Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Síða 11

Freyr - 15.12.2000, Síða 11
Það kom strax í Ijós að íslensku hrossin eru að mörgu leyti töluvert öðruvísi en erlend hross og þar af leiðandi þurfti að aðlaga aðferðina íslenskum hrossum. Ég notfærði mér þar reynslu mína og hef bætt inn í tamninguna ýmsu sem reynst hefir mér vel í gegnum árin, t.d. hljóðmerkjum. Þetta er þannig orðin mín eigin aðferð, sem ég hefi þróað, og gefið heitið „AF FRJÁLSUM VILJA“, en er þó byggð á kenningu Monty Roberts og annarra þekktra tamningar- manna, svo sem Pat Parelli og John Lyon, sem ég hefi kynnt mér. Nú er orðin mjög mikil eftir- spum eftir þessum námskeiðum og mikið um að menn notfæri sér þessa aðferð við eigin tamningar. Hjá mér eru námskeiðin bæði bók- leg og verkleg og grundvallaratrið- ið er að maður skynji til fulls af hverju þetta virkar eins og það ger- ir. Hvert námskeið tekur þrjá heila daga. Og á hverju byggist þetta svo? Þetta byggir á því að notfæra sér skynjun, eðli og hegðun hestsins sjálfs og því að skynja og læra merki sem hesturinn gefur. Hestur- inn gefur viss merki og þeim þarf að svara á réttan hátt og í samræmi við það sem hann hefir lært í um- gengni við aðra hesta í stóðinu. Það má kalla þetta að tala við hest- inn á máli sem báðir skilja. Þetta hefst með því að hestinum er kennt að teymast. Erlendis eru folöld oftast mýld og þá strax gerð taumvön, en tryppin, sem ég fæ á námskeiðin. hafa flest aldrei verið mýld og því síður teymd þegar þau koma á námskeiðin. Stygg hross, sem aldrei hafa verið mýld eða beisluð, eru yfirleitt innan við 10 mínútur að átta sig og eru þá tilbúin að láta teyma sig hvert sem er, án þess að taka á móti ef rétt er að farið. Lykilatriði er að lenda ekki í átökum við þau, en það hafði mér lærst fyrir löngu. Þess vegna nær maður oft skjót- ustum og bestum árangri með d) Hesturinn kynnist hnakknum. e) Hesturinn, kominn með hnakkinn, eltir Ingimar. f) Valberg Sigfússon kominn á bak. Ingimar róar hestinn. FREYR 13-14/2000 - 11 PásL

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.