Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 13

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 13
Besti árangur í kappreiðum sumarið 2000 Undanfarin tvö ár hefur Freyr birt yfrrlit yfir besta árangur hesta og knapa í helstu keppnisgreinum hesta- mennskunnar. Enn skal haldið af stað og bilið brúað þar til allar upp- lýsingamar liggja fyrir í miðlægum gagnagrunni Landssambands hestamannafélaga (LH) og/eða Bændasamtaka Islands. Samþykkt var á landsþingi LH að veita fé til að koma upp miðlæg- um gagnabanka með úrslitum hestamóta á Islandi og vonandi verður hægt að hefjast handa við að safna í bankann strax á næsta ári. Hér er tekinn saman árangur knapa og hesta í helstu keppnis- greinum í forkeppni og úrslitum á stærstu félags- og stórmótunum á íslandi á árinu 2000. Til að fá upplýsingar um úrslit móta í sumar var leitað til for- manna stærstu hestamannafélag- anna á íslandi og gekk það ágæt- lega að mestu leyti. Töluverð aukn- ing er milli ára á aðgengi gagna í tölvutæku formi og lofar það góðu fyrir upplýsingaöflun næstu ára. Á landsmótsárum eru fleiri hross í þjálfun en önnur ár. Landsmótsár- ið 2000 er þar engin undantekning. Hugsanlega hafa aldrei verið fleiri hross á jámum á sama tíma á Is- landi eins og í ár. Árangur endurspeglar oft þjálf- unina, vinnuna sem liggur að baki. Einkunnir margra hrossa voru stór- góðar, ekki eingöngu í kynbóta- dómi heldur og í gæðinga- og íþróttakeppni og einnig í sumum greina kappreiðanna. A-flokkur gæöinga í A og B flokki gæðinga fengu hæst dæmdu hrossin einkunnir töluvert yfir 9,20 og í 150 metra skeiði settu Þormóður rammi og Logi Laxdal nýtt íslandsmet, 13,64 sek., og bættu Islandsmet Leifturs frá Keldudal og Aðalsteins Aðal- steinssonar frá árinu 1986 en metið var 13,8 sek. Margir knapar og eigendur hrossa biðu spenntir eftir lands- mótinu, sem haldið var í Reykjavík í júlí. Haldnar voru úrtökur fyrir landsmótið víða um land og voru upplýsingar um einkunnir þeirra hrossa sem efnilegust þóttu fljótar að berast milli manna. Hrossakost- ur landsmótsins var með því besta sem sést hefur. Ormur frá Dallandi vakti mikla athygli á landsmótinu á Melgerðismelum 1998 og var tal- inn líklegur til afreka á landsmót- inu í Reykjavík. Hann brást ekki aðdáendum sínum og fékk lang- hæstu einkunn A-flokks hests 9,21, stóð efstur og um leið fékk hann hæstu A-flokks einkunn hests á ár- inu 2000. Knapi var Atli Guð- mundsson. Þetta er annað árið í röð sem Ormur er með hæstu einkunn- ina í A-flokki. Klakkur frá Búlandi og Vignir Jónasson eru með næst- hæstu einkunnina, 9,08, sem Klakkur fékk á landsmótinu, en þess má geta að Vignir varð Is- landsmeistari í fimmgangi á Klakki síðar um sumarið. Ormur og Klakkur eru einnig með þriðju og fjórðu hæstu einkunnir ársins. A-flokks hross fengu hærri eink- unn en 8,70 á fimmtán mótum, nokkur hross oftar en einu sinni. Þess má geta að ekkert hross fékk hærri aðaleinkunn en 9,00 í gæð- ingakeppni á árunum 1998 og 1999. A flokkur. Ormurfrá Dallandi og Atli Guðmundsson fengu hæstu einkunn í A-flokki. (Ljósm. EJ.). FREYR 13-14/2000 - 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.