Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2000, Side 22

Freyr - 01.01.2000, Side 22
Abyrgð fóðurstöðva í loðdýrarækt gagnvart fóðurkaupendum og umhverfi Markmið allra fóðurstöðva er að tryggja loðdýra- bændum gott fóður, bæði hvað varðar næringu, gæði, svo að dýr þeirra haldist heilbrigð og frjósöm og skili bóndanum góðri afkomu. Við það að ífamleiða og selja fóður taka fóðurstöðvamar á sig mikla ábyrgð. Hún felst í því að tryggja kaupendum gott fóður til hámarks afurða, auk lagalegrar skyldu þeirra er varðar verslun og viðskipti, heilbrigði og umhverfi og að fyrirbyggja útbreiðslu búfjársjúkdóma. Til að standa undir lagalegri ábyrgð og kröfum bænda þurfa fóðurstöðvamar að hafa rekstargrundvöll sinn í góðu lagi og fylgja vel settum reglum er varðar gæði fóðursins á hveijum tíma. Fóðurstöðin þarf að hafa: * Samþykki sveitafélagsins fyrir rekstrinum og úttekt heilbrigðis- og umhverfisnefndar. * Gott og vel staðsett húsnæði til fóðurgerðar með frysti- og kæliaðstöðu, nægu vatni og rafmagni, góðar vinnsluvélar og mannskap sem hefur þekk- ingu á fóðurgerð og meðferð hráefna. * Hafa nægilegt og gott hráefni fyrir öll fóðurtímabil. * Framleiða gæðafóður sem uppfyllir allar þarfir loð- dýranna til hámarksafurða. * Halda jöfnum og stöðugum gæðum með innra og ytra eftirliti. * Örugga og góða fóðurflutninga út til loðdýrabú- anna. * Veita kaupendum aðhald er varðar hreinlæti fóður- íláta við afhendingu. Fóðurstöðvar og hreinlæti Fóðurstöðvamar bera mikla ábyrgð á öllu hreinlæti, innan og utan dyra. Allt umhverfi þeirra þarf að vera þurrt og hreint og þrifið reglulega svo að þær haldi til- skildum rekstrarleyfum. Sérstaklega þurfa þær að var- ast að skilja eftir fóðurleifar eða skemmt hráefni utan eða innan dyra svo að flugur, fuglar eða meindýr setjist ekki að við stöðvamar og mengi umhverfi þeirra. Frá- rennsli frá fóðurstöðvum þarfa að vera heilt og gott og geta tekið greiðalega við öllu spúlvatni. Utandyra má hvergi skilja eftir lausa hluti sem geta fok- ið, eins og tunnur, fóðurkör eða annað sem hætta stafar af og er ljótt í um- hverfinu. Fóðureldhúsin þurfa að vera vel hönnuð til að spara vinnu við vinnslu, afgreiðslu og geymslu á fóðri. Nægilegt vatn og rafmagn þarf að vera fyrir hendi svo að fóðurlögunin gangi greitt fyrir sig. Þá þurfa fóður- vélar að passa vel saman og vera rétt stilltar svo að hráefnið hitni ekki í vinnslunni. Frystirými á stöðvunum skal minnst vera fyrir iO til 15% af mánaðarlegri framleiðslu og kælipláss, þar sem í er 0° til -3°C kuldi, þarf að rúma daglega fóðurlögun. Stjómir fóðurstöðva og fóðurgerðarfólk þurfa að vinna vel saman og vera vel inni í málum hvort hjá öðm, þannig að vinnsla og rekstur gangi snurðulaust. Starfsfólk stöðvanna þarf að hafa þekkingu á fóðurgerð fyrir loðdýr og þekkja vel til efnainnihalds og fersk- leika hráefna og sérstakrar vinnslu fóðursins. Til að halda við og fá nýja þekkingu þarf starfsfólkið að sækja námskeið og aðra fræðslu er varðar fóðurfram- leiðslu. Fræðslu um þetta efni má fá hjá Endurmennt- unardeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Fóð- ureftirlitinu þar og einnig hjá ráðunautum í loðdýra- rækt hjá Bændasamtökum Islands. Fóðuráætlanir og gæðakröfur í lok hvers framleiðsluárs þurfa fóðurstöðvar að gera fóðuráætlanir fyrir næsta ár. Hvert fóðurtímabil hefur sína sérstöku fóðursamsetningu með tilliti til próteins og amínósýra, fituinnihalds og fitusýra, auk kolvetna og vítamína. Mikilvægt er að fóðurframleiðendur geri sé grein fyrir því hráefnismagni sem þarf að kaupa og hafa fyrir hendi á hverju fóðurtímabil. Eftir fóðuráætl- unum og tímabilunum semja stjómarmenn um hráefnis- kaup, flutninga, geymslu, vélar og vinnu, við starfsfólk, vinnslustöðvar, bílstjóra og frystihús. Allt þarf að vera tryggt er varðar flutninga á aðföngum og vinnslu hjá stöðvunum. Fóðrið þarf að uppfylla fyllstu gæðakröfur fyrir dýrin á hveijum tíma, með tilliti til ferskleika, bragðgæða og samloðunar, styrkleika, orkuhlutfalla, ösku og verðs og annarra væntinga sem til góðs fóðurs em gerðar. Há- eftir Sigurjón Bláfeld, loðdýra- ráðunaut hjá BÍ 18 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.