Freyr - 01.05.2001, Page 25
Mynd 2. Fjöldi fæddra lamba og til nyjta að hausti 1999 í einstökum héruðum.
fæddra lamba. Þó að hlutfall af
geldum ám sé ekki hátt í saman-
burði við erlend sauðfjárkyn er það
samt of hátt í samanburði við það
sem áður hefur verið.
Á 2. mynd má sjá yfirlit um með-
alfrjósemi og lambafjölda ánna að
hausti í einstökum sýslum. Eins og
ætíð er talsverður munur í þessum
efnum eftir héruðum þó að sá mun-
ur sé orðinn minni en hann var fyrir
tveimur til þremur áratugum. Frjó-
semi ánna er mest í Austur-Skafta-
fellssýslu þar sem fædd eru 1,86
lömb eftir ána að meðaltali og til
nytja koma 1,73 að hausti, I Norð-
ur-Múlasýslu eru fædd lömb 1,85
að jafnaði og 1,72 til nytja, í
Strandasýslu fæðast 1,84 lömb að
meðaltali en lambahöld eru þar
betri þannig að til nytja koma 1,74
lömb, sem er það besta sem gerist á
landinu haustið 1999. í Rangár-
vallasýslu eru fædd jafn mörg lömb
eftir ána og í Strandasýslu, en
lambahöld eru umtalsvert lakari því
að hausti koma 1,68 lömb að með-
altali eftir ána. I einstökum félög-
um er eins og 1. tafla sýnir enn
meiri frjósemi. Mest er hún í Sf.
Gaulverjabæjarhrepps með 1,99
lömb fædd og 1,83 til nytja, í Sf.
Kirkjuhvammshrepps eru lamba-
höld hins vegar betri þannig að þar
koma flest lömb til nytja eða 1,85
en fædd eru að meðaltali þar 1,95
lömb eftir ána.
Marglembuhlutfallið í einstökum
héruðum er sýnt á 3. mynd. Eins og
fram hefur komið var þetta hlutfall
nokkru hærra en árið áður en hins
vegar um leið jafnara á milli svæða.
Fyrir þennan þátt er breytileiki á
milli félaga margfaldur á við það
sem munur milli héraða sýnir. I
nokkrum félögum eru yfir 10%
ánna marglembdar. Flest eru þetta
félög með frekar fátt skýrslufært fé
en þar á meðal eru samt fjármörg
félög eins og Sf. Kirkjuhvamms-
hrepps með 10,8%, Sf. Austri í Mý-
vatnssveit með 11,6% og Sf. Borg-
arhafnarhrepps, þangað sem um-
talsverður fjöldi af þessum marg-
lembdu ám á ættir sínar að rekja en
í þessu móðurfélagi voru 10% ánna
marglembdar vorið 1999.
Vænleiki diika haustið 1999
Vænleiki dilka haustið 1999 var
mjög áþekkur og haustið áður. Eftir
hvetja tvflembu er reiknað kjötmagn
30,6 kg (30,8), einlemban skilar að
meðaltali 17,3 kg (17,3). Eftir
hverja á sem skilar lambi að hausti
reiknast því samtals 27,5 (27,7) kg
af dilkakjöti að jafnaði og eftir
hverja á sem lifandi var í byijun
sauðburðar er reiknuð framleiðsla
að meðaltali 25,8 kg (26,0). Tölur
um kjötmagn í skýrslunum miða við
blautvigt, þó að í miklu fleiri slátur-
húsum séu tölur í dag gefnar upp
sem þurrvigt. Hinni viðmiðuninni
hefur verið haldið hér vegna saman-
burðar við niðurstöður fyrri ára.
Á 4. mynd er geftð yfirlit um
þann mun sem er á milli héraða í
framleiðslu eftir hverja á. Eins og
ætíð þá er hann umtalsverður. Sam-
anburður við árið áður sýnir að af-
urðir eru yfirleitt minni vestan og
norðanlands en austanlands og víð-
ast á Suðurlandi. Þær eru þar þó
talsvert nteiri en haustið 1998. Þrátt
fyrir minni afurðir í Strandasýslu
haustið 1999 en árið 1998 eru þær
þar eftir sem áður þær mestu á land-
inu. Þar er tvflemban að skila 32,5
kg af dilkakjöti að jafnaði og eftir
hverja á sem skilar lambi að hausti
eru að fást 29,6 kg en eftir hverja á
er framleiðslan að meðaltali 28,6
kg. í Suður-Múlasýslu voru
næstmestar afurðir haustið 1999
með 27,7 kg eftir ána og í Norður-
Múlasýslu var meðaltalið 27,1 kg.
Með minni afurðum fækkar einn-
ig eðlilega félögum sem ná 30 kg
markinu en þau eru átta að þessu
sinni. Mestar eru, eins og stundum
áður, afurðir í Sf. Vallahrepps þar
sem fást 34,6 kg eftir ána á jafnaði.
%fleirlembna 1999
Mynd 3. Hlutfall af marglembum í fjárræktarfélögunum vorið 1999 flokkað eftir
héruðum.
FR6VR 6-7/2001 - 25