Freyr - 15.12.2000, Side 43
Gœðastýring
í hrossarækt, landvottun
Aðdragandi
Þegar gerð er grein fyrir land-
nýtingarþætti gæðastýringar í
hrossarækt er nauðsynlegt að rifja
upp aðdraganda málsins. Eftir að
framleiðslutakmarkanir voru settar
á í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu
um 1980 fjölgaði hrossum ört í
landinu. Bændur reyndu að bæta
sér upp tekjumissi vegna minnk-
andi framleiðslu mjólkur- og dilka-
kjöts með ýmsu móti. M.a. fjölg-
uðu þeir hrossum ört og hrossaeign
þéttbýlisbúa óx einnig umtalsvert.
Árið 1982 voru 53649 hross í land-
inu, árið 1990 voru þau 71693 tals-
ins og 77330 í árslok 1999. Flest
voru þau árið 1986, 80518. Mark-
aðir fyrir lífhross reyndust tak-
markaðir og fylgdu engan veginn
hrossafjölguninni eftir. Hrossa-
kjötsneysla dróst saman og kjöt-
verð lækkaði jafnframt um 48% til
framleiðenda á tímabilinu 1983-
1996.
Hrossafjölgunin varð til þess að
beitarálag jókst umtalsvert og al-
varlegum ofbeitartilfellum fjölg-
aði. Notkun rafgirðinga um hrossa-
haga varð til þess að auðveldara
varð að nauðbeita einstök beitar-
hólf og svokölluð geymslu- eða
sveltihólf fyrir brúkunarhross urðu
algengari. Landgræðsla ríkisins fór
að hafa afskipti af fjölgandi ofbeit-
artilfellum, hestamenn og landnot-
endur gerðu sér ljóst að í óefni
stefndi ef ekki kæmi til bætt beitar-
menning og aukið landlæsi. Til að
fá betri yfirsýn yfir vandann gerði
Landgræðslan forkönnun á ástandi
hrossahaga á árunum 1995 og '96.
Könnunin var gerð í samráði við
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Félag hrossabænda, Landsamband
hestamannafélaga, Bændasamtök
Islands, Bændaskólann á Hvann-
eyri, landbúnaðar- og umhverfis-
eftir
Bjarna
Maronsson,
héraðs-
fulltrúa hjá
Landgræðslu
ríkisins
ráðuneyti og hlutaðeigandi búnað-
arsambönd og sveitarstjórnir.
Könnun þessi leiddi í ljós mjög al-
varleg ofbeitartilfelli af völdum
hrossa, aðallega á Suðurlandi og í
Skagafirði, þó að slæm tilfelli
fyndust um allt land. Síðan niður-
stöður þessar lágu fyrir hefur Félag
hrossabænda lagt mikla áherslu á
bætta beitarmenningu meðal
hrossabænda og stutt Landgræðsl-
una í starfi sínu að beitarmálum.
Afkoma hrossaræktarinnar hefur
verið slæm hin síðari ár og er
gæðastýringarferlinu m.a. ætlað að
skapa sóknarfæri fyrir þá hrossa-
bændur sem stunda þessa búgrein
af alúð.
Gæðastýringin
Fagráð í hrossarækt hefur unnið
markvisst að gæðastjórnun í
hrossarækt um nokkurt skeið. Einn
þáttur þeirrar vinnu hefur beinst að
vistvænni nýtingu hrossahaga.
Rányrkja beitilands er hvergi
ásættanleg við nútíma aðstæður og
jafnframt eru gerðar æ meiri kröfur
um að uppruni landbúnaðarvara,
hverju nafni sem þær nefnast, sé
rekjanlegur og þær framleiddar við
vistvænar aðstæður. I raun er
gæðastýring og gæðavottun fram-
leiðslu aðeins staðfesting þess að
hlutimir séu í lagi hjá viðkomandi
framleiðanda. Það er því fullkom-
lega eðlileg krafa þeirra, sem hafa
sín mál í lagi, að þeir fái staðfest-
ingu á því með formlegum hætti.
Fagráðið leitaði til Landgræðslu
ríkisins um að þróa vottunarkerfi til
staðfestingar á vistvænni landnýt-
ingu þeirra hrossaræktenda er þess
óska. Fagráðið lagði áherslu á að
kerfið þyrfti að vera einfalt, ódýrt
og skilvirkt. Jafnframt óskaði fag-
ráð eftir því að Landgræðslan sæi
um sjálfa vottunina og að landnot-
endum yrði gefinn kostur á að fá
fyrstu jarðirnar metnar árið 2000.
Landgræðslan mótaði því vinnu-
reglur til að meta landnýtingu
hrossahaga og hélt samhæfingar-
námskeið fyrir starfsfólk sitt að
Hólum í Hjaltadal dagana 11. og
12. júlí sl. Um leið urðu Hólar
fyrsta jörðin sem metin var skv.
þessu vottunarkerfi. Alls voru
metnar 23. jarðir á árinu 2000 og
hlutu flestar vottun. Reglur þær
sem Landgræðslan vinnur eftir við
landmatið eru að mestu leyti
byggðar á rannsóknum Borgþórs
Magnússonar, sérfræðings hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og samstarfsfólks hans, á hrossa-
beit. Þessar reglur byggja á sjón-
mati á beitarástandi landsins og
greinanlegum gróður- og rofein-
kennum, þ.e. landlæsi. Reynsla
starfsfólks Landgræðslunnar af
vottunarstarfínu sýnir að þótt vott-
unarreglunar séu nokkuð rúmar,
taka þær á beitarvandamálum séu
þau fyrir hendi. Landnotendur ættu
ekki að hika við að fá land sitt met-
ið þótt þeir séu í efa um að land
þeirra standist gerðar kröfur. Að
matinu loknu kemur í ljós hvað
mætti betur fara í landnýtingu á
viðkomandi jörð. Standist jörðin
ekki landmatið er eitthvað það að
varðandi landnýtinguna, sem tví-
mælalaust er hagur bóndans að
FREYR 13-14/2000-43