Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 6

Freyr - 15.12.2000, Side 6
Ingimar og reiðhestur hans, Pílatus. þegar ég réðst hingað, og hafði ekki verið frá því Gunnar Bjama- son hætti hér sem kennari árið 1973. Á þessu tímabili voru nem- endur að vísu oft með hross hér en þá aðeins á eigin vegum. Þá tilsögn í tamningum sem nemendurnir fengu á þessum tíma, útveguðu þeir sér sjálfir. Skeifukeppnin var þó alltaf haldin hér á vorin allan þennan tíma, þ.e. keppni um Morg- unblaðsskeifuna. Þegar ég tók við þá var hér ekki til neitt samfellt kennsluefni í hrossarækt, ég varð að tína það saman úr ýmsum áttum, einkum efni úr bókum, greinum í blöðum og öðm. Lítið sem ekkert sérhæft efni var til um íslenska hestinn og mér varð það fljótlega ljóst að er- lent efni átti í mörgum tilfellum alls ekki við íslenska hestinn hvort heldur það varðaði fóðmn, með- ferð eða annað. Það þurfti að að- laga það okkar aðstæðum. Þama þurfti að fmmvinna mikið af efn- inu. I framhaldi af þessu fór ég að gera ýmsar athuganir og rannsóknir varðandi íslenska hestinn og því meira sem ég gerði af þeim því betur kom í ljós hve sérstakur hann og þarfir hans eru. Viltu lýsa íslenska hestinum? íslenski hesturinn er í flokki smáhesta (pony) ef eingöngu er miðað við stærð. Reiðhestshæfni hans, hreyfigeta, ganglagni, þrek, þol og skapgerð, réttlætir hins veg- ar að flokka hann sem hest (horse). Þrek og þol íslenska hestsins, ef hann er í góðri þjálfun, er einstakt og ótrúlegt. Það virðast næstum engin takmörk fyrir því hvað má bjóða honum, eða ríða langt á hon- um, án þess að hann sýni þreytu- merki, eða verði eftir sig, ef hann er í góðu formi og vel þjálfaður. Hestar í mikilli brúkun og stöðugri þjálfun, ár eftir ár, endast oft allra hesta lengst og best. Alltof algengt er hins vegar að góðir hestar séu eyðilagðir á stuttum tíma með því að leggja of hart að þeim óþjálfuð- um. Hestar sem teknir em, sumar- staðnir og feitir, í langferðir eða smalamennskur, eru oft uppgefnir, fá harðsperrur og stirðna svo illa að þeir bíða varanlegt tjón af. Slíkir hestar verða einnig oft vansælir og kvíðnir, kargir og/eða latir, eða jafnvel hrekkjóttir. Smáhestakyn em yfirleitt mjög rólynd, viljadauf og frekar þung- byggð, en íslenski hesturinn er gjarnan ör og viljugur, en jafnframt mjög næmur, hlýr og traustur og félagslyndur og því skapast auð- veldlega mikil vinátta milli manns og hests. Eigendur íslenska hesta erlendis mynda oft mjög náið vináttusam- band við þá. Af því hefur leitt það vandamál að það safnast upp mik- ið af gömlum hrossum, sem ekkert er hægt að nota lengur, vegna þess að menn geta ekki hugsað sér að farga þeim. Þetta á sér ekki stað í eins ríkum mæli með önnur hrossa- kyn, en þetta hefur m.a. gert ís- lenska hestinn eftirsóttan. Islenskir hestar kunna best við sig fleiri saman en hestar af stóm erlendu kynjunum geta helst ekki verið lausir saman í húsi því að þá slasa þeir hver annan. Flest hestakyn hafa aðeins þrjár gangtegundir: Fet, brokk og stökk. Islenski hesturinn hefir að auki tölt og skeið. Víða um heim er Islenski hestur- inn þekktur, sem „íslenski töltar- inn“, og er töltið vafalaust ástæðan fyrir sívaxandi vinsældum hans víða um heim. Til eru nokkur hestakyn sem tölta. Einnig er skeið þekkt í all- mörgum kynjum. Skeið er mjög algeng keppnisgrein í kerruakstri, en mjög sjaldgæft sem reiðlist í öðrum löndum. Hjá engum öðmm hestakynjum en íslenska hestinum fyrirfinnast allar fimm gangteg- undimar í einum og sama hestin- um. íslenski hesturinn er auk þess mjög auðveldur í allri umgengni og fóðrun og gerir ekki eins miklar kröfur til aðbúnaðar og fóðurs og mörg önnur reiðhestakyn. Gerðir þú þér greinfyrir þessurn sérkennum áður en þú fórst að vinna íþessu? Nei, ekki fyllilega. Það em til um 200 skráð hrossakyn í heiminum. Það má skipta þeim í þrennt, þ.e. þung dráttarkyn, létt reiðhestakyn, svo sem Arabann, enska veðreiða- hestinn og brokkhestakyn um alla Evrópu og víðar, og svo smáhesta- kyn. Það er alltaf talið að íslenski hesturinn hafi komið frá Noregi með landnámsmönnum og lengi vel var talið að hann væri kominn út af 6 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.