Freyr - 01.04.2000, Síða 4
Freyr í heimsókn í metframleiðslubúinu
Baldursheimi í Mývatnssveit:
Mikilvœgt að geta
byggt á góðu þurrheyi
- segja Gunnar Þór Brynjarsson og Þuríöur Pétursdóttir
/
síðasta ári náði félagsbúið
að Baldursheimi I í Mý-
vatnssveit, fyrst mjólkur-
búa á Islandi, þeim árangri að skila
yfir 7000 lítra ársframleiðslu af
mjólk eftir hvem grip að meðaltali.
Alls eru 16 mjólkandi kýr á Bald-
ursheimi og segja ábúendumir að
margir samverkandi þættir búi að
baki þessum árangri í
framleiðslunni en fyrst og fremst sé
því að þakka að mjólkurbúið er
ekki stórt og þar af leiðandi auð-
veldara að fylgjast náið með hverj-
um og einum grip. Freyr lagði leið
sína í Mývatnssveitina og forvitn-
aðist um lykilinn að baki árang-
ursrfkri mjólkurframleiðslu.
A Baldursheimi I er rekið félags-
bú sem er í eigu Þórunnar Einars-
dóttur og tveggja barna hennar,
Þuríðar Pétursdóttur og Böðvars
Péturssonar. Jörðinni er skipt upp í
Baldursheim I og II og er búskapur
blandaður en á Baldursheinti II býr
Eyþór Pétursson, bróðir þeirra Þur-
íðar og Böðvars.
Á Baldursheimi I er fjós fyrir 16
Hjónin Þuríður Pétursdóttir og Gunnar Þór Brynjarsson í Baldursheimi.
(Ljósmyndir: Jóhann Ól. Halldórsson).
mjólkandi kýr og geldneytaaðstaða.
Fjósið var byggt árið 1964 og við
það byggð geldneytaaðstaða árið
1979. í heild eru síðan um 300 fjár
í Baldursheimi en greiðslumark
jarðarinnar í sauðfé er um það bil
4.600 kg og 96.000 lítrar í mjólk.
Verkefnaskipting er þannig að
Böðvar og fjölskylda hans annast
sauðfjárframleiðsluna en Þuríður,
eiginmaður hennar Gunnar þór
Brynjarsson, og böm þeirra annast
mjólkurframleiðsluna.
Bæjarnafnið sótt í
goðafræðina
Baldursheimur er landnámsjörð
og nafnið er sótt í norrænu goða-
fræðina og dregið af „Baldri hinum
góða“. Til gamans má þess geta að
árið 1860 fannst gröf í Baldurs-
heimi þar sem heygður var fom-
maður með vopnum sínum og hesti
og er muni úr gröfinni að finna í
Þjóðminjasafni Islands. Sama ættin
hefur búið á Baldursheimi í tæplega
200 ár, eða allt frá því að Illugi
Hallgrímsson hóf þar búskap árið
1815.
Árið 1951 var stofnað nýbýlið
Þórólfshvoll á hálfum Baldurs-
heimi af Sigurði Þórólfssyni en
sökum vanheilsu hóf hann aldrei
búskap á jörðinni heldur seldi hana
frændum sínum, Baldursheims-
bræðrum, árið 1960.
Baldursheimsjörðin er landmikil,
eða um 3300 hektarar að stærð.
Ræktuð tún eru 76 hektarar en til
viðbótar leigja ábúendur eyðijarð-
imar Heiði og Bjamastaði, sem era
4 - FREYR 3/2000