Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 39

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 39
Gerð er sú krafa til sóttkvíarbúa að þar sé þreföld vörn gegn því að dýr geti sloppið úr haldi, þ.e. að auk venjulegs búnaðar sé dýrheld girð- ing umhverfis. Þetta er ekki einung- is til varnar því að dýr geti sloppið, heldur einnig til þess að koma í veg fyrir að flækingshundar og kettir, önnur húsdýr og villtir refir og minkar komist í nána snertingu við dýr á búunum. Líkur benda til að hundar hafi borið smitsjúkdóma í refabú hér á landi. Erlendis hefur hringskyrll (sveppasýking í húð) borist í refabú með villiköttum svo að dærni séu nefnd. Þá stafar nokkur smithætta frá villtum dýrum. Villtir refir geta m.a. borið eyrnamaur í ali- ref, smitandi heilabólgu og refa- vanka. Þá er vitað að íslenski villi- minkastofnin er haldinn plasmacyt- osis. Ekki er síður mikilvægt að vama því að smitsjúkdómar, sem hugsanlega gætu borist með inn- fluttum dýrunt, berist í villta stofn- inn og verði þannig landlægir. Hvernig ber að standa að innflutningi í framtíðinni? Ef íslensk loðskinnaframleiðsla á að standast samkeppni á erlendum mörkuðum verður að mínu mati að flytja regluleg inn dýr til kynbóta. Islenski loðdýrastofninn er einfald- lega of lítill til þess að kynbótastarf skili árangri nógu fljótt. Þetta á sér- staklega við í refaræktinni. Við inn- flutning ættu menn að mínu mati að leggja frekar áherslu á gæði en magn og flytja inn tiltölulega fá dýr en þeirn mun betri, sem sagt kyn- bótadýr. Þá er hægt að velja þau af þeim mun meiri kostgæfni og allt eftirlit verður einfaldara. Til þess að innfluningur á kyn- bótadýrum komi að sem mestu gagni er mikils um vert að hann skili sér sem fyrst til bænda. Það sem set- ur þessu fyrst og fremst skorður í dag er tiltölulega langur sóttkvíar- tími og þau ákvæði að hin innfluttu dýr megi aldrei flytja út af sóttkvíar- búi. Hugsanlega mætti stytta sótt- kvíartímann. Aðalatriðið er að sjá a.m.k. eitt got undan hinum inn- fluttu dýrum áður en lífdýr eru seld frá innflutningsbúinu. Þá gæti kom- ið til álita að breyta reglum á þann veg að heimilt verði að flytja t.d. innflutta úrvals refahögna út af sótt- kvíarbúi, eftir að tilskyldum sóttkví- artíma er lokið, í aðra landshluta til nota í sæðingum. Þannig væri tryggt að innflutt erfðaefni kæmi sem flest- um refabændum að notum. Áhættan við þetta er að öllum líkindum minni en að heimila stöðugan innflutning út og suður um allt land. Hingað til hefur verið algengast að flytja refi inn að hausti til. Oft hefur þetta vilja dragast fram yfir áramót sem er mjög óheppilegt þar sem dýrin þurfa tíma til að aðlagast aðstæðum fyrir pörun. Kappkosta skal að flytja dýr inn eins snemma að hausti og hægt er. Undan þessunt dýrum má síðan selja hvolpa strax haustið á eftir. Skoða þarf hvort ekki mætti nota innflutta högna til sæð- inga úti urn land rúmu ári eftir inn- flutninginn. Hvað minkinn varðar hefur verið algengast að flytja inn paraðar læður í aprfl. Þá hafa minkar verið flutlir inn að hausti og ennfremur hafa högnar verið fluttir að vori eftir pör- unartíma til notkunar á næsta pörun- artíma. Ekki hefur verið heimilt að dreifa hvolpum frá þessum dýrum fyrrr en 1 1/2 ári eftir innflutning og skilar innflutningurinn sér því mjög seint til bænda. Hér þyrfti að skoða hvort ekki væri óhætt að heimila sölu paraðra læðna t.d. ári eftir inn- flutning eða jafnvel hvolpa strax úr fyrsta goti. Langur einangrunartfmi er fyrst og fremst af ótta við plasma- cytosis. Við styttri einagrunartíma yrði því að auka bæði tíðni sýnatöku vegna plasmacytosis og fjölda sýna. Innflutningur undanfarna áratugi hefur að mestu verið fyrir atbeina samtaka loðdýrabænda og með tals- verðum stuðningi hins opinbera. Málin hafa þó verið að þróast í þá átt að einstök loðdýraræktarfélög eða jafnvel nokkrir bændur hafa samein- ast um innflutning og rekstur sótt- kvíarbús. I ljósi reynslunnar tel ég að heppilegasta fyrirkomulagið á sóttkví sé að hafa hana hjá aðilum sem hafa nokkra reynslu af loðdýra- rækt. Sérstök opinber eða hálf opin- ber sóttkvíarbú, t.d. á bændaskólun- um, með aðkeyptu og oft óreyndu vinnuafli og jafnvel tíðum manna- skiptum hafa ekki reynst vel. Þar með er ekki sagt að hver sem er geti fengið heimild til innflutnings og rekstur sóttkvíarbús. Gera verður strangar kröfur um aðstöðu, aðbún- að, umönnun og umgengni á slflcum búum. Sagt með öðrum orðurn: Til þess að bú komi til álita sem ein- angrunarbú verður að vera um að ræða úrvals loðdýrabú. Heppilegt getur verið að hafa fyrir á búunum einhvern lífdýrastofn af innlendum stofni. Þá reynir á hvort duldir smit- berar leynist meðal innfluttra dýra. Molar Flóð í Bangladesh Flóð í Bangladesh á þessu ári hafa valdið gífurlega miklum skaða á uppskeru nær allra nytjajurta sem þar eru ræktaðar. Ef ástandið breytist ekki fljótlega verður ekki unnt að planta hrísgrjónaplönt- um nógu snemma til að gefa uppskeru í janúar eins og hefð er fyrir. Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, óttast að líf allt að 20 milljón manna sé í hættu af völdum hungurs og sjúk- dóma. Leitað hefur verið eftir erlendri aðstoð og hefur Alþjóða- samband búvöruframleiðenda, IFAP, látið málið til sín taka. (Landsbladet nr. 39/1998). Freyr 1 3/98 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.