Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Síða 44

Freyr - 01.04.2000, Síða 44
þegar kynið var flutt til íslands, og einnig vegna fækkunar í stofninum hér á sögulegum tímum vegna nátt- úrahamfara og harðinda. Þetta er í samræmi við niðurstöður arfgeng- ismats á sumum eiginleikum í ís- lenskum kúm þar sem komið hafa fram nokkru lægri gildi en annars staðar. Tap á erfðabreytileika kom fram í öllum kynjum í norðlæga hópnum og virðist fara vaxandi frá austri til vesturs þannig að rýrnunin var minnst í austur-finnska kyninu en tiltölulega mest í því íslenska. Þetta ber þó ekki að skilja þannig að íslenska kynið hafi tapað meiri- hluta breytileika síns, heldur sem ákveðin ummerki um erfðafræði- legar þrengingar stofnsins við harð- býlar búskaparaðstæður og ein- angraða þróun hans hér. I framhaldi af þessu má geta þess, að sýni af erfðaefni hvatbera (mtDNA) úr írskum (Kerry), norsk- um (Fjarðakyn, Telemark og NRP) og íslenskum kúm voru borin saman við mtDNA úr 1000 ára gömlum leifum af stórgripabeinum sem fund- ust við uppgröft á minjum frá vrk- ingaöld í nágrenni Dublin á Irlandi. Þetta var gert á völdum sýnum úr norræna verkefninu og eru einu rannsóknirnar á erfðaefni hvatbera í þessum efnivið enn sem komið er, en það erfist eingöngu frá móður til afkvæmis. Niðurstöður sýndu svip- aðan breytileika mtDNA í beinaleif- unum og í norrænu kúnum, nema í Telemark kyninu þar sem erfðaefnið í hvatberunum var fábreyttara. Hluti af erfðaefninu úr beinaleifunum hafði einkenni sem virðast vera glöt- uð úr núlifandi kynjum í N-Evrópu en stóð að öðru leyti tiltölulega nærri núlifandi kynjum án þess að hægt væri að rekja náinn skyldleika við einstök kyn. Kýr af jósku kyni. Þessir gripir eru leifar kúakynsins sem útbreitt var á Jót- landi áður en blöndun hófst við hollenska Friesian kynið. Gripir af austur-finnsku kyni. Mjög fáar kýr eru eftir afþessu kyni (innan við 100). inn og blanda saman kynjum sem eru tiltölulega skyld. Hins vegar kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda gripa í framleiðslu þá er virk stofnstærð (byggð á fjölda foreldra í hverri kynslóð) stóru framleiðslu- kynjanna tiltölulega lítil. Þetta er aðvörunarmerki til þeirra sem skipuleggja ræktunarstarfið um að halda breiðum erfðagrunni gripa sem valdir eru til undaneldis og forðast of mikla notkun fárra gripa. Að öðrum kosti getur verið hætta á því að ræktunarstarfið lendi í öng- stræti innan nokkurra áratuga. Litareinkenni og homalag gáfu ekki sömu niðurstöður og erfðavís- ar greindir í blóðsýnum en þeir eru flestir taldir hlutlausir m.t.t. rækt- unar. Litur og hom hafa hins vegar gegnt því hlutverki að setja útlits- staðal fyrir einstök kyn og fyrr á öldinni var mikil áhersla lögð á að festa ákveðin útlitseinkenni í rækt- un hvers kyns. Af þessu leiðir að breytileiki í þessum eiginleikum er aðallega milli kynja en sáralítill innan þeirra nema í íslenska kyninu og fáeinum öðrum gömlum kynj- um, t.d. Fjarðakyninu og Dala- kyninu í Noregi. I íslenska kyninu komu fram merki um tap á erfðabreytileika sem hefur orðið einhvem tíma í sögu kynsins og gæti bæði stafað af takmörkuðum stofnfjölda í upphafi, 44 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.