Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 46

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 46
vottun, að landið skal njóta vaf- ans. Viðmiðanir Astandseinkunn í beitarhólfi verður aldrei betri en einkunn fyrir rofdfla nema land sé í uppgræðslu. Aðrir þættir í ástandsmati geta lækkað einkunnina. Land sem er að hluta til í mjög slæmu ástandi eða óbeitarhæft fyrir hross að mati vottunaraðila vegna jarðvegsrofs og/eða brattlendis get- ur fengið vottun sé þetta land frið- að fyrir hrossabeit eða að nýting þess hamlar ekki eðlilegri gróður- framvindu og bata landsins að mati vottunaraðila enda fari þar jafn- framt fram landbótaaðgerðir. Lítt grónir melar eiga ekki að draga úr möguleikum á að land hljóti vott- un, enda séu önnur atriði í lagi og ekki virkt jarðvegsrof í gangi á melum eða í jöðrum þeirra. Vottunareiningar Rœktað land. Tún sem nýtt eru til beitar. Geta einnig verið nýtt til slægna. Oþarfí er að votta tún sem eingöngu eru notuð til slægna. Vottunarþegi fær ekki vottun ef: a) meira en 3 ha. fara í fl. 3. b) 1 ha. eða meira fer í fl. 4. Úthagi. Átt er við óræktað land, áborið eða óáborið, girt eða ógirt. Vottunarþegi fær ekki vottun ef: a) 20% eða meira af landinu fer í fl. 3. b) 5% eða meira af landinu fer í fl. 4, þó aldrei meira en eitt beitar- hólf. c) Brattlendi fær ekki vottun fari það í flokk 3. Sérstök álagssvæði í úthaga, s.s. gjafarsvæði eða umferðarsvæði, þurfa ekki að hafa áhrif á ástands- einkunn beitarhólfs enda sé það mat vottunaraðila að umfang svæð- is sé innan eðlilegra marka. Þau skulu þó aldrei vera meira en 5% af heildarstærð vottunareiningar. Geymsluhólf. Hér er átt við af- mörkuð hólf sem eingöngu eru not- uð fyrir brúkunarhross. Þau geta verið á ræktuðu landi eða úthaga en skulu metin sem sérstök vottunar- eining. Þau geta verið allt að 3 ha. að stærð. Þau geta ekki hlotið lak- ari einkunn fyrir rofdfla en 3 þó heildareinkunn sé lakari. Geymslu- hólf mega ekki vera staðsett í halla, brattlendi eða rofsæknu landi. Afréttir. Lr. heldur skrá yfir af- réttir, sem vottunarhæfar teljast að mati sérfræðinga hennar og Rala. Árlega skal ástand þeirra metið af vottunaraðilum. Umráðamenn af- réttanna þurfa að hausti að leggja fram tölur yfir þann fjölda hrossa er gekk á viðkomandi afrétt yfir sumarið, lengd beitarartíma og einnig að leggja fram nýtingaráætl- un fyrir næsta ár. Vottunargögn og ferli vottunar. Vottunarþegi sendir viðkomandi búnaðarsambandi skriflega um- sókn um vottun á landi sínu fyrir 1. júlí ár hvert. Umsókninni skulu fylgja jarðarupplýsingar Nytja- lands. Séu þær ekki fyrir hendi þarf að fylgja jarðarkort eða loftmynd af beitarlandi umsækjanda þar sem stærðir landsins komi fram eða séu mælanlegar. Loftmyndir þurfa að vera í mælikvarðanum 1:4.000 - 1:8.000. Landamerki og girðingar þurfa að vera merkt inn á loft- myndir, auk annara atriða er skipta máli vegna landnýtingar, s.s. stærð einstakra beitarhólfa. Sé um leigu- land að ræða þarf að fylgja vott- festur leigusamningur. I umsókn þarf að koma fram fjöldi og aldurs- skipting hrossastofnsins. Nægjan- legt er að leggja myndgögnin fram við upphafsvottun en viðbótargögn þarf að leggja fram verði breyt- ingar á vottunaraðstæðum. Gangi hross vottunarþega óhindruð í land annarra en vottunarþega, án þess að um formlega leigu sé að ræða, skal það land einnig vottað. Sömu kröfur um myndgögn eru gerðar vegna þess lands, auk yfirlýsingar umráðamanns viðkomandi lands, þar sem fram komi að vottunarþegi hafi beitarleyfi í landið. Fái vott- unarþegi ekki vottun á land sitt vegna ástands þess skal næstu um- sókn hans um vottun fylgja stað- festing þess að hann hafi sótt nám- skeið í nýtingu hrossahaga og land- læsi hjá einhverjum eftirtalinna stofnana: Landgræðslu ríkisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri eða Hólaskóla. Þeim vottunarþegum, sem ekki fá vottun á land sitt, skal innan tveggja mánaða frá vottunardegi, send skrifleg greinargerð um þær úrbætur er þeir þurfa að gera til að hljóta vottun á landi sínu. Hrossaræktandi, sem hefur ekki yfir landi að ráða en er með hross sín í hagagöngu í landi annarra, get- ur sótt um vottun á því landi, enda liggi fyrir sömu gögn og krafist er við aðra vottun. Að auki þarf að liggja fyrir skriflegur hagagöngu- samningur og leyfi umráðamanns landsins fyrir vottun á landinu. Kostnaöur og gjaldskrá Landgræðslan sér um fjárreiður vottunarstarfsins og leggur fram gjaldskrá sem Fagráð í hrossarækt samþykkir. Skal hún endurskoðuð árlega. Vottunarþegar bera kostnað af vottuninni. Annað Haustið 2000 var landnýting vottuð í fyrsta sinn eftir þessu gæðastýringarkerfi. Reynslan af þeirri vinnu verður metin og rædd af Fagráði hrossaræktar, Land- græðslustjóra og starfshópi þeim er sér um vottunina. Vottunarkröfur og vottunarferli verði endurskoðað og lagfærðingar gerðar þannig að kerfið þjóni tilgangi sínum sem best. 46 - FREYR 13-14/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.