Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 13

Freyr - 01.05.2001, Page 13
2. mynd. Gjafagrind frá Vírneti - lengri gerð. Hér eru ærnar í miðjum klíðum við át- ið. Bilið milli jötustokks og jötubands er stillanlegt, eftir því hvort um er að ræða hyrnt fé eða kollótt, fullorðið fé eða gemlinga. (Ljósm. úr safni bútæknideildar Rala). mín/dag/100 kindur. í heildina væru þá heygjöf og önnur dagleg hirðing um 40 mín. á hverjar 100 kindur, eða 2 klst. á 300 kinda búi, þ.e. meðalbúinu í vinnuskýrslum HÞL, sem við skulum svo líta frek- ar á og skoða skiptingu vinnunnar við liðinn „sauðfé" eftir mánuðum (7. mynd). Þar má sjá að vinna við sauðfé yfir helstu innistöðumánuð- ina (nóv.-apr.) er á bilinu 95-120 tímar á mánuði. Þar af ættu skv. því sem rakið var hér að ofan varla að vera meira en 60-70 tímar á mán- uði við heygjöf og aðra daglega hirðingu. Það er dálítið erfltt að skýra allan þennan mismun, en hafa ber í huga að búin í vinnu- skýrslum HÞL þurfa ekki að vera sambærilegt úrtak og það sem not- að var við vinnumælingamar sem raktar hafa verið. Það er hins vegar alveg ljóst að fjárrag ýmiss konar, þar með talið flokkun fjár, lyfja- gjafir, vigtanir og merkingar, tekur upp töluverðan hluta af þessum tíma. Slík störf vega þó þyngst í haustmánuðunum september og október þar sem vinna við sauðfé, og þá væntanlega einkum fjárrag, er um 300 tímar samtals þessa tvo mánuði skv. vinnuskýrslum HÞL. Vinnan við sauðfé í maí skv. vinnuskýrslunum er um 300 tímum meiri heldur en meðaltal annarra innistöðumánaða. Að teknu tilliti til þess einnig að það eru rúmir 200 tímar skráðir á sauðfé í júní má áætla að það séu um 400-500 tímar á ári sem geta flokkast undir sauð- burðarvinnu. Þá er ekki talin með grunnvinnan við gjafir og önnur dagleg verk. í samræmi við það sem að ofan hefur verið rakið mun í framhaldinu einkum verða fjallað um hagræð- ingarmöguleika varðandi þrjá stóra vinnuliði á sauðfjárbúum, þ.e.: * Vinna við fóðrun og aðra dag- lega hirðingu. * Vinna við sauðburð. * Vinna við ýmiss konar fjárrag. Tveir fyrsttöldu liðimir virðast taka um 400-500 tíma hvor á ári á 300 kinda búi. Síðasttaldi liðurinn er örugglega ekki langt undan þó minna liggi fyrir um það. Vinna við fóðrun og aðra daglega hirðingu Ein meginástæðan fyrir út- breiðslu rúllutækninnar hlýtur, eins og áður sagði, að vera vinnu-hag- ræðing við heyskap, þ.e. meiri af- köst og ekki síður sveigjanleiki, sem líklega hefur í það heila tekið leitt til betri fóðurverkunar þó að ekkert sé algilt í því efni. Þessi hag- ræðing náði hins vegar ekki inn í fjárhúsin til að byrja með. Burður á 3. mynd. Gjafagrind frá Vírneti - lengri gerð. Jötustokkur er hér í neðstu stillingu og grindin gengin saman og ærnar hafa lokið við rúlluna. (Ljósm. úr safni bútæknideildar Rala). FR6VR 6-7/2001 - 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.