Freyr - 01.01.2000, Síða 40
þess þó getið að fengist hafi 40
pund, eða 20 kg, af fræi af íslensk-
um gulrófum. Til viðbótar íslenska
fræinu var flutt inn fræ af ýmsum
stofnum, dönskum, þýskum og
rússneskum.
Um aldamót var þegar farið að
tala um íslensku gulrófuna og var
þó ekki alltaf ljóst við hvað var átt.
I skýrslu Gróðrarstöðvarinnar fyrir
árið 1903 sýnist þó málið leyst. Þá
segist Einar Helgason hafa fengið
úrvalsfræ af íslensku rófunni frá
Jóni Jenssyni yfirdómara og getur
Gulrófnaakur í Mýrdal 1999.
þess jafnframt að hún sé ættuð frá
Rauðará. Arið eftir voru svo í til-
raunum fjögur mismunandi stað-
brigði af Þrándheimsrófu, tvö norsk
og tvö íslensk. Langbestar reyndust
þá rófumar frá yfirdómaranum með
uppskeru sem samsvaraði 50 tonn-
um á hektara. í þessu er tvennt öðru
fremur athyglisvert; hið fyrra er að
íslenska gulrófan er greinilega
komin úr ræktunartilraunum
Schierbecks á Rauðará og hið síð-
ara að hún er flokkuð sem stað-
brigði af Þrándheimsrófu án fyrir-
vara. Síðara atriðið er ítrekað í
skýrslunni 1910.
Árið 1913 er sagt á sama vett-
vangi að íslenska rófan sé frá
Rauðará og að hún sé eini íslenski
stofninn sem ræktaður sé í Gróðr-
arstöðinni. Hún er sögð „ætíð
þekkjanleg frá útlendum stofnum,
hnöttótt nokkuð og sléttvaxin með
rauðleitan haus.“ Islenska rófan
hefur þama þegar fengið sín eigin
sérkenni og fyrst að hún er auð-
þekkt frá erlendum rófum verður að
ætla að Þrándheimsrófan hafi verið
blendin í upphafi eða þá að einhver
innblöndun hafi komið við sögu.
Árið 1920 lét Einar Helgason af
störfum hjá Búnaðarfélaginu og við
Gróðrarstöðinni tók Ragnar Ás-
geirsson. Þeir Einar og Sigurður
Sigurðsson búnaðarmálastjóri
skrifuðu grein í Bún-aðarritið það
ár og nefndist hún Jarð-yrkja og
gróðurtilraunir. Þar er eftirfarandi
fullyrðing og má segja að hún komi
eins og skollinn úr sauðarleggnum:
„Islenskum gulrófnastofni af
Bangholmsafbrigði, áframhald af
þeim, sem Schier-beck landlæknir
ræktaði hér, hefur verið haldið við í
Gróðrarstöðinni í Reykjavík.“ Hér
er eitthvað málum blandið. Allar
aðrar heimildir tengja íslensku róf-
una Þrándheimsrófunni, sé uppmni
hennar nefndur á annað borð. Lík-
leg skýring á þessum ummælum er
sú að á þessum ámm mun dönskum
gulrófustofnum hafa verið skipt í
tvo flokka og þeir kenndir við
Bangholm og Wilhelmsburger; sá
fyrmefndi með rauðan koll, en sá
síðarnefndi með grænan. Sam-
kvæmt norskum heimildum frá
þeim tíma fellur Þrándheimsrófan
ekki undir þessa flokkun. Þaðan af
síður getur þetta átt við íslensku
rófuna og því hlýtur ættfærslan í til-
vitnaðri setningu að byggjast á mis-
skilningi. En hvað sem því líður þá
hefur íslenski stofninn verið nokk-
uð einsleitur, því að 1926 er reynt í
Gróðrarstöðinni fræ af þeim stofni
frá þremur stöðum á land- inu auk
heimafræs. Aðfengna fræið var úr
Fljótshlíð, undan Eyjafjöllum og úr
Vestmannaeyjum. Enginn munur
fannst á uppskerunni, hvorki að
magni til né útliti.
Eftir að Ragnar Ásgeirsson tók
við Gróðrarstöðinni hefur Bang-
holmsrófum aldrei verið hrósað í
Búnaðarritinu. Þeim er mjög hætt
við að tréna og em að því leyti að
minnsta kosti gjörólíkar þeim ís-
lensku. En árið 1923 er fyrst nefnd-
ur stofninn Krasnöje selsköje, sem
venjulega er talinn rússneskur. Þær
rófur fá eindregið hrós, gefa að vísu
heldur minni uppskeru en íslensku
rófumar, en em ákaflega bragðgóð-
ar og tréna aldrei. I Búnaðarritinu
1927 em rússnesku róf-umar aftur
til umræðu. Þá eiga þær sex tilraun-
ár að baki í Gróðrarstöðinni og
njóta hylli tilraunastjórans. I skýrsl-
um stöðvarinnar má sjá að árin
1924-1926 dreifði Búnaðarfélagið
fræi af Krasnöje selsköje vítt um
land. Þeim rófum var þá sérstaklega
ætlað gott gengi í lágsveitum Suð-
urlands, þar sem hvassviðri verða
hvað hörðust, og var þá hugsað til
þess hve kálið er lágvaxið og jarð-
lægt. Upplýsingar um dreifingu
þessa fræs er líka að hafa úr Garð-
yrkjuritinu 1925.
Árið 1935 var fengið hingað fræ
af Gautarófu (Östgöta original), en
hún var talin ónæm fyrir kálæxli
(klumprot). Sá sjúkdómur var þá
landlægur í Vestmannaeyjum og
hafði valdið vemlegu tjóni. Gauta-
rófan var fyrst og fremst ætluð
Eyjamönnum, en var þó ræktuð
víðar og líkaði nokkuð vel. Árið
(Ljósm. Halldór Sverrisson).
36- FREYR 1/2000