Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 8
Mynd 1. Lömb af Romney-kyni.
m.a. með tilliti til staðhátta, heil-
brigðis o.fl. Ef hægt væri að tala um
eitt sameiginlegt kynbótamarkmið,
værí það hagnaður.
Því var lýst hvernig ræktunin
byggðist áður á tiltölulega fáum
ræktendum, sem seldu hrúta dýrurn
dómum. Síðan fóru fleiri og fleiri
bændur að rækta með því að velja
bestu æmar í sérstakan ræktunar-
kjama og halda yfir þær skýrslur. í
þessa kjama fara gjaman ær sem
eru fæddir tvílembingar og séu þær
einlembdar tvö ár í röð er þeim
hent úr ræktunarkjamanum. Rækt-
unarbúin afkvæmarannsaka hrúta
með notkun ómmælinga (mæla
þykkt bakvöðva) og stigun í slátur-
húsum. Á einu búanna var okkur
tjáð að algengt flatarmál bakvöðva
væri 26-28 cm2 og taldi sá bóndi
að það hefði aukist um 20% á örfá-
um árum. Algengt er að fleiri
bændur taki sig saman um ræktun-
arstarfið, en einnig eru kynbætur
stundaðar af stórum fyrirtækjum.
Því miður fengum við ekki nógu
góða heildarmynd af því hvernig
sauðfjárkynbætur eru stundaðar.
Búskaparlag, heilbrigði o.fl.
Á Norðureyju er hrútum sleppt til
ánna um miðjan mars, einum hrút á
hverjar 50 ær að meðaltali. Sauð-
burður stendur frá miðjum ágúst
fram í september. Það er orðið al-
gengt að skoða æmar með ómsjá í
júní með tilliti til fangs og fóstur-
(Ljósm. Guðmundur Steindórsson).
fjölda og taka frá tvflembur og
fleirlembur annars vegar til að gera
betur við þær en hins vegar geldar
ær. Allt fé ber úti, en leitast er við
að hafa það á góðum haga um og
eftir burð. Á stærri búum er lítið
sem ekkert eftirlit haft með burðin-
um, enda vonlítið, þar sem æmar
skipta mörgum þúsundum en einn
til tveir menn sinna fénu. Það lifir
sem lifa vill, var okkur sagt, og að
burðarerfiðleikar væru litlir hjá
Romney fénu. Hrútlömb eru yfir-
leitt gelt um mánaðargömul og
dindill tekinn af, hvort tveggja með
gúmmíteygjuhringum. Algengt er
þó að blendingshrútlömb, sem
slátrað er fyrir miðjan desember,
séu höfð ógelt til að draga ekki úr
vexti og fá fituminni föll. Nýsjá-
lendingar eymamarka sauðfé með
líkum hætti og hér er gert.
Heilbrigðisástand þykir almennt
gott í nýsjálenskum landbúnaði.
Þar er þó að finna ýmsa sauðfjár-
sjúkdóma, sem meðhöndla þarf
við. T.d. er bólusett gegn blóðsótt,
stífkrampa, flosnýrnaveiki og
bráðapest (og e.t.v. fleiri clostridiu
sjúkdómum) með margföldu bólu-
efni. Gamaveiki er til en ekki bólu-
sett gegn henni. Alvarlegasti sjúk-
dómurinn (finnst ekki hér) er sk.
„facial eczema“, sem birtist í út-
brotum á höfði, en eyðileggur jafn-
framt lifrina. Miklu hefur verið
kostað til rannsókna á þessum sjúk-
dómi og reynt að rækta þol gegn
honum en með takmörkuðum
árangri. Á Nýja-Sjálandi er ekki
riða né heldur mæðiveiki í sauðfé.
Lömbum er gefið ormalyf á u.þ.b.
mánaðarfresti frá burði til slátrunar.
Fé er rúið tvisvar á ári og stóð
rúningur yfir á einu búi sem við
heimsóttum. Þar voru sex rúnings-
menn að verki og klipptu um 1.500
fjár á dag. Verktaki tók að sér rún-
inginn og fékk hann 57-60 kr. á
kind og sá jafnframt um að pakka
ullinni. Hann lagði til allan búnað,
þ.m.t. ullarpressu, sem pressaði ull-
ina saman í glerharða kantaða
balla. Rúningsmaðurinn fékk um
30 kr. fyrir kindina. Rétt er að taka
fram, að þetta fé er léttara en okkar,
miklu auðsveipara í meðhöndlun
og ullin mjög greið, myndar ekki
samfellt reyfi.
Rúningur, reglubundin lyfjagjöf,
girðingarvinna, framræsla o.fl. er
almennt unnin af verktökum þótt
ekki sé sú regla algild.
Verðlag og afkoma
Ullar- og skinnaverð er og hefur
verið mjög lágt. Bóndinn er nú að fá
um 110-120 kr. fyrir kg af Romney
ull, en kindin gefur um 5 kg á ári.
Fyrir Merínóull fæst mun hærra verð
eða 280-340 kr. á kg. Því er spáð að
gæruverð hækki um 10-15% milli
ára og ullarverð stígi einnig.
Kjötverð er nú hærra en verið
hefur um allmörg ár. í nóvember
voru bændur að fá 125-150 íkr./kg
af dilkakjöti, en það verð lækkar
eitthvað, þegar kemur fram í des-
ember-janúar, en þá er slátrun í
hámarki. Því var spáð í haust að á
afurðaárinu 2000-2001 fái bændur
að meðaltali urn 1800-1900 kr.
fyrir lambið og er þá miðað við 16
kg fallþunga.
Ekki verður sagt nákvæmlega til
um afkomu sauðfjár- og nauta-
bænda af þeim gögnum, sem við
fengum. Þó virðist sem meðalbúið
í ár skili 1,8-2 millj. kr. fyrir skatt,
en það er upp í laun eigenda og nið-
urgreiðslu skulda, en búið er að
draga frá vaxtagreiðslur og afskrift-
ir. Til að bera saman við Island
8 - FR6VR 6-7/2001