Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 8

Freyr - 15.12.2000, Side 8
Ingimar á perúskum passafínó tölthesti á kynbótabúi fyrir þetta hestakyn í Texas árið 1995. og ekki síður folaldsveturinn. Fyrsti veturinn er oft einhver mesta brotalöm í uppeldinu. Allir bændur vita hvaða áhrif það hefur á lömbin að æmar mjólki vel á vorin fyrst eftir burðinn og hið sama gildir um hryssumar. Það er misjafnt hvað folöldin eru látin ganga lengi undir hryssunum, sumir taka þau undan að hausti og fóðra þau sér, oftast inni. Aðrir láta þau ganga undir hryssunum og gefa þeim út allan veturinn. Ef hryssurnar eru teknar sér og gefið eins og þær vilja, þá mjólka þær fram eftir vetri og það er kannski besta uppeldið sem hægt er að fá fyrir folaldið. Ef hryssurnar eru fylfullar þá venja þær undan sér þegar kemur fram á meðgönguna seinnihluta vetrar. Ef hryssunum er gefið nægjanlega vel virðist þetta ekkert skaða heilsufar hryssnanna, frjósemi þeirra né fæðingarþunga folaldanna næsta vor. Ef folöld eru tekin undan að hausti og fóðruð inni, er mikilsvert að það sé gert áður en þau eru farin að leggja af og þá þurfa þau gott viðurværi, snemmslegið gott hey og helst örlítið dýraprótein, t.d. hnefafylli af fiskimjöli á dag eða mjólkurprótein til að tryggja nauð- synlegar amínósýrur til vaxtar. Hvað er svo fullorðinn hestur þungur? Hann er að meðaltali 360-370 kg, hestur í brúkunarholdum. Síðan geta hestar, sem eru ekki brúkaðir og ganga í góðum haga, farið yfir 500 kg. Þyngsti hestur sem ég hef vigtað var 560 kg, hann var hér á Hvanneyri og hét Guffi. Þetta var að hausti og hann gekk úti allan veturinn og vorið eftir hafði hann lést um rúm 100 kg en var samt vel feitur og fannst vart til rifja. En þú kannaðir svo hvernig ís- lenski hesturinn nýtirfóðrið? Já, ég vann að ýmsum tilraunum ásamt öðrum varðandi meltingar- færi, beit, fóðrun og fóðumýtingu íslenska hestsins. Mér fannst að íslensk hross nýttu fóður betur en gefið var upp í fræðibókum um erlend hrossakyn. Þar segir að hross nýti ekki tréni í fóðri nema um 60-70% á við jórt- urdýr. Mér fannst að ef þetta væri satt þá ættu hross að vera útdauð hér á landi því að í aldanna rás hafa íslensk hross þurft meira og minna að bjarga sér á útigangi að vetrin- um án viðbótar fóðurs. Sumir vilja skýra þetta með því að þau bættu þetta upp með því að auka átið, sem er rétt að vissu marki. Ég vildi finna á þessu betri skýr- ingu og því voru árið 1988 keypt hingað að Hvanneyri 15 hross, þeim skipt í þrjá hópa og fyrsta hópnum slátrað eftir grasbeit, öðr- um eftir fimrn vikna eldi og þeim þriðja eftir útigöngu fram í janúar- lok án fóðurs. Rannsókn þessi var aðalverkefni Kiistínar Sverrisdótt- ur til kandídatsprófs við Búvís- indadeildina á Hvanneyri. Rúmmál og lengd allra hluta meltingarfæranna voru mæld og borin saman við meltingarfæri í er- lendum hrossakynjum. Það kom þá í ljós að magi og mjógimi em mun minni hlutfallslega í íslenskum hrossum en í erlendum kynjum. í íslenskum hrossum var maginn að- eins rúm 2% af heildarrými melt- ingarvegarins en 8-10% í samsvar- andi tilraun á átta erlendum kynj- um. Á hinn bóginn voru botnlangi og ristill hlutfallslega mun stærri hér en í þeim erlendu. M.a. var botnlanginn í íslensku hestunum lengri en meðaltalið í erlenda sam- anburðarhópnum, þrátt fyrir að þau hross væm á annað hundrað kg þyngri. Við bárum þessa könnun saman við tvær erlendar kannanir, aðra 100 ára gamla en hina frá ár- inu 1979, báðar á átta hrossakynj- um hvor. Hér á Hvanneyri vom líka gerðar beitartilraunir á hrossum í fjögur sumur þar sem hrossin voru vigtuð vikulega allt sumarið, 30 hross alls, í sex beitarhólfum. Það vom bæði könnuð áhrif beitar á gróður, eftir því hve þungt var beitt, og á hinn bóginn þrif hestanna. Samtímis voru gerðar athuganir á ormasmiti og áhrifum ormalyfsgjafar og einn- ig atferlisathuganir. Eitt af því sem kom á óvart í þessum tilraunum var hversu fljót hrossin voru að þyngjast. Þegar frekar grannholda hross vom sett á beit á vorin þá bætti einstaka hross við þunga sinn 30-70 kg á hálfum mánuði eða 2-5 kg á dag og er það 8 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.