Freyr - 01.05.2001, Síða 43
ekki þroskamiklir. Þessir
hrútar eru undan Vegg 96-
816 og Garpi 92-808.
A Grímsstöðum í Vest-
ur-Landeyjum er Gotti
99-151, sem er sonur
Flotta 98-950. Þessi hrút-
ur líkist um margt föður
sínum, en var mjög
þroskalítill.
Hrútavalið í Rangár-
vallasýslu haustið 2000
var vafalítið að finna í
Fljótshlíð. Hrúturinn,
sem skipaði efsta sætið í
sýslunni, var Arður á
Kirkjulæk. Þessi hrútur
var með fádæmum vænn,
111 kg, og þroskamikill.
Hann mældist með feiki-
lega þykkan og vel lagað-
an bakvöðva og hefur
feikilega góða holdfyll-
ingu í mölum og lærum.
Arður er sonur Stubbs
95-815. í samkeppni aðal
ræktunarbúanna í Rang-
árvallasýslu féll sigurinn
þetta haustið tvímæla-
laust í hlut Jens Jóhanns-
sonar í Teigi, en frá því
búi komu hrútar í 2., 7., 8.
og 10. sæti í sýslunni.
Máni 99-412 er ákaflega
jafnvaxinn, vel gerður
með frábæra holdfyllingu
í baki og mölum og þessi
hrútur, sem er sonur
Garps 92-808, hefur ein-
stök lærahold eins og
margir bræður hans hafa.
Hann skipaði 2. sætið í
sýslunni. Sópur er sam-
anrekinn, þéttvaxinn
holdaköggull undan
Þrasa 97-432. Leiri er
feikilega útlögumikill og
holdþéttur hrútur undan
Barða 98-389. Durgur er
vænn, þroskamikill, bol-
langur og mjög jafnvel
gerður hrútur undan
Garpi 92-808. Þama voru
tveir ntjög föngulegir
synir Veggs 96-816,
Vargurinn, Skarði, Landsveit.
Baugur í Teigi II og Snær
á Vestri-Sámsstöðum,
fæddur í Hlíðarendakoti,
en þeim var það báðum
sammerkt að vera með
hreinhvíta og góða ull og
höfðu í þeim efnum vinn-
inginn umfram flesta úr-
valshrúta í sýslunni.
Vöggur á Efri-Þverá und-
an Stubb 95-815 er mjög
prúð, vel gerð og fönguleg
kind. Spakur á Kirkjulæk
er feikilega vænn og
þroskamikill hrútur með
góða gerð. Hann er sonur
Randvers 96-444.
Þriðja stóra hrútahóp
glæsihrúta í sýslunni gaf
að líta á Skarði í Land-
sveit. Af hrútum þar bar af
Bjór. Þetta er feikilega
föngulegur hrútur með
mjög góð bakhold og
lærahold eru með því allra
mesta sem má finna, auk
þess sem hann er ágætlega
bollangur. Þessi úr-
valshrútur var í 3. sæti í
sýslunni en hann er sonur
Garps 92-808. Vargurinn,
sem er undan Svepp 94-
807, var vafalítið besti
kollótti hrúturinn í Rang-
árvallasýslu. Hrútur þessi
er feikilega frísklegur
með miklar útlögur, góð
bak-, mala- og lærahold
og bollangur. Börkur,
Biskup og Blossi í Skarði
eru einnig allt ákaflega vel
gerðir og efnilegir hrútar.
Drellir í Meiri-Tungu
er feikilega bakþykkur
með ágæt lærahold og
bollangur. Hrútur þessi er
undan Miði 93-813. Að
síðustu skal getið um
Feng í Kastalabrekku.
Þetta er feikilega þroska-
mikill og vænn hrútur og
allur gróinn í holdum
hvar sem á honum er tek-
ið. Honum var skipað í 4.
sæti í röðun bestu hrúta í
sýslunni. Fengur er und-
an Mola 93-986.
Árnessýsla
Fækkun á sýndum
hrútum var minni í
Arnessýslu en hinum
sýslunum á Suðurlandi
haustið 2000. Samtals
voru sýndir 214 hrútar,
þar af sjö úr flokki þeirra
eldri. Veturgömlu hrút-
amir voru verulega vænni
en haustið áður eða 83,1
kg að jafnaði. Flokkun
var einnig ívið betri en
haustið áður því að 188
pR€YR 6-7/2001 - 43