Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 9

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 9
verður að hafa í huga að verðlag er trúlega nálægt því helmingi lægra og jafnframt kom fram að talsverð einkaneysla færðist til gjalda í bú- reikningum (bíll, sími, póstur, tölva, o.fl.). Þannig taldi einn bóndi, sem við hittum, að hver króna í tekjum bænda samsvaraði um 1,40 kr. í tekjum launþega. Sauðfjárbóndi, sem við heimsótt- um og er með bú sem svarar til 16.000 fjár, hafði í fyrra um 25 milljónir kr. í brúttótekjur og taldi að þar af hefði 1/5 verið nettó eða um 5 millj. kr. Hann bætti því við að árin á undan hefði reksturinn verið í jafnvægi. Samtök sláturhúsa og kjötvinnslna (NZ Meat Industry Association) Þessi samtök hafa innan sinna vébanda 35 kjötfyrirtæki, sem öll eru í vinnslu kjöts og útflutningi. Þau eru með 100% af útflutningi kindakjöts og 95% af nautgripa- kjöti. Öll þessi fyrirtæki eru hluta- félög en flest að verulegu leyti í eigu bænda. Samtökin hafa tíu manns í starfí og sinna hvers kyns hagsmunamálum fyrir greinina, samskiptum við stjómvöld og ekki síst málefnum er varða markaðsað- gang erlendis. T.d. hafa þau verið upptekin af baráttu gegn nýlegum vemdartolli Bandaríkjanna á inn- flutt lambakjöt. Miklar breytingar hafa orðið í slátrun og kjötiðnaði á síðari ámm. Fyrir 15 ámm voru meðalafköst við slátmn 3200 lömb á dag, og þá unnu um 60 manns á sláturlínunni. Nú eru meðalafköstin um 5000 lömb á dag með 30 manns, en unnið á tveimur vöktum. I einu nýju sláturhúsi er slátrað 5000 lömbum á dag, en þar em 13 manns á línunni og unnið er á 2Vi vakt, 20 tíma á dag. Fyrir 15 árum unnu 30 þús. manns í kjötiðnaði, og þá var um 80% af dilkakjöti flutt út sem frosnir skrokkar. Nú vinna 19 þús. manns og þar af um helmingur við frekari úrvinnslu. I dag em einung- is 10% flutt út í heilum skrokkum en 90% í neytendapakkningum. Útflutningur á ófrosnu kjöti vex stöðugt og verður um 30 þús. tonn í ár. Engin leið var að fá uppgefmn sláturkostnað og samkeppnisástæð- um borið við. Heilbrigðis-/hreinlætiskröfur eru sagðar mjög stífar í útflutningshús- um og það svo að ESB mun ekki sjá ástæðu til að senda eftirlits- menn. Sérstök hús em fyrir innan- landsmarkað, og þar eru kröfur vægari, t.d. er ekki gerð krafa um dýralækna við kjötskoðun. Um 60% af innanlandsneyslu er kjöt úr þessum húsum en 40% fellur til í útflutningshúsunum. Framleiðsluráð kjötfram- leiðenda (Meat New Zealand). Meat New Zealand eru samtök kjötframleiðenda og starfa á grund- velli laga frá 1997 (hét áður N.Z. Meat Board). Stjórnin er 13 manna, sjö fulltrúar bænda, fjórir frá kjötfyrirtækjum og tveir fulltrú- ar stjómvalda. Hlutverk ráðsins er að: * Auka eftirspurn eftir nýsjá- lensku kjöti. * Viðhalda trausti markaðar á öryggi og gæði. * Auka markaðsaðgang erlendis. * Stuðla að aukinni framleiðni. * Styrkja rannsóknir og þróun. * Stjóma úthlutun og nýtingu inn- flutningskvóta í markaðslöndum. Starfsemin er fjármögnuð með afurðagjaldi og vaxtatekjum. Afurðagjaldið er nú: * Lömb og fullorðið fé: 14 íkr/stk. * Kálfar: 14 íkr/stk. * Fullvaxta nautgripir: 126 íkr/stk. Gjaldið nemur um 0,7% af af- urðatekjum bænda. Stofnunin er að ráðstafa milli 1200 og 1300 millj. kr. til markaðsmála, rann- sókna, þróunar- og ráðgjafarstarfa árlega. Stofnunin rekur markaðsskrifstof- ur í Washington, London og Bmss- el, en er einnig með fulltrúa í Japan og Kóreu. Hún stendur fyrir kynn- ingarátökum og útgáfu kynning- arefnis um nýsjálenskt kjöt og berst fyrir bættum markaðsaðgangi. Árlegur útflutningur á kindakjöti er um 500 þús. tonn og tæplega það af nautakjöti. Um 92% af fram- leiddu lambakjöti er flutt út, 79% af kjöti af fullorðnu fé og um 80% af nautgripakjöti. Þama fengum við fyrirlestur um það, hvemig ýmsar vemdar- og styrktaraðgerðir annarra landa skaða Nýsjálendinga. T.d. var rak- in sú saga, að þegar mjólkurkvóti var settur á í ESB, hafi stóraukist nautakjötsframleiðsla, kjötfjall hlóðst upp og síðan var nautakjöt Mynd 2. Fjárhundur rekur til hóp af ám. í forgrunni má sjá dæmigerða girðingu. (Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir). FríVR 6-7/2001 - 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.