Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 27

Freyr - 01.05.2001, Side 27
Afurðir veturgamalla áa 1999 Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja vegurgamia á eftir héruðum haustið 1999. nema saman fari fádæma góð fóðr- un, ríkuleg beitilönd og mikil vaxt- argeta fjárins. Arangur hinna, sem eru á þessari töflu, er að sjálfsögðu einnig frábær. Vænleiki dilka er ekki eins feikilegur á búunum sem næst koma en frjósemi jafnvel enn meiri. I öðru sætinu er búið hjá Hjálmari og Guðlaugu á Bergsstöð- um á Vatnsnesi sem er ekki síður en búið á Skjaldfönn löngu landsfrægt fyrri frábærar afurðir. Þar er fram- leiðslan 36,7 kg að meðaltali en ær- in er að jafnaði að skila tveimur lömbum til nytja að hausti. í þriðja sæti er Asgeir Sveinsson í Innri- Múla á Barðaströnd. Meðaltalið þar er 34,8 kg eftir hverja á og Þor- steinn Kristjánsson á Jökulsá í Borgarfirði eystra kemur síðan með 34,7 kg að meðaltali. Þessi listi sýnir fyrst og fremst hve miklum afurðum er hægt að ná af íslensku sauðfé við góðar að- stæður þegar að búskap og fjárrækt er staðið af mikilli kunnáttu. Breyttar framleiðsluaðstæður á síð- ari árum gera það hins vegar að verkum að ekki kann að vera skyn- samleg viðmiðun fyrir alla fram- leiðendur að einblína á slíkt fram- leiðslumarkmið, að framleiða sem mest magn af kjöti eftir hverja á, eitt og sér. Það, sem flestir hljóta að keppa að, eru sem mestar nettótekj- ur eftir hverja kind. Mjög oft er að vísu full samsvörun á milli þess og mikilla afurða, en frá því koma einnig heilmörg frávik. Þröng markaðsstaða dilkakjötsins á seinni árum gerir sífellt meiri kröfur um að sauðfjárbændur hugi að öllum möguleikum til að auka fjölbreytni og sveigjanleika framleiðslunnar. Við slíkar aðstæður getur ein fram- leiðsluviðmiðun seint orðið það sem gildir fyrir alla. Um niðurstöðumar úr kjötmatinu í félögunum er fjallað í grein á öðr- um stað hér í blaðinu. Eins og áður eru upplýsingar um ullarmagn hjá ánum fremur fátæk- legar. Þessar upplýsingar eru að vísu fyrir hartnær helmingi fleiri ær en árið áður en samt ekki nema 988 og er meðaltalið þar 2,59 kg af ull eftir ána. Þetta er mjög líkt meðal- tal og árið áður. Veturgömlu æmar á skýrslum em eins og fram hefur komið samtals 39.035 en það er verulega meiri fjöldi en nokkm sinni áður hefur ver- ið í þessum aldurshópi. Ásetnings- gimbrarnar voru, eins og dilkar haustið 1998, aðeins léttari aðjafnaði en árið áður eða 40,5 kg (40,8) fyrir þann hóp sem hefur þessar upplýs- ingar skráðar bæði haust og vor. Eins og hjá fullorðnu ánum er það of lágt hlutfall en samt era þessar upplýsing- ar betur skráðar fyrir veturgömlu æmar en þær fullorðnu. Fóðmn er góð því að meðaltali er þynging þeirra yfir veturinn 11,0 kg (7,4). Frjósemi hjá veturgömlu ánum var meiri vorið 1999 en áður. Eftir hvem gemling, sem lifandi er á sauðburði, fæðast að jafnaði 0,80 lömb (0,76) og til nytja fást 0,68 (0,65). Góðu heilli lækkar enn hlut- fall þeirra gemlinga sem hafðir eru geldir en það vom samtals 6.331 eða 16,3% þeirra. Frjósemi þeirra sem áttu að eiga lamb er einnig öllu meiri en árið áður. Af þeim vom 5975 eða 18,39% geldir, 22.036 áttu eitt lamb eða 67,84%, 4.442 eða 13,67% voru tvílembdir og 30 gemlingar voru þrílembdir eða 0,09%, en slíkt mun nánast hafa verið óþekktur hlutur hjá íslensku sauðfé fyrir tveim áratugum. Vegna meiri fijósemi verður fram- leiðsla eftir hvem gemling einnig meiri en árið áður. Eftir hvern gemling, sem skilar lambi, fást 16,4 kg (16,4) að meðaltali, en eftir hvem gemling sem lifandi er í sauð- burðarbyrjun er framleiðslan að meðaltali 10,2 kg (9,8) sem skýrist fyrst og fremst af því að hærra hlutfalli þeirra var ætlað eiga lömb en áður. Á 5. mynd er sýnt hver framleiðsla eftir hvem gemling er í hverri sýslu. Þama má sjá að munur- inn á milli héraða eftir landsvæðum er hlutfallslega margfaldur hjá vetur- gömlu ánum í samanburði við full- orðnu æmar. Þama er framleiðslan mest á Vestijörðum og Vestur-Húna- vatnssýslu með Strandasýslu á toppnum eins og hjá fullorðnu ánum. I Strandasýslu fást 0,86 lömb til nytja eftir hvem gemling og framleiðslan þar er 13,9 kg af dilkakjöti að jafnaði. Nokkur stór bú ná því ár eftir ár að framleiða um eða yfir 20 kg af dilka- kjöti eftir hveija veturgamla á. Vem- lega ástæða virðist fyrir fjárbændur að huga enn meira að þessum þætti fjárbúskaparins en sumir virðast gera. Það hlýtur að skipta um- talsverðu máli hvort veturgömlu æm- ar em að skila 15-20 kg af dilkakjöti að jafnaði eða engri framleiðslu. í þessum efnum gleymist vafalítið stundum að vemlegir fjármunir em bundnir í bústofninum og ef hann skilar engum arði er hann hins vegar að safna upp kostnaði vegna þeirra fjármuna sem í honum em bundnir. Upplýsingar um ullarframleiðslu er að finna hjá 429 veturgömlum ám og er ullarmagn hjá þeim að jafnaði 2,04 kg. f R€VR 6-7/2001 - 27

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.