Freyr - 01.05.2001, Side 15
4. mynd. Kjarnfóðurgjöf í hringlaga trog. (Frumhöfundur að
mynd er ókunnur, en Jón Trausti Steingrímsson staðfærði
hana).
8,3%. Af þessum 1000 kr/kind,
sem við gáfum okkur að væri mis-
munur á stofnkostnaði gjafagrindar
og garða, þá er þessi greiðslubyrði,
eða árlegur útgjaldaauki, því 83 kr.
á kind að meðaltali á ári, skv. þum-
alfingur-reiknireglum. A 600 kinda
búi eru það 49.800 kr. á ári. Áður
höfðum við sagt að það væru 400
tímar á ári sem spöruðust við hey-
gjafir, miðað við að nota gjafa-
grindur í stað garða. Með því að
deila 49.800 krónum niður á 400
tíma fáum við út töluna 125 kr.,
sem er þá það tímakaup sem menn
þurfa að hafa á þeim tíma sem
sparast til að mæta þeim kostnaði
sem er við vinnuhagræðinguna.
Hagkvæmnin ætti því að vera
augljós fyrir þá sem á annað borð
geta nýtt hinn sparaða tíma til
einhverrar verðmætasköpunar.
Brynning, kjarnfóðurgjöf o.fl.
Brynning er einn af fáum vinnu-
liðum á fjárbúinu sem má gera nán-
ast alveg sjálfvirkan með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði. Mismun-
andi lausnir eru í boði, s.s. ýmsar
gerðir brynningarskála, og rör eða
rennur úr plasti, steini eða jámi sem
vatnsyfirborði er haldið jöfnu í með
flotholti (eins og í klósettkassa).
Um þessar lausnir þarf ekki að fjöl-
yrða. Vinnan við brynn-ingu, þar
sem engin slík tækni er notuð held-
ur látið renna með slöngu í dalla
hér og þar í húsunum, reyndist skv.
vinnumælingum Grétars Einars-
sonar (1976) um 3 mín/dag/100
kindur, sem þýðir þá um 18 mín.
dag á 600 kinda búi eða 60 klst. á
ári m.v. 200 daga innistöðu. Þá er
eftir að gera ráð fyrir að sé engin
sérstök tækni notuð við brynningu
má gera ráð fyrir að brynning á
sauðburði taki 1-2 klst. á dag á
meðalbúi (Grétar Einarsson 1978).
Því má vafalítið gera ráð fyrir að á
600 kinda búi geti vinnuspamaður-
inn við það að hafa brynningu al-
gerlega sjálfvirka numið um 100
klst. á ári. Tæknivæðing á þessu
sviði má því kosta eitthvað.
I fjárhúsum, þar sem hefðbundnir
garðar eru, þá er
kjarnfóður yfir-
leitt gefið í þá.
Þar sem eru
gjafagrindur
gengur þetta auð-
vitað ekki. Þetta
hafa flestir leyst
með því að smíða
rennur úr timbri
sem festar eru
utan á stíumilli-
gerðir og/eða
veggi. Þetta er til-
tölulega einfalt,
en helsti ann-
markinn er sá að
oft vill verða
troðningur og
ekki mjög þægilegt fyrir fjármann-
inn að sinna verki sínu ef hann þarf
að fara niður í stíuna til að gefa
kjamfóðrið. Þetta er þó engin frá-
gangssök í ljósi þess hve kjarnfóð-
urgjöf er orðin lítil hjá sauðfé og
bundin við stuttan tíma. Þægilegra
væri þó að gefa kjamfóðrið ofan
frá, sem má hugsa sér ef einhvers
konar loftbrú væri höfð yflr stíun-
um. Ekki er endilega víst að best sé
að gefa kjamfóðrið í rennur, pláss-
nýting væri t.d. betri með því að
gefa það í hringlaga trog. Þetta er
nokkuð sem þarf að athuga nánar,
en skiptir e.t.v. ekki neinum sköp-
um varðandi vinnumagn á sauðfjár-
búum.
Vinna við sauðburð
Vinnuálagið á sauðburði er án
nokkurs vafa einn af allra stærstu
flöskuhálsunum varðandi mögu-
lega stærð sauðfjárbúa. Ekki er síð-
ur mikilvægt að hafa í huga að
minnkað vinnuálag á sauðburði við
ýmis föst verk eykur þann tíma sem
er til ráðstöfunar til eftirlits og að-
hlynningar áa og lamba, sem getur
haft bein áhrif í þá átt að minnka
lambavanhöld. Einnig er verðmæt-
ur sá spamaður á vinnu við sauð-
burð sem leiðir til þess að fyrr er
hægt að vinna önnur vorverk, s.s.
áburðardreifingu.
í vinnurannsóknum Grétars Ein-
arssonar (1978) kom í ljós að vinna
við sauðfé í maímánuði var allt frá
0,5 til 4,1 klst/kind (meðaltal 1,22
klst/kind). Breytileikinn er sem
sagt afar mikill. Vinna á kind skv.
þessari úttekt minnkaði heldur eftir
því sem búin voru stærri, en jókst
eftir því sem frjósemi ánna var
meiri. Nákvæmar vinnumælingar á
tveimur stórum búum, þar sem að-
staða var tiltölulega góð, sýndu að
vinna við fóðrun og brynningu var
um fjórðungur vinnunnar. Næstum
því jafn stór hluti tímans, eða rúm
22%, fór í flutninga á fénu innan
húss og utan. Tæp 30% vinnunnar
voru við ýmiss konar umönnun
fjárins, s.s. burðarhjálp, burðareft-
irlit, lyfjagjöf, sjúkraumönnun,
merkingar og skráningu, að venja
lömb undir, mjólka ær og gefa af
pela. Þessir liðir eru dæmi um
vinnu sem margborgar sig að gefa
sér nægan tíma í þó svo að öll hag-
ræðing, er gerir þá vinnu auðveld-
ari, sé að sjálfsögðu af hinu góða.
Á búi, þar sem vinnuaðstaða var
lakari en á þeim tveimur sem hér
var um rætt, fór um 9% tímans í að
setja upp stíur fyrir lambféð og
11-20% í brynningu. Hvort tveggja
eru þættir sem á sumum búum þarf
ekki að sinna á sauðburði, þ.e. þar
sem sjálfbrynning er og stíur upp-
settar áður en sauðburður hefst.
Ásamt vinnunni við fóðrun, sem
FR6VR 6-7/2001 - 15