Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 30

Freyr - 01.05.2001, Page 30
 Kjósarsýsla Fremur takmörkuð þátttaka var í sýninga- haldi, sýndir samtals 22 hrútar en af þeim voru níu hjá fjáreigendum í Reykjavík og þeir auk þess flestir eldri hrútar, en 9 af 22 sýndum hrút- um voru eldri en vetur- gamlir. Þeir 13 vetur- gömlu hrútar sem dæmd- ir voru fengu allir I. verð- launa viðurkenningu og voru þeir 79,6 kg að þyngd að jafnaði. Á sameiginlegri sýn- ingu fyrir Kjós og Mos- fellssveit stóð efstur Kiði frá Kiðafelli en hann er í eigu Andrésar Olafssonar á Hrísbrú. Þessi hrútur er afar lágfættur með mjög holdugan aftuipart. Næst- ir í röð völdust Klaufi í Miðdal sem hefur áber- andi góð bakhold og Kollur á Kiðafelli sem er frá Heiðarbæ I í Þing- vallasveit. Kollur er hreinhvítur og jafnlaxinn hrútur. Borgarfjarðarsýsla Talsvert færri hrútar voru sýndir en árið áður eða 84 samtals og af þeim voru 9 eldri en vetur- gamlir. Veturgömlu hrút- arnir voru hins vegar vænni en árið áður eða 81,1 kg að meðaltali. Þetta var góður hópur því að 69 þeirra (92%) fengu I. verðlaun og hinir allir II. verðlaun. Af hrútum sunnan Skarðsheiðar dæmdist bestur Baugur á Ferstiklu undan Mola 93-986, hann er þroskamikill með góð- an frampart og læra- sterkur. í Skorradalshreppi voru hæst dæmdu hrút- arnir á Vatnsenda. Fyrst- an ber að nefna Pjakk Hnoðrason Hnoðrasonar (95-801) sem hefur feikna góða holdfyll- ingu á mölum og í lærum. Ljóri Ljórason (95-828) á Vatnsenda er frá Kópareykjum, hann hefur umfram annað góð malahold, hörð og góð bakhold ásarnt lítilli fitu. Skrekkur Sekksson (97-836) er síðan jafn- vaxinn og álitlegur hrút- ur. í Borgarfjarðarsveit voru hrútar ýmist skoðað- ir á sameiginlegum sýn- ingum eða heima á bæj- um. Á sýningu í Reyk- holtsdal var hæst dæmdur Bjartur frá Skáney en hann var jafnframt hæst dæmdi hrúturinn í Borg- arfjarðarhéraði og fimmti í röð hrúta á Vesturlandi, faðir hans er Skorri 95- 269. Bjartur er lágfættur holdahnaus með góðar útlögur og holdgróinn afturpart. Sama á við um Greifa 99-135 og Dindil 99-136 frá Kópareykjum en þeir voru með lakari ull. Greifi er undan Glaum Bútssyni (93-982) en Dindill er Molason (93-986). Hrútamir á fjárræktar- búinu á Hesti komu mjög vel fyrir og voru jafnbetri einstaklingar en þar hafa áður verið. Sekkssynimir Stjóri 99-064, sem er svartur, og Heggur 99- 065 eru báðir mjög öflug- ir og vel gerðir hrútar. Blómi 99-070 er lágfætt- astur hrútanna og saman- rekinn holdahnaus, en hann er sonur Nála 98- 057. Kobbi 99-071 er mjög þroskamikill og glæsilegur hrútur en ekki alveg jafn sterkur í læmm og þeir sem eru áður nefndir, en hins vegar ull- arbetri. Hann er sonur Dags 98-059. Mýrasýsla Sýningaþátttaka var aðeins lítið brot þess sem verið hafði haustið áður. Samtals kom til dóms 41 hrútur í sýslunni og voru fjórir þeirra eldri en vet- urgamlir. Veturgömlu hrútarnir voru heldur létt- ari en haustið áður eða 80,8 kg að jafnaði en flokkuðust ágætlega því að allir utan tveir þeirra fengi I. verðlaun (95%). Bestir dæmdust Þór 99- 070 frá Mel, sem er ákaf- lega jafn að allri gerð og hrútur frá Lundum nr. 99- 301 sem er útlögumikill og ágætur að holdfyll- ingu í mölum og lærum, þessi hrútur er frá Þor- bergsstöðum í Dalasýslu. Snæfellsnes Fjöldi hrúta sem kom til dóms á Snæfellsnesi var talsvert innan við helmingur þess sem var haustið áður. Samtals voru sýndir 106 hrútar haustið 2000 og voru 7 af þeim eldri en veturgaml- ir. Veturgömlu hrútamir voru ákaflega vænir, eða 84,1 kg að meðaltali, (eða vænni en hrútar á þessu svæði hafa nokkm sinni áður verið). Veturgömlu hrútarnir voru vel valdir því að allir nema fjórir þeirra fengu I. verðlaun og þessir fjórir allir II. verðlaun. Að vanda var stærsta sýningin á Vesturlandi í Kolbeinsstaðahreppi. Efstur þar í röðun skipað- ist Hringur 99-550 frá Tröð, en hann er gríðar þroskamikill, jafnholda og samræmisgóður, Hringur er undan Bakka 98-552 Galsasyni (93- 963), næstur honum stóð Pinni 99-563 í Hrauns- múla en hann er frá Stað- arhrauni undan Lurk. Pinni er fremur smágerð- Tyson 99-506, Syðri-Haukatungu, Kolbeinsstaðahreppi. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). 30 - FR€VR 6-7/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.