Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 7

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 7
Ég er núna að borga 19,45 krónur fyrir kflóið til fóðurstöðvarinnar. Svo kostar það rúmar fjórar krónur á hvert kg að flytja það. Frjósemin í mink hefur aldrei verið meiri að sögn Skarpliéðins. Refurinn kom einnig vel út. flutning í fyrrasumar því að fóður- magnið var það mikið. Þá keyptum við lítinn flutningsbíl og ég fer núna þrjár ferðir í viku eftir fóðrinu. Hvað kostar fóðrið? Hvenær fóðrarðu dýrin? Ég kem yfirleitt í húsin um klukkan átta á morgnana og deili þá út því fóðri sem ekki hefur verið étið upp. Svo byrja ég að fóðra um kl. 10 og er að því fram að hádegi. Síðan fer ég yfir um fimm leytið síðdegis og bæti við þar sem vantar á. Yfir sum- artímann fóðra ég yfirleitt tvisvar á dag en aðeins einu sinni yfir vetrar- tímann. Hvað gefurðu þeim mikið? Ég gef um eitt og hálft tonn á dag. Það eru þá um 200 grömm á mink- inn og 400-500 grömm á refinn. Hvernig kom gotið út síðast- Iiðið vor? Mjög vel. Ég hef aldrei verið með jafnmikla frjósemi í mink eins og í vor, eða rúmlega 5,5 hvolpa í með- altal. Refurinn kom líka mjög vel út. Það eru trúlega margar ástæður fyrir þessu. Ég hef verið að gefa þeim gott fóður og frjósemi í mink hefur verið að aukast ár frá ári. Svo er vel búið að dýrunum. Nú hefurðu gefið refalæðun- um AB-mjólk um got. Hvern- ig datt þér það í hug? Það hefur alltaf verið visst vanda- mál að fá refalæðurnar til að éta Freyr 1 3/98 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.