýri eru um 20-25% af jámmagninu geymt í varabirgð- um, mest í lifur, beinmerg og milta. Afgangurinn dreifist víða en gegnir engu að síöur mikilvægu hlutverki, meðal annars í vöðvum. Upptaka á jámi í fóðri er fyrsta stigið í vinnslu þess í líkamanum og venjulega er aðeins lítill hluti af því nýttur. Þörf dýrsins fyrir jámið ræður mestu um upptökuna en í mörgum tilraunum hefur komið fram að dýr, sem þjást af jámskorti, nýta það í mun stærri skömmtum en þau sem ekkert vantar. Almennt sagt eiga dýrin auð- Myndin sýnir tvö minnkaskinn, það efra er með mjög aflitað þel (hvíta ull) vegna skorts á aðgengilegu járni ífóðrinu en neðra skinnið er afdýri sem ekki skorti járn. Skinnin eru af svartminnk. Efsta skinnið ermeð eðlilegan lit en hin hafa aflitaðan undirpels vegna járnskorts. eftir Einar Eðvald Einarsson Byggt á verkefni við Landbúnaðarháskólann á Ási lUoregi haustið 1997 Freyr 13/98 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.