Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 24
Mjölvara
Dagsetja og merkja
bretti uppi og niðri
/meta vöruna
Dagsetja og merkja
Hemax, vítamín, sýrur
Ytra eftirlit
Þegar komið var á fót eftirliti með loðdýrafóðri, á veg-
um SÍL, LBH á Hvanneyri og Bændasamtaka íslands,
urðu tímamót í fóðurgerð og fóðurgæðum hér á landi.
Vikulegar efnagreiningar gera fóðurstöðunum auð-
veldara að fylgjast með eigin framleiðslu og rétta hana af
ef frávik varða. Þannig er mun betra fyrir þær að halda
réttum orkustyrkleika og efnahlutföllum í fóðrinu en
áður. Það tryggir bóndanum betri árangur í fóðrun dýra
sinna og þá um leið minni fóðurkostnað. Haldið er áfram
hjá Fóðureftirlitinu á Hvanneyri að prófa aðferðir til að
greina þráa eða skemmda fitu og baktenuvöxt í fóðri til
að veija það frekari skemmdum. Skemmd fita og
bakteríur í fóðri eru þeir þættir sem valdið hafa
loðdýrabændum mestum skaða undanfarin ár. Miklar
vonir em bundnar við að þessar greiningar takist vel og
geti þar með hjálpað fóðurstöðvunum að koma í veg fyrir
innkaup eða notkun á skemmdu hráefni. Fóðureftirlitið
hjálpar þannig fóðurstöðvunum að halda sig við ákveðin
hráefnisgæði og fóðursamsetningu og gefur þeim tillögur
um æskileg staðla. Eftirfarandi greiningar og æskileg
mörk em hafðar til viðmiðunar fyrir stöðvamar.
Efnagreiningar Þurrefni g/100g Skekkjumörk Eðlileg skekkja er
Aska g/100g innan 3%.Við 5% skekkju þarf að breyta forsendum. Sama
Hráprótein g/100g Sama
Hráfita g/100g Sama
Hrákolvetni g/100g Sama
Meltanleg orka
Meltanlegt prót.
Kcal/lOOg
g/100 Kcal
Sér efnagreiningar
Fríar fitusýrur, (% af fitu)
Peroxíðtala, (% 02 í g)
TVN, (% af heildar N)
Bakteríugreining
Heildar kím (fjöldi í g)
Sama
Sama
Efri mörk
Minna en 10
Minna en 20
Minna en 2
Efrimörk
Minna en
2.000.000
Fóðurflutningar og hreinlæti
fóðuríláta við afhendingu
Þar sem fóðurstöðvarnar sjá um flutninga þarf að
gæta þess að fóðrið komist óskemmt til loðdýra-
bændanna. Yfirleitt er fóðrinu ekið út með sérstökum
fóðurbíl sem eru með góðan og vel einangraðan tank.
Fóðrinu er dælt yfir í móttökutank eða önnur
fóðurflát og við dælinguna hitnar fóðrið lítilega.
Hitni fóðrið meira en 1°C í flutningi og við dælingu
eru hlutirnir ekki í lagi. Einangrun tanksins er þá
ekki sem skyldi eða þá að dælan er orðin slitin, nema
hvort tveggja sé.
Þó að fóðurstöð og starfsfólk skili bændum fersku og
góðu fóðri kemur alltof oft fyrir að það er orðið skemmt
áður en dýr em fóðmð með því. Astæðan fyrir því er oft
sú að nýja fóðrið er látið saman við gamalt fóður, fóður-
ílátin hafa ekki verið þrifin áður en fóðrið kom eða að fóð-
urílátin em geymd þar sem er sólskin eða annar hiti. Til að
koma í veg fyrir þetta þarf fóðurráð stöðvanna að fara í
úttektarferðir með fóðurbílnum, óboðað, og birta síðan
fóðurkaupendum niðurstöður úr ferðinni. Það er á ábyrgð
allra sem koma að og fást við loðdýrarækt, fóðurstöðvar,
bændur og aðrir, að sjá til þess að besta nýting fáist á hrá-
efni og afúrðir, til hagsældar fyrir greinina.
ESB bannar
mjólkurhormón
ESB hefur ákveðið að banna
mjólkurhormóninn rBST.
Akvörðunin er rökstudd með því
að notkun rBST samrýmist ekki
dýraverndarsjónarmiðum. Kúm,
sem sprautaðar em með rBST, er
hættara við júgurbólgu en öðrum
kúm.
Þessi hormón, sem einnig finnst
í ómeðhöndluðum kúm, er gefinn
til að kýmar mjólki meira. Með
einni sprautu á dag má auka nyt-
ina um allt að 25%.
Hormóninn rBST er framleidd-
ur með erfðatæknilegum aðferð-
um. Hann hefur verið leyfður í
Bandaríkjunum hátt í áratug og
Bandaríkjamenn hafa aftur og aft-
ur reynt að fá því framgengt að
ESB leyfi notkun á honum. ESB
ákvað snemma á 10. áratugnum
tímabundið bann á notkun hans en
þing ESB hefur nú ákveðið að
bannið skuli vera varanlegt.
(Bondebladet nr. 2/2000).
Barátta gegn
salmonellu
Ríkisstjóm Bandaríkjanna lagði
seint á síðasta ári fram áætlun um
að fækka salmonella tilfellum í
eggjum. Um 300 þúsund tilfella af
salmonella enteritidis eru skráð
þar í landi árlega og er talið að
kostnaður vegna sjúkdóma af
völdum salmonella nemi á bilinu
150 til 870 milljónum dollara á ári.
(Internationella Perspektiv nr.
40/1999).
20- FREYR 1/2000