Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 5

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 5
til fóðurgerðar a.m.k. ennþá ódýrara en í helstu samkeppnislöndum okkar. Samanborið við Dan- mörku var hráefniskostnaður fóðurs hér á landi 64% af kostnaði fóðurs 1997 en 86% árið 1996. Hins vegar er fóðurkostnaður á framleitt skinn hærri hér á landi vegna mikils fastakostnaðar í fóðurstöðvunum og vannýttrar afkastagetu þeirra. Þama er sóknarfæri fyrir landbúnað á Islandi að hagræða í fóðurstöðvunum og auka framleiðslu þeirra svo að ná megi niður fastakostnaði í fóðr- inu. Af öðrum þáttum má nefna kostnað vegna sjúkdóma og lyfjanotkunar. Hér á landi eru smit- sjúkdómar hverfandi litlir í alidýrum. Kostnaður við lyf og dýralæknaþjónustu er t.d. áætlaður um 70 aurar á hvert framleitt minkaskinn. í Dan- mörku er þessi kostnaður um 60 íkr. á skinn. Fólk spyr gjarnan um horfur á skinnamörkuð- um og er upptekið af næstu uppboðum á hverjum tíma. Nú er það svo að alltaf eru einhverjar sveiflur á milli uppboða innan ársins. A það jafnt við um ár með hátt verð sem og þegar verr árar. Rekstur loðsýrabús, eins og rekstur í öðrum bú- greinum, einkennist af löngum ferli. Þannig hef- ur t.d. ákvörðun um aukinn ásetning lífdýra fyrst áhrif á tekjur búsins á öðru ári. Því skyldu menn varast að einblína á niðurstöður einstakra upp- boða og byggja ákvarðanir með langtímaáhrif á skammtímaforsendum. Horfa verður á markaðs- aðstæður til lengri tíma. Loðdýraræktin keppir á algerlega frjálsum markaði. Við höfum ekki einu sinni möguleika á að setja upp viðmiðunarverð. Við keppum við loðdýrarækt annarra þjóða á þessum markaði og spurningin í þeirri sam- keppni er þessi: Hver hefur mestan mun milli tekna og gjalda? Sá sem hefur mestan mun lifir lengst að öðm jöfnu. Loðdýrarækt hér á landi hefur tækifæri til að komast í þessa stöðu ef rétt er á málum haldið. Hún hefur sínar hagstæðu aðstæður hér á landi, en hún hefur líka á ýmsan hátt erfiðari aðstöðu en t.d. í nágrannalöndunum. Þar má nefna dýrari húsakost, lakari gæði fóðurs og dýrara fóður, þrátt fyrir bæði betra og ódýrara hráefni. Nú er það svo að loðdýrarækt býr ekki við sambærilegan stuðning og aðrar búgreinar hér á landi. Loðdýraræktin fær enga fjárfestingar- eða rekstrarstyrki, hagræðingarfé, eða vaxta og geymslugjöld þó að framleiðslan sé seld u.þ.b. ári eftir að hún er framleidd. Hún fær enga um- hverfisstyrki fyrir nýtingu á sláturúrgangi eins og þekkist erlendis. Þeir sem berjast nú við að halda lífi í atvinnugreininni hér á landi spyrja hvort vilji sé til að þróa loðdýrarækt sem hluta af landbúnaðinum hér á landi, og sem hluta að útflutningsatvinnugrein íslendinga? Ef svo er þurfa allir þeir sem koma að málum landbúnað- arins og atvinnulífsins almennt að taka höndum saman og leysa þau vandamál sem fyrir liggja því að það er unnt og það er enn tími til þess þó að stuttur sé. Bjarni Stefánsson, formaður Sambands íslcnskra loðdýrabænda Molar Kreppan í Rússlandi Landbúnaðarráðherrar ESB-landanna fjölluðu á fundi sínum í september sl. unr kreppuna í Rússlandi. Rússland hefur verið einn mikilvæg- asti markaður ESB fyrir búvörur á undanförn- um árum en útflutningur þangað hefur nú stöðv- ast. Þetta mun einkum bitna á nautakjöti en á sl. ári, 1997, fór 41% af útfluttu nautakjöti ESB, eða 427 þúsund tonn, til Rússlands. Afleiðing- unum af að missa þennan markað má líkja við áfallið sem nautariðan olli, en vænta má að í lok þessa árs verði birgðir nautakjöts í ESB um 300 þúsund tonn. Um 32% af útflutningi ESB á svínakjöti á sl. ári fór til Rússlands, eða 340 þúsund tonn, og er þess að vænta að kreppan leiði til enn frekari verðlækkunar á svínakjöti en verð á því er með lægsta móti um þessar mundir. A fundinum var einnig rætt um aukið rými í búmm fyrir varphænur. Sænski landbúnaðarráð- herrann gagnrýndi hve hægt miðaði í afgreiðslu málsins en aðrir ráðherrar létu í ljós áhyggjur af innflutningi á eggjum frá löndum sem gerðu ekki kröfur um aukið rými fyrir hænumar. Til að jafna þann aðstöðumun lögðu nokkur lönd fram tillögu um að veittir yrðu styrkir til að fjár- magna kaup á stærri búrum þegar til þess kemur. (Intemationella Perspektiv, nr. 30/1998) Freyr 1 3/98 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.