Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 28

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 28
Dóms- og matsstörfin í sauðfjárræktinni haustið 2000 Með hverju hausti hefur vinna við dóma, mælingar, mat og val á sauðfé farið vax- andi. Augljóst er að sú vinna, sem skipu- lögð var haustið 1998 í sambandi við skipulegar afkvæmarannsóknir í tengslum við nýtt kjötmat, hefur aukið bændum víða áhuga á rækt- unarstarfinu. Góðu heilli þá sjá menn víða þegar aug- ljósan árangur af þeirri vinnu, þó að þess sé eigi að vænta að hann aukist enn á næstu árum. Rúmum hálf- um áratug áður hafði tilkoma ómsjánna og mælinga með þeim gert alla vinnu í sambandi við einstakl- ingsmat enn áreiðanlegri en hún var áður. Hér í blaðinu er gerð grein fyrir helstu þáttunum í af- rakstri þessarar vinnu frá haustinu 2000. í grein um hrútasýningar, sem hér fylgir, er gerð grein fyrir dóm- um á veturgömlu hrútunum í hverju héraði. Þá er yfirlit um helstu niðurstöður úr afkvæmarannsóknunum og að síðustu eru dregnar saman niðurstöður um afkvæmi sæðingarstöðvarhrúta sem fram komu í lambaskoðun- um vítt um land haustið 2000. Víða um land er hefðbundið sýningahald að mestu aflagt en dómar víða unnir samtímis fyrir lömb og hrúta og oftar en ekki heima á einstökum búum. A sumum svæðum hafa ráðunautar tekið í notkun skrán- ingu á upplýsingum á fartölvu, jafnhliða dómstörf- unum. A þann hátt fást flestar niðurstöður strax á staðnum og koma þannig tvímælalaust að enn meiri notum strax. Þessa vinnu í sauðfjárræktinni önnuðust eins og áður fjölmargir aðilar. A svæði Búnaðarsamtaka Vest- urlands var vinnan undir stjóm Lárusar G. Birgissonar en honum til aðstoðar voru einnig Friðrik Jónsson og Guðmundur Sigurðsson. Þeir önnuðust, auk eigin Mon Vindrafstöðvum fjölgar Framleiðsla vindrafstöðva er að verða jafn ntikil- væg iðngrein í Danmörku og bílaframleiðsla í Þýskalandi og Frakklandi. Helmingur allra vindraf- stöðva í heiminum er nú framleiddur í Danmörku, en 12.000 Danir starfa nú við þessa framleiðslu. A síðustu sex árum hefur framleiðslan áttfaldast. Því er spáð að eftir 20 ár verði 10% af framleiðslu raf- magns í heiminum frá vindrafstöðvum. (Bondebladet nr. 18/2001). starfssvæðis, einnig dómstörf í Kjalarnesþingi, nema hvað Sigurjón Bláfeld, líkt og áður, dæmdi fullorðna hrúta á höfuðborgarsvæðinu, en Vestlendingar önnuðust þessi störf einnig í Austur-Barða- strandarsýslu. Á hinum hlutum af félagssvæði Bsb. Vestfjarða var Þorvaldur Þórðarson að störfum líkt og undangengin haust. Brynjólfur Sæmundsson hafði líkt og áður með höndum hin feikilega umfangsmiklu störf á þessu sviði á svæði Bsb. Strandamanna. í Húnavatnssýslu var óbreytt skipan starfsliðs frá fyrra hausti, Svanborg Einarsdóttir í vestursýslunni og Guðbjartur Guðmundsson í þeirri eystri. Jóhannes Ríkharðsson og Kristján Ottar Eymundsson unnu þessi störf eins og haustið áður í Skagafirði. Hjá Bsb. Eyjafjarðar voru Ólafur G. Vagnsson og Þórður G. Sigurjónsson með dómsstörfin. Á starfssvæði ráðunautaþjónustu Þingeyinga voru María S. Jónsdóttir og Ari Teitsson að störfum. Á Austurlandi voru Þórarinn Lárusson og Jón Atli Gunnlaugsson að störfum og Halldór Eiðsson stjómaði vinnunni í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Hjá Bsb. Suðurlands var vinnan mest hjá þeim stöll- um Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur og Höllu Eygló Sveinsdóttur með nokkurri aðstoð frá Jóni Vilmundar- syni og Guðmundi Jóhannessyni. Þar fór fram sam- dæming á bestu veturgömlu hrútunum, líkt og árið áður, eftir að sameiginlegum sýningum lauk og tók Jón Viðar frá BÍ þátt í þeim ferðum. Frá BÍ var Jón Viðar Jónmundsson við störf vítt um land þann mánaðartíma sem þessi vinna fer fram. I hans störfum hafði forgang að vera við störf þar sem skipulegar afkvæmarannsóknir vegna sæðing- arstöðvanna voru unnar en það var á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, Melum í Árneshreppi, Holti í Þistilfirði, Teigi í Fljótshlíð og Háholti í Gnúpverjahreppi. Auk þess var komið að störfum í Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi, í Reykhólsveit, Kirkjubólshreppi, allvíða í Vestur-Húnavatnssýslu, í flestum sveitum í Norður- Þingeyjarsýslu, mjög víða á Austurlandi, í öllum sveitum í Austur-Skaftafellssýslu og lítillega í Vestur- Skaftafellssýslu, auk samdæmingar bestu veturgömlu hrútanna á öllu Suðurlandi. Þeir sem að dómstörfum unnu á hverjum stað hafa tekið saman upplýsingar um hrútasýningarnar en Jón Viðar samræmt og skrifað sameiginlegan texta. Grunn- ur að grein um afkvæmarannsóknir er skrifaður af Jóni Viðar en yfirfarinn og færður til betri vegar af heimamönnum á hverju svæði. 28 - pR€VR 6-7/2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.