Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.2000, Qupperneq 43

Freyr - 01.01.2000, Qupperneq 43
Fljótshverfi fyrr á tíð. Sagan segir að á áttunda áratugnum hafi rófan verið orðin menguð hinum undar- legustu erfðavísum og stundum ekki allt rófur, sem upp komu, held- ur repja og næpa í bland. Sumir rófnabændur brugðust svo við að þeir völdu fræmæður og ræktuðu fræ sitt sjálfir. Óli Valur Hansson fyrir hönd Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Stefán Gunn- arsson í Dyrhólum í Mýrdal stóðu að ræktun stofnfræs af staðbrigði Kálfafellsrófunnar, sem nefnt var Korpurófa, á árunum 1980-1993. Þá var séð til þess að ekki þyrfti að rækta nema eina kynslóð af fræi, það er sölufræið, erlendis. Vinsæld- ir þeirrar rófu fóru dvín-andi og nú mun hún lítið ræktuð. Árin 1983 og 1984 var safnað heimastofnum víða að og fræi af þeim fjölgað á tilraunastöðinni Korpu. Þeir voru síðan bomir saman í tilraun, einkum með tilliti til útlits, sumarið 1986. í tilrauninni voru átta staðbrigði Kálfafellsróf- unnar; frá Patreksfirði, Hnausum á Snæfellsnesi, Sandvík og Kols- holtshelli í Flóa, Hvammi í Hrepp- um og Sléttu og Maríubakka í Fljótshverfi. Sú síðastnefnda var fulltrúi Kálfafellsrófunnar, eins og hún var í upphafí. Auk þessa var Korpurófan í tilrauninni. Af Ragn- arsrófukyni var upphaflega rófan frá Ragnari Ásgeirssyni og stað- brigði frá Laugabóli í Reykja- hverfí. Þessi staðbrigði eru öll varð- veitt á Korpu og nýlega hefur fræ af þeim verið endumýjað. Tvö hafa bæst við frá 1986; Kálfafellsstað- brigði frá Kópsvatni í Hreppum og Nesrófan. Óli Valur Hansson og Áslaug Helgadóttir gerðu grein fyrir niður- stöðum tilraunarinnar í tímaritinu Búvísindum árið 1988. Þar kemur fram að flest þessi staðbrigði vom mjög breytileg og varla not-hæf til ræktunar, eins og þau voru þá. Hins vegar býður erfðabreytileikinn upp á það að þau verði hreinsuð með úr- vali og þannig kannaðir möguleikar á aðlögun að íslensku veðurfari. Eva G. Þorvaldsdóttir og Björn Gunnlaugsson ræktuðu staðbrigði af íslenskum gulrófum frá Norræna genabankanum árin 1995 og 1997 og lýstu þeim og mældu þau. Þar tókst ekki að draga fram skýran mun milli staðbrigða og voru þó í tilraununum svo ólíkar rófur sem Maríubakkarófa og Laugabólsrófa. Fullnaðarúrvinnslu gagnanna er ekki lokið og verða þessar niður- stöður því látnar liggja milli hluta um sinn. En saga Kálfafellsrófu er ekki öll. Frá 1983 hefur Hannes Jóhannsson í Stóru-Sandvík í Flóa ræktað rófur af því kyni og nefnist það Sandvík- urrófa í fyrmefndri grein í Búvís- indum. Upphaf sitt eiga þær í Kálfafellsrófunni með þeirri erfða- vísamengun sem hún varð fyrir á ámnum þegar hún var ræktuð kyn- slóð fram af kynslóð í Danmörku. Erfðabreytileikinn hefur verið nýtt- ur til úrvals og nú hefur Hannes hafíð frærækt af hinum nýja stofni og nýtur hann umtalsverðra vin- sælda. Sandvíkurrófan á í sam- keppni við norska yrkið Vige, en það hefur átt bróðurpartinn í ís- lenskri rófnaræktun undanfarin ár. Nú er komið að því að spyrja hvað gera skuli með þann efnivið sem við höfum undir höndum. I fyrsta lagi, og þá mest til gamans, þarf að sannreyna hugmyndina um uppruna Kálfafellsrófunnar. Það verður helst gert með því að leita uppi rófuna Krasnöje selsköje, en hún hlýtur að finnast í einhverjum genabanka. Rófuna þá má svo bera saman við Maríubakkarófu, en hún er líkust því sem Kálfafellsrófan var í upphafi. í öðm lagi er mögu- legt að nota breytileikann til úr-vals og það hefur þegar verið gert í Stóru-Sandvík. Einnig kemur til greina að sá öllum staðbrigðum Kálfafellsrófunnar og velja úr þeim sameiginlega og fá þannig breiðan gmnn undir nýjan stofn. I þriðja lagi er enn til íslenska rófan (Ragn- arsrófan) með einhvem erfðabreyti- leika í upphafí og ef til vill inn- blöndun síðar og svo úrval og að- lögun í 80-90 kynslóðir. Hún gefur mikla uppskeru og er fljótvaxin. Laugabólsrófan er af því kyni og er stórvöxnust þeirra staðbrigða sem við höfum haft undir höndum. Hana er mögulegt að nýta eins og hún er. í fjórða lagi má svo hugsa sér skipulagðar kynbætur, þar sem keppt yrði að því að sameina í einu yrki bragðgæði og fallega lögun Krasnöje/Kálfafellsrófunnar og vaxtarhraða íslensku rófunnar (Ragnars-/Laugabóls-). Síðasti kosturinn er skemmtilegastur og með hann í huga mun sá efniviður, sem til er, verða skoðaður á næstu summm. Heimildir og þakkir: Óli Valur Hansson og Magnús Óskarsson hafa gagnrýnt sumt í þessu skrifi og Magnús þar að auki fengið mér heimildir. Kann ég þeim báðum bestu þakkir fyrir. Heimilda er getið jafnóðum í texta. Þar er eingöngu um að ræða aðgengileg og auðfengin rit og verður sú heim- ildaskrá látin nægja. Þessi grein birtist áður í Fjölriti Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins nr 199, Gulrófan fyrr og nú, í júní 1999. Þar vom birtar fímm greinar um rannsóknir á gulrófna- ræktun gerðar í samvinnu við Félag gulrófnabænda og með styrk frá Garðávaxtasjóði. Verkefnisstjóri var Sigurgeir Ólafsson, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Altalað á kaffistofunni Varnaðarorð til ofurhuga Eftirfarandi vísu rak á fjörur Freys og er eignuð Sveini Hannes- syni, skáldi, frá Elivogum í Austur- Húnavatnssýslu. Að því hyggja mœttu menn miklu er einatt voga. Hœgra er að byggja hlóðin tvenn en halda í einum loga. FREYR 1/2000 - 39

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.