Freyr - 01.05.2001, Side 42
Rangárvallasýsla
Talsverð fækkun var í
fjölda sýndra hrúta í sýsl-
unni og voru þeir samtals
142 og af þeim sjö úr
hópi eldri hrútanna. Vet-
urgömlu hrútarnir voru
nánast jafnir að þunga
jafnöldrum haustið áður
eða 80,8 kg að meðaltali
og flokkun góð því að
128 (95%) þeirra voru
með I. verðlaun.
Eins og um árabil var
hrútakostur í Ytri-Skóg-
um stórglæsilegur og
ákaflega jafn. Bestur
þeiira við héraðssýninga-
röðun var metinn Pjakkur
99-147, feikilega útlögu-
mikill með góð bakhold
og frábær lærahold en
hann er undan Hvelli 07-
099 og móðurfaðir hans
Pési 95-068, einn aðal
kynbótahrútur á búinu í
Ytri-Skógum síðustu árin.
Roði 99-149 saman-
rekinn, kattlágættur, með
feikilega góða holdfyll-
ingu í afturparti en gulur
eins og nafn gefur til
kynna. Roði er sonur
Blæs 97-100 en móður-
faðir hans var Gaipur 92-
808. Þessir tveir hrútar
skipuðu 5. og 6. sætið í
sýslunni, en þeir eiga það
einnig sammerkt að þeir
eru báðir gemlingslömb.
Það hefur síðustu árin
verið áberandi hve miklir
toppar hafa verið að koma
fram á Skógum í hrútum
sem eru ásettir sem geml-
ingslömb, skemmst er að
Arður, Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Bjór, Skarði, Landsveit.
Bliki, Eyvindarhólum, A-Eyjafjöllum.
Fengur, Kastalabrekku.
minnast Spóns árið áður.
Það er einmitt slík ræktun
sem eðlilegt er að sjá í
fjárhópum sem eru í
mikilli ræktun og framför,
þá verður langbestu ein-
staklinganna yfirleitt að
finna í yngsta fénu. Hinir
hrútamir í Skógum skip-
uðu sér þétt að baki.
Þróttur 99-145 var í 9.
sætinu í sýslunni, miklu
meiri einstaklingur á velli
en hinir tveir með mikinn
glæileika en ekki alveg
jafn samanrekinn. Þróttur
er undan Böggli 97-102.
Skarfur 99-148 var aðeins
léttastur Skógahrútanna
og hafði þynnstan bak-
vöðva, en ákaflega fág-
aður og jafn að allri gerð,
en eins og fram kemur í
skrifum um afkvæma-
rannsóknir þá sýndi þessi
hrútur í afkvæmum sínum
ótrúlega mikla yfirburði
umfram hina hrútana og
að sjálfsögðu verður það
sá dómur sem telur gagn-
vart hrútnum í mati á
honum sem kynbótakind.
Kóngur 99-146 er mjög
vænn, glæsilegur og vel
gerður sonur Mola 93-
986. Bliki í Eyvindarhól-
um sem er frá Ytri-
Skógum, undan Hrók 97-
127, er mjög vel gerður
hrútur, með feikibreitt
bak og góð lærahold.
í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi voru eins og oft
bestu hrútamir í Stóra-Dal
og Fit. í Stóra-Dal var
Klettur 99-108 undan
Stubbi 95-815, vænn og
föngulegur hrútur og
Hlölli 99-107 sem er son-
ur Mola 93-986, heldur
minni einstaklingur en
þéttvaxnari með enn meiri
lærahold. Beisi og Knár í
Fit eru báðir mjög þétt-
vaxnir, holdahnyklar, en
42 - Fl3€VR 6-7/2001