Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Síða 27

Freyr - 15.10.1998, Síða 27
Sveiflur á skinnaverði 88/89 89/90 90/91 Söluárin Mynd 1. Leiðrétt verðmeðaltöl á skinnaverði. hefur stærðin þar svo afgerandi áhrif að mikilvægi gæðanna, þels og vind- hára, hverfur tekjulega séð. Þessar niðurstöður eru í samræmi við áður- gerðar greiningar á verðmæti eigin- leikanna (Börsting, 1992). Arfgengi eiginleikanna, erfða- og svipfarsfylgnin á milli þeirra, reyndist líka mismunandi eftir eig- inleikum en hvað af þessu skiptir máli og hvers þarf að gæta? Stærðin er greinilega sá eigin- leiki sem sterkastur er. Hún vegur lang þyngst í verðmæti skinnanna og er með hátt arfgengi sem er sam- bærilegt við niðurstöður annarra (Lagerkvist o.fl., 1994). Matið á stærð dýranna kemur sæmilega út í svipfarsfylgninni milli lífdýradóms og skinnadóms (tafla 1) þó að greinilega gangi betur að dæma stærð högna (r = 0,51) en læðna (r = 0,28). Sú staðreynd að huglæga matið á stærðinni skuli aðeins vera sæmilegt, og að hún skili flestum krónum í vasann, hlýtur að minna á að erfðafylgni milli þunga dýra og lengdar skinna er mjög há eða rG = 0,6-0,9 (Magnús B. Jónsson, 1971 og Bprsting & Therkildsen, 1992). Þetta þýðir m.ö.o. að bændur eiga ekki að hika við að nota vigt til ákvörðunar á stærð dýranna. Að velja fyrir stærð lítur því ekki út fyrir að vera erfitt, en fleira hangir á spýtunni. Gæði skinnsins skipta líka máli, en samkvæmt niðurstöðunum hér (tafla 3 og 4) og Bprstings (1992) eru gæðin önnur í röðinni um verð- mæti eiginleikanna, skoðað út frá skinnadómunum. Það mikilvæga er hins vegar að niðurstöður sýna að ef eingöngu er sett á eftir stærð dýr- anna mun skinnagæðunum fara hrakandi, því að erfðafylgni milli stærðar skinns og gæða þess er nei- kvæð og rímar það við niðurstöður annarra (Magnús B. Jónsson, 1971 & Hansen, 1995). Hér er þó ekki um sterka neikvæða erfðafylgni að ræða en nóga til þess að ákveðið vægi verður alltaf að setja á gæðin við val á ásetningdýrum ef þau eiga ekki að versna með aukinni stærð dýranna. I áranna rás hefur verið reynt að bæta feldgæði minksins á sem fljót- virkastan hátt með því að dæma bæði þelið og vindhárin sem sér- staka eiginleika. Niðurstöðumar hér sýna að arfgengi á þeli og vindhár- um, reiknað út frá skinnadómnum, er lægst af þessum dæmdu eigin- leikum (tafla 2) og eru niðurstöð- urnar í ágætu samræmi við flestar fyrri rannsóknir (Lagerkvist o.fl., 1994; Lagerkvist & Lundheim, 1990, og Magnús B. Jónsson, 1971). Það að arfgengið skuli vera svona lágt segir okkur að eiginleikinn er erfiður í ræktun og að framfarir í honum séu háðar ýmsu öðru en ein- ungis arfgenginu, þ.e.a.s. umhverfíð hefur greinilega mikil áhrif. Af um- hverfísþáttunum er líklegt að tveir vegi mest. Annar er þáttur bóndans, þ.e.a.s. umhverfí dýranna, fóðrun og hirðing, en hinn er mat dómarans á eiginleikanum. Þær athuganir sem gerðar hafa verið á hæfni dómara við dóma sýna að þeim gengur verst að meta dýpt og þéttleika feldsins (Magnús B. Jónsson, 1971; Bprst- ing, 1992). Þetta staðfestist hér því að svipfarsfylgni (tafla 1) milli dóms á þeli á dýrinu lifandi og skinna- gæða var lægri heldur en á milli vindhára og skinnagæða. Það sem var þó enn meira afgerandi og stað- festi þetta betur var hin háa erfða- fylgni (rG = 0,47) milli vindhára á dýrinu lifandi og skinnagæða og síðan neikvæð erfðafylgni milli þels og skinnagæða. Þetta segir í raun að gæði skinnsins sem heildar (þel og vindhár), ráðast af dómi á vindhár- um á dýrinu, (tafla 2) en hafa ekkert með dóminn á þelinu að gera. Arfgengi litarins reyndist hátt og litadómur á dýrinu lifandi virðist líka skila sér vel yfir í litinn á skinn- inu, erfðafylgnin þama á milli er há (tafla 2) og eins svipfarsfylgnin (tafla 1). Sú staðreynd sem síðan kemur fram í töflurn 3 og 4 að virði litarins í verðmæti skinnsins sé næsta lítið og oft ekkert miðað við verðmæti stærðar og gæða veldur því að vægi hans í ræktunarstarfinu þarf ekki að vera mikið. Niðurstöður sýna líka að hann hefur hátt arfgengi sem segir okkur að tiltölulega auð- velt ætti að vera að bæta hann ef mönnum sýnist svo. Athuga ber líka að erfðafylgni milli vindhára og lits er upp á 0,37 sem er sambærilegt við það sem Lagerkvist & Lunde- heim (1990) fundu, en það þýðir að framföram í öðrum þættinum fylgja framfarir í hinum og þar sem alltaf er verið að reyna að bæta feldgæðin (þel og vindhár) ætti liturinn að skána örlítið um leið. Umhverfisfylgnin milli eigin- Framhald á bls. 32 Freyr 1 3/98 - 27

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.