Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.2000, Qupperneq 39

Freyr - 01.01.2000, Qupperneq 39
Guðjohnsen og ætt- menni hennar munu hafa stundað garð- rækt af mikilli alúð og með góðum árangri í Reykjavík mikinn hluta nítj- ándu aldar. Frúin fékk meira að segja silfurmedalíu fyrir garðávexti sem hún sendi á garðyrkju- sýningu í Björgvin á níunda áratugi aldar- innar. Eufemía segir svo í endurminning- um sínum: „Amma hafði alltaf fræmæð- ur og seldi heilmikið rófufræ á haustin. Voru belgimir þurrk- aðir uppi á háalofti og þegar þeir voru orðnir mátulega þurrir, þá vorum við krakkamir látnir taka fræin úr þeim og síðan var hismið blásið af þeim. Svo var þetta vegið á lítilli vog og amma seldi það í búðum. Þetta vom stöðug haust- verk hjá henni.“ Til viðbótar þessum heimildum um fræ og frærækt má nefna tvær auglýsingar úr Reykjavíkurblöðun- um. „Gulrófufræ geta fátæklingar fengið ókeypis hjá capt. Coghill," auglýsir sauðakaupmaðurinn í Fjallkonunni 1887, og í ísafold 1891 er þessi auglýsing: „Gott ís- lenskt gulrófufræ fæst keypt hjá Torfa prentara." Skömmu eftir aldamótin sést fræ nefnt tvívegis á prenti. Sigurður búnaðarmálastjóri Sigurðsson gerði ferð sína um Skaftafellssýslur sumarið 1905. Um Öræfasveit segir hann meðal annars þetta: „Garðrækt er þar tölu- verð og heppnast oftast vel. Menn afla þar sjálfir gulrófnafræs, bæði fyrir sjálfa sig og til sölu.“ Og í allra fyrsta tölublaði Freys, líklega í mars 1904, 7. blaðsíðu, er þessi leiðbeining: „Nú er tími til þess að hreinsa gulrófufræ." Nýr kafli í garðrækt landsmanna hófst upp úr 1880. Þá kom til skjal- anna Hans Schierbeck landlæknir, en hann tók við því embætti eftir að Jón Hjaltalín lést sumarið 1882. Auk þess að vera læknir var Schier- beck lærður garðyrkjumaður og gerði tilraunir með komrækt og matjurtarækt, fyrst í gamla kirkju- garðinum, en síðar að Rauðará við Reykjavík. Hann stóð að stofnun Garðyrkjufélags Islands árið 1885, ásamt Ama Thorsteinssyni landfó- geta, og var formaður þess fyrstu átta árin. „Hann var dálítið hrossa- legur maður, en drengur góður og stóð vel í ístaði íslendinga þegar til Danmerkur kom,“ segir Eufemía Waage um landlækninn. Um aldamótin hefur gulrófna- rækt samkvæmt þessu staðið á gömlum merg í landinu. Að ein- hverju leyti hefur fræ verið ræktað í heimilisgörðum eða það hefur gengið kaupum og sölum manna á milli innanlands. Annars hefur fræ verið flutt inn og þá úr fleiri en einni átt. Vænt-anlega hefur Cog- hill haft gjafafræið með sér frá Englandi, annars lágu verslunar- leiðir þeirra tíma mest um Dan- mörku. „Erfiðleikar í samgöngum og viðskiptum hömluðu oft að greiðlega gengi að fá fræ og oft skorti mikið á, að það sem bærist væri nægilega gott,“ segir Óli Valur Hansson í grein um gulrófnarækt þess tíma. Eitt af fyrstu viðfangs- efnum Garðyrkjufélagsins var að koma lagi á fræsölumálin. Stofnar og tilraunir Schierbeck landlæknir gerði víð- tækari ræktunartilraunir en áður höfðu þekkst hér á landi. Á fyrstu árum sínum hér varð hann sér úti um ræktunarland á Rauðará við Reykjavík og stundaði þar búrekstur og garðrækt. Landlæknir lagði kapp á að fá matjurtafræ úr norðanverðum Noregi. Þaðan fékk hann Þrándheimsgulrófuna, en hún bar af öðrum rófum sem hér voru reyndar það sinn. Schierbeck mun hafa ræktað fræ af Þrándheimsrófu á Rauðará og hann og Garðyrkjufélagið seldu fræ eða úthlutuðu því til ræktenda. Gróðrarstöð Búnaðarfélags Islands í Reykjavík tók síðan við því hlut- verki, en tilraunir hófust þar vorið 1900 og var stöðin við lýði til 1932. Þangað fluttist ræktun á rófufræi, enda hafði Einar Helgason for- stöðumaður stöðvarinnar áður verið garðyrkjunemi hjá Schierbeck. Sjaldan er getið sérstaklega um fræuppskeru þar í stöðinni, en hún hlýtur að hafa verið mismikil eftir árum og mun ekki hafa fullnægt eftirspum innanlands. Árið 1907 er FREYR 1/2000 - 35

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.