Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Síða 42

Freyr - 15.12.2000, Síða 42
landbúnaðarframleiðslu (Nr. 504/1998). Sú reglugerð er sett samkvæmt heimild í 67. gr. laga um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum nr. 99/1993. http://www.althingi.is/lagas/125b/ 1993099.html Spurningar og svör Hvað er gæðastýring í hrossa- rækt? Kerfi sem tekur á öryggi ætt- færslna, landnýtingu og umhirðu hrossa. Með kerfisbundinni skrán- ingu og innra eftirliti á hrossarækt- arbúum er unnið markvisst að því að halda uppi ákveðnu gæðastigi í þessum þáttum. Utanaðkomandi aðili framkvæmir síðan reglu- bundna úttekt á því hvort þessu gæðakerfi er fylgt, árlega fyrir hvem hinna þriggja þátta. Hverjir geta tekið þátt? Allir sem rækta hross Þarf að skrá sig? Ef þú ert þátttakandi í skýrslu- haldi í hrossarækt þarf ekki að til- kynna þátttöku í gæðaskýrsluhald sérstaklega heldur bara byrja að fylgja reglunum. Ef þú ert ekki þátttakandi í skýrsluhaldi þá þarftu að hafa samband við þitt búnaðarsamband og skrá þig og þín hross. Þegar þú ert kominn af stað í skýrsluhaldinu þá fyrst getur þú sótt um til búnaðarsambands að vera með í hinni þrískiptu gæða- stýringu í hrossarækt þ.e. skýrslu- hald-landnýting-umhirða. Hver sér um gæðastýringuna? Bændasamtök íslands fara með útgáfu viðurkenningarskjala o.þ.h.og halda utan um og vista skýrsluhaldið og niðurstöður eftir- litsins. Búnaðarsambönd hafa um- sjón með gæðastýringunni heima í hémðum, þ.e. söfnun og yfirferð skýrsluhaldsgagna, umsjá með út- tekt á landnýtingu og umhirðu. Utfærsla og samræming úttektar á landnýtingu er í umsjá Landgræðslu nkisins. Framkvæmd úttektar á um- hirðu er í umsjá þjónustudýralækna en dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Yfirdýralæknisembættinu sér um samræmingu. Hvað fær maður út úr þessu? Fyrst og fremst fá menn öflugt gæðakerfi til að vinna eftir, sem skapar jákvætt aðhald í þeim þátt- um sem mynda grunn að árangurs- ríkri hrossarækt. Þá fæst út úr þessu ákveðinn gæðastimpill sem hægt er að nýta sér við markaðs- setningu hvort heldur er á hrossum eða þjónustu tengdri hrossahaldi. Sá gæðastimpill leiðir einnig í víð- ara samhengi til jákvæðrar ímyndar hrossaræktarinnar og kemur því greininni í heild til góða. Hvað kostar þetta? Ekki er um að ræða beint gjald fyrir þátttöku í skýrsluhaldinu nema hvað örmerkjavottorðin kosta 100 krónur stykkið. Gjald fyrir úttekt á landnýtingunni er nú 10 -20 þúsund krónur á ári eftir stærð jarðar og aðstæðum. Ekki er alveg ljóst hvað vinna við staðfest- ingu dýralækna á virku gæðakerfi í umhirðu kemur til með að vera mikil, það kemur í ljós eftir þessa fyrstu tilraun í vor. Aætlanir gera þó ráð fyrir 2-4 tímum í allt og eitt- hvað er misjafnt hvað þjónustu- dýralæknar verðleggja vinnustund sína á. Hér er bara verið að velta fyrir sér beinum kostnaði hrossa- ræktanda af því að taka þátt í gæða- stýringunni. Auðvitað getur síðan fylgt því kostnaður að búa svo um að hrossaræktarbúið standist kröf- umar. Vel rekið bú ætti þó ekki að bera mikinn aukakostnað. Tímaplan fyrir hrossarækt- anda sem hyggst hefja þátttöku í kerfinu árið 2001. Miðað er við að hrossarœktandi sé búinn að láta grunnskrá öll sín hross í skýrsluhaldið. Ef svo er ekki er honum bent á að snúa sér til búnaðarsambands ogfá ráð. 01.03.2001: Stóðhestaskýrslur eða fangvottorð fyrir árið 2000 komnar inn til skráningar hjá bún- aðarsambandi eða BÍ 01.07.2001: Búið að hafa sam- band við búnaðarsamband og biðja um úttekt á landnýtingu 15.08.2001: Úttekt á landnýtingu hefst og stendur yfir fram á vetur eftir árferði. 31.10.2001: Hálfútfylltar fang- og folaldaskýrslur, búskýrslur og afdrifaskýrslur ársins 2001 komnar til skýrsluhaldara 15.11.2001: Hrossaræktandi hef- ur haft samband við sinn dýralækni og lagt fram áætlun um fóðrun og beit, orma- og lúsavamir og hóf- hirðingu. Hrossaræktandi hefur framkvæmt holdastigun á öllum hrossum. 31.12.2001: Fang- og folalda- skýrslur og afdrifaskýrslur ársins 2001 komnar inn til skráningar hjá búnaðarsambandi eða BI 01.03.2002: Vottorð um einstakl- ingsmerkingar folalda fæddra árið 2001 komin inn til skráningar hjá búnaðarsambandi eða BÍ 01.05.2002: Eftirlit með að gæðakerfi í umhirðu sé virkt hefst og stendur yfir fram í byrjun júní. 30.06.2002: Viðurkenningar BÍ um gæðastýringu í hrossarækt veittar 15.09.2002: Úttekt á landnýtingu hefst og stendur yfir fram á vetur eftir árferði. 31.10.2002: Hálfútfylltar fang- og folaldaskýrslur, búskýrslur og afdrifaskýrslur ársins 2002 komnar til skýrsluhaldara ásamt með Skráningarvottorðum fyrir öll fol- öld fædd árið 2001 sem uppfylla kröfur um Gæða-skýrsluhald. 42 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.