Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2000, Page 9

Freyr - 15.12.2000, Page 9
með ólíkindum. Fitusöfnunareigin- leikar þeirra eru svona miklir, jafn- vel á grófu fóðri. Síðasta ár tilraunarinnar (sem stóð í fjögur sumur) var grasið í mýrarhólfinu, sem var þyngst beitt, langt til búið um miðjan ágúst, og varla unnt að klippa þar í sýni til efnagreiningar. Samt sem áður létt- ust hrossin þar sáralítið, e.t.v. um eitt kg á viku. Þessir hestar voru í lok tilraunar settir á stykki með mikið sprottnum snarrótarpunti og geysilega loðnu þannig að grasið náði manni meira en í hné. Þar voruþeiríþrjárvikur. Áþeimtíma bætti hvert hross við sig 1-2 kg á dag á þessum trénaða gróðri. Það má einnig geta þess að á hverju vori í upphafi beitartilraun- arinnar var öllum hrossunum gefið ormalyf. Eitt vorið voru talin egg í taði allra hrossanna fyrir ormalyfs- gjöf. Talið er að ef yfir 300 egg sníkjuorma séu í einu grammi af hrossataði þá þurfi að gefa orma- lyf. Einstaka hross í þessari könnun fór yfir 6000 egg í grammi. Hross sem lætur frá sér 20 kg af hrossataði á dag skilar þannig 120 milljón eggjum á dag í hagann, sem sýnir hve mik- ilvæg ormalyfjagjöf er til að halda haganum ómenguðum og tryggja þrif hrossanna. I framhaldi af beitartilraun- unum var gerð meltanleikatil- raun með hross og sauðfé. Fengnir voru níu hestar og þeim gefið hey af sama tún- stykkinu, slegið á þremur mis- munandi tímum, snemmslegið, miðslegið og síðslegið. Mælt var nákvæmlega allt sem þeir átu og allt sem kom úr þeim, saur og þvag, jafnframt því sem þeir voru sjálfír vegnir reglulega. Auk þess var sam- anburðarhópur af lömbum, sem fóðruð voru á RALA á Keldnaholti á sama fóðri. Þá kom í ljós að munurinn á melt- anleika hesta og lamba var minni en búast hefði mátt við og það ótrúlega gerðist líka að eftir því sem fóðrið var síðslegnara og trénisríkara því minni var munurinn, sem var alveg öfugt við kenninguna um að hross nýti tréni mun verr en jórturdýr. Það á a.m.k. ekki við um íslenska hestinn. Rétt er að geta þess að Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarsérfræðingur á Hvanneyri var í forsvari fyrir þess- um beitar og meltanleikatilraunum. Er þessi sérstaða íslenska hests- ins um það hvemig hann nýtirfóð- ur orðin viðurkennd? Eg veit það ekki, það tekur allt sinn tíma að hljóta viðurkenningu. Ástæða fyrir miklu þoli íslenskra hesta Ertu e.t.v. meðfleiri tilraunanið- urstöður? Já, ég átti þátt í tilraunum í sam- starfi við Tilraunastöðina á Foulum á Jótlandi þar sem tekin voru vefja- sýni úr 30 tryppum í byrjun tamn- ingar hér á Hvanneyri, sem komu reyndar víðsvegar að af landinu, og 30 íslenskum tryppum á sama aldri, fæddum og uppöldum í Dan- mörku, til samanburðar. Þá kom í ljós marktækur munur á því hvort hrossin voru fædd og alin upp á Is- landi eða í Danmörku, en á því hef- ur engin skýring fundist, þar sem hér á að vera um arfgengan eigin- leika að ræða Þessi vöðvasýni voru einnig bor- in saman við sýni úr öðrum hesta- kynjum. Hreyfívöðvum má skipta í þrennt eftir því hvemig þeir nýta súrefni. í fyrsta lagi þolvöðva, en það eru vöðvar sem dragast hægt saman og nýta mjög vel súrefni og hafa mikið úthald, í öðm lagi eru svokallaðir snerpivöðvar og þeim má skipta í tvennt, A og B. A- gerðin getur með þjálfun aukið nýtingu súrefnis, þeir gefa meiri hraða og snerpu í stuttan tíma en þolvöðvamir en ekki eins mikið úthald. Síðan eru B-snerpivöðvar sem nýta illa súrefni við notkun en hafa geysilega snerpu og flýti en lítið úthald. Það kom í ljós að íslenski hestur- inn er mjög hár í þolvöðvum, með því hæsta sem þekkist meðal reið- hestakynja og er einnig tiltölulega hár í snerpivöðvum af A- gerð, sem bendir til mikils þols hans. Þá kom í ljós að háræða- netið í vöðvum á íslenskum hestum er töluvert þéttara en yfirleitt í öðmm hrossa- kynjum og vöðvaþræðimir fleiri og grennri sem stuðl- ar að meira blóðstreymi og þar með súrefnisstreymi til vöðvanna en ella. I þriðja lagi kom í ljós að það er meiri fita inni í vöðvunum á íslenskum hestum heldur en í nokkru öðru kyni sem rannsakað hefur verið á Foulum, þar sem rannsökuð hafa verið flest hrossakyn í Evrópu að þessu leyti. Að sjálfsögðu er þetta aðeins fmmathug- un, en hún gefur vissar vís- bendingar og gilda ástæðu til frekari rannsókna. Það er vitað að hestur Tveir núverandi reiðhestar Ingimars, Punkturt.v. og Pílatus. FREYR 13-14/2000 - 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.