Freyr - 01.05.2001, Page 38
Hrútasýning var einnig
í vesturhluta Bárðardals.
Efstur í röð á þeirri sýn-
ingu var Biskup 99-451 á
Hlíðarenda, undan
Djákna 93-983, með 83,5
stig, annar var Haki 99-
075 frá Bólstað undan
Ljóra 95-828 með 83 stig
og Matrex 99-265 frá
Hlíðskógum undan
Mjaldri 93-985 var þriðji
í röð með 82,5 stig.
Annars staðar voru vet-
urgamlir hrútar skoðaðir
samhliða lambaskoðun,
þar sem þeir voru á staðn-
um og tími til skoðunar-
innar. Af hæst dæmdu
hrútunum í Suður-Þing-
eyjarsýslu má nefna þá
Drjóla 99-734 undan
Njóla 93-826 og Svan 99-
735 undan Mjaldri 93-
985 í Hriflu sem stiguð-
ust 85,5 og 85,0 stig.
Drjóli er afar þroskamikil
kind, 97 kg og jafnavel-
gerður í alla staði, með
gallalausa ull. Svanur er
sömuleiðis vel gerð kind,
með mjög góða ull. A
Ingjaldsstöðum var annar
Njólasonur, Kóngur 99-
457, sem stigaðist upp á
84,0 stig og var þriðji
hæst stigaði hrúturinn í
sýslunni, þroskamikill og
vel gerður í alla staði.
Sjö hrútar stiguðust
upp á 83,5 stig og 11
hrútar fengu 83,0 stig. Af
þessum hrútum má geta
hrúts í Torfunesi er Fífill
heitir en hann mældist
með þykkasta bakvöðv-
Svanur 99-025, Torfum, Eyjafjarðarsveit.
(Ljósm.Ólafur G. Vagnsson).
ann í S-Þing þetta haust-
ið, 41-9 og 4 í lögun, og
fékk 83,5 stig. Fífill er
undan Snar 97-671 sem
er sonur Galsa 93-963.
Norður-
Þingeyjarsýsla
Talsvert fleiri hrútar
komu til dóms á sýning-
um í sýslunni en haustið
áður eða samtals 173
hrútur og voru það allt
veturgamlir hrútar. Þeir
voru nokkru vænni en
haustið áður, eða 81,5 kg
að meðaltali, og fengu
156 (90%) þeirra I. verð-
laun, sem er hlutfallslega
örlítið lakari útkoma en
haustið áður.
í Kelduhverfi má ekki
koma saman með hrúta,
en þeir dæmdir heima á
bæjum þar sem þess var
óskað. Þar bar af hrútur
á Hóli, undan Sunna 96-
830, er Ljómi 99-688
heitir og var hann jafn-
framt metinn sem best
gerði hrúturinn í Norður-
Þingeyjarsýslu haustið
2000, með 84,5 stig, óm-
mæling 40-3 og 4 í lögun
á bakvöðva. Hann er
frekar lágfættur, vel
gerður í alla staði nema
ullin heldur gulkuskotin.
Hálfbróðir hans í Mörk,
Kóngur 99-551, einnig
undan Sunna 96-830
stigaðist upp á 84 stig,
heldur háfættari en engu
að síður vel gerður og
ullin gallalaus. Þriðji
hæst stigaði hrúturinn í
hverfinu var Blær 99-
202 á Grásíðu en hann er
undan Blóma 96-695 frá
Hagalandi, mjög rækt-
arleg kind.
1 Öxarfirði var ágæt
sýning og góður hrúta-
kostur. Helgi Valur í
Gotti 99-025, Laufási, Grýtubakkahreppi.
(Ljósm.Ólafur G. Vagnsson).
Hafrafellstungu átti tvo
mjög efnilega hrúta und-
an Möttli 94-827 sem
heita Sökkull 99-231 og
Stöpull 99-232. Báðir eru
þeir lágfættir og vel gerð-
ir með þykka vöðva en
Sökkull stendur þar samt
talsvert framar. Á Ærlæk
voru ágætir hrútar, sér-
staklega Naggur 99-112,
sem er frá Helga Val en
einnig Falur 99-114. Báð-
ir em þessir hrútar mjög
þéttvaxnir og ræktarlegir.
Bragur 99-102 hjá Karli í
Hafrafellstungu er
þroskamikill vel gerður
og vöðvastæltur hrútur
undan Svani 90-228.
Á sýningu úti á Sléttu
voru bestu hrútamir að
þessu sinni frá Presthól-
um. Öxull 99-403 er
mjög fönguleg kind og
vel gerð, en þessi hrútur
er fæddur á Bjamastöð-
um undan Ljóra 95-828.
Mjölnir 99-402 er einnig
ákaflega þroskamikill og
vel gerður hrútur, sonur
Risa 98-337. í Hjarðarási
var Hreinn 99-501 sem er
samanrekinn holdakögg-
ull en smár sonur Möttuls
94-827. Þá er Risi í Leir-
höfn, sonur Búra 96-308,
feikilega sterkur og öfl-
ugur hrútur.
Eins og undangenginn
tvö haust var mikill
hrútakostur á sýningunni
í Þistilfirði enda líklega
hvergi hér á landi sem
ræktun byggir á jafn
traustri undirstöðu úr ára-
tuga ræktun og þar.
Mesta athygli vöktu hrút-
arnir á Hagalandi undan
Frey, sem nú ber heitið
Hagi 98-857 eftir að hann
kom á sæðingarstöð.
Þarna voru tveir synir
hans, Floti 99-158 og
Kjami 99-159, hvor öðr-
38 - PRÉVR 6-7/2001