Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 41

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 41
Gœðastýring í hrossarækt - ýmsar upplýsingar Stutt yfirlit Sú aukna gæðastýring sem sem nú er verið að koma á í íslenskri hrossarækt miðar að því að viður- kenna framleiðslu búanna sem vist- væna gæðaframleiðslu og tekur á þáttum sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun land- gæða. Fyrsta stig viðurkenningar- innar, sem lýtur að ætt og uppruna, er þegar komið til framkvæmda, annað stig hennar, sem tekur á landnýtingunni, er einnig komið til framkvæmda og tilraunaútfærsla með lokastigið fer af stað nú um áramót 2000-2001. Gœða-Skýrsluhald Tilgangurinn með skýrsluhaldi í hrossarækt er fyrst og fremst sá að aðstoða hrossaræktendur við að halda á tryggan hátt utan um allar mikilvægar upplýsingar um ein- stök hross í þeirra eigu og mynda á þann hátt gagnagrunn sem unnt er að vinna úr frekari upplýsingar sem síðan nýtast hverjum og einum við ræktunarstarfið. Vel unnið skýrslu- hald verður stöðugt mikilvægara þar sem kröfur um sönnun á rétt- mæti upplýsinga verða sífellt há- værarari meðal kaupenda íslenska hestsins. Gæðaviðurkenning á skýrsluhaldið er til að koma til móts við þessar kröfur en er auðvit- að einnig þeim sem hrossarækt stunda til hagsbóta. Folöld sem fæddust á árinu 1999 eru fyrstu gripimir sem koma til skráningar í þessu nýja kerfi. Þetta stig tengist sterklega WorldFengur verkefninu sem gengur út á að koma á miðlæg- um gagnagrunni um öll íslensk hross í heiminum. Gœða-Landnýting Annar af þremur hlutum viður- eftir Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktar- ráðunaut BÍ kenningar um vistvæna gæða- framleiðslu lýtur að notkun lands með tilliti til beitar. Þar er leiðarljósið að nýta landið en níða ei og viðurkenningin gengur út á að beitin rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri framþróun. Þessi viðurkenning er unnin undir fag- legri umsjón L-andgræðslunnar en ábyrgðaraðili er viðkomandi búnaðarsamband. Gœða-Umhirða Þessi hluti viðurkenningarinnar um vistvæna gæðaframleiðslu tek- ur til heilbrigðisþátta og miðast við að fóðurástand og almennt heil- brigði hrossanna sé með ágætum enda því fylgt eftir með kerfis- Merki Gœðastýringar í hrossarœkt. Höfundur Pe'tur Behrens. bundnu innra eftirliti - gæðakerfi. Arlegt eftirlit er með að slíku gæðakerfi sé fylgt en þar er um að ræða staðfestingu frá þjónustu- dýralækni viðkomandi bús. Utan- umhald er í umsjá viðkomandi búnaðarsambands. Viðurkenning Til að hrossaræktarbú nái viður- kenningu Bændasamtaka Islands um gæðastýringu í hrossarækt þarf eftirfarandi skilyrðum að vera full- nægt: * Öll folöld sem fæðast á búinu og eru sett á til lífs standist kröfur um öruggar ættfærslur og ein- staklingsmerkingar. (Gæða- skýrsluhald) * Allt land sem hrossaræktarbúið notar undir starfsemina standist kröfur um sjálfbæra landnýt- ingu. (Gæða-landnýting) * Hrossaræktarbúið noti staðfest gæðakerfi sem tryggi öflugt eft- irlit með heilbrigði og aðbúnaði hrossanna. (Gæða-umhirða) Merki gæðastýringar í hrossa- rækt er hannað af Pétri Behrens myndlistar- og hestamanni á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal og er höfuð- mynd af íslenskum hesti í veðri geystu og með frelsi í faxins hvin - heilbrigður íslenskur GÆÐingur. Þetta merki kemur til með að fylgja öllum plöggum og öðru tilheyrandi viðurkenningum í gæðastýring- unni. Lög og reglur Aætlun er um að þegar tilrauna- stigi gæðastýringar í hrossarækt sleppir (sumarið 2001) þá komi gæðastýringin til með að eiga sér stoð í lögum. Hún á vel heima sem viðauki við reglugerð um vistvæna FREYR 13-14/2000-41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.