Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 32

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 32
frá Þorbergsstöðum, ákaflega jafn- og þétt- holda hrút undan Spak 98-273 Djáknasyni (93- 983) en Spakur dæmdist best á sama svæði í fyrra. í Laxárdal voru það hrútar á Sólheimum, sem vöktu mesta athygli, en þar komu til dóms 12 að- keyptir hrútar utan af Snæfellsnesi. Fyrstan skal nefna Núma 99-494 frá Mávahlíð undan Glanna 97-008, þessi hrútur er hreinhvítur sam- ræmisgóður og þéttholda hvar sem á hann er litið og var fjórði í röð vetur- gamalla hrúta á Vestur- landi sl. haust. Peli 99- 499 frá Hjarðarfelli und- an Sóma 97-639 var hæst dæmdi kollótti hrúturinn á Vesturlandi sl. haust og lenti í sjötta sæti á topp- hrútalista Vesturlands. Þessi hrútur er hreinhvít- ur með afar holdugan aft- urpart. Bekri 99-492 frá Mávahlíð undan Spak 93- 049 er einnig hreinhvítur og þéttholda. í öðrum sveitum Dala- byggðar skal geta Drumbs 99-721 á Breiða- bólsstað, undan Hnalli 96-785 Hnykkssyni (91- 958), þessi hrútur er jafn- vaxinn og þéttholda með þykkan og vel lagaðan bakvöðva. Frá Galtar- tungu kom á sýningu annar hæst stigaði koll- ótti hrúturinn á Vestur- landi í haust, hann er Glaumur 8-99-021 í Mávahlíð á Snæfellsnesi. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). ónefndur en undan Höska 96-616. Þessi hrútur er jafn að gerð ineð ágætlega þykkan bakvöðva. í Saurbæjarhreppi dæmdist bestur á sýningu hrútur nr. 99-594 frá Innri-Fagradal undan 96- 554 Hnykkssyni (91- 958), hann er rígvænn og þroskamikill með jafna og góða holdfyllingu en mældist í feitara lagi með ómsjá. Á Saurhóli var sýndur Kútur 99-369 undan Ljót 96-363 Hörvasyni (92-972), hann er afar lágfættur en fremur smár og stuttur, holdfylling er hins vegar injög góð, sérstaklega á mölum og baki en lögun bakvöðvans var með því besta sem sást á þessu hausti. Á sama bæ var einnig dæmdur Fífill 99- 371 undan Soldáni 96- 365 Hörvasyni (92-972) ágætlega holdfylltur og jafn að gerð. Barðastrandarsýslur Nokkru færri hrútar voru sýndir en haustið áður eða 113 nú og var fækkun þeirra öll í Reyk- hólahreppi því að í Vest- urbyggð voru dæmdir heldur fleiri hrútar en haustið áður. Af dærnd- um hrútum voru sjö eldri en veturgamlir. Vetur- gömlu hrútamir voru ríg- vænir, eða 84,2 kg að meðaltali, og voru 91 (86%) þeirra með I. verð- launa viðurkenningu. Frá Gautsdal kom eins og oft áður afar fönguleg- ur hrútahópur til dóms en tveir þeirra báru þó af. Svanur 99-102 undan Þór 98-103 er hreinhvítur með frábær bak-, mala- og lærahold og mældist hann með þykkastan bak- vöðva í A.-Barð. á þessu hausti en jafnframt með litla fitu. Mjaldur 99-103 undan Bjarti 98-104 er einnig hreinhvítur og með öflugan afturpart. Á Kambi skal einnig getið tveggja hrúta, sem eru Gylfi 99-432, hreinhvítur og ákaflega jafngóður að allri gerð og holdfyllingu, þessi hrútur er frá Hey- dalsá I og þar undan Rafti 98-563. Ullur 99-430 er frá Gautsdal undan Depli 97-106 frá Árbæ Hnyk- ilssyni (95-820), hann er hreinhvítur, samræmis- góður og með ágætan aft- urpart. I Árbæ voru sýndir, eins og oft, feikilega öfl- ugir hrútar, báru þar af tveir hrútar frá Smáhömr- um. Frakkur er ákaflega frískleg og hörkuleg kind með feikilega góða hold- fyllingu og góða ull. Frakkur er sonur Blika 96-457. Keli 99-047 er enn samanreknari kind og þéttholda, öflugur í lær- um, en ekki eins ullar- góður og mældist með óþarflega mikla fitu á spjaldhrygg. Keli er son- ur Hnoðra 96-837. Báðir þessir hrútar vom um og yfir 100 kg að þyngd. Kurteis 99-046 er mjög þéttbyggður og öflugur hrútur, heimaalinn sonur Laska 98-040. Tveir ágætir hrútar, hvítir og hymdir, fengnir frá Hvítuhlíð komu til sýningar í Reykhólasveit, þeir Laskur 94-494 á Borg og Fannar á Klukkufelli. Báðum er það sammerkt að vera prýðilega jafnvaxnir og Morgunn 99-019 í Mávahlíð á Snæfellsnesi. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). 32 - pR€YR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.