Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 44

Freyr - 01.05.2001, Page 44
(91%) veturgamlir hrútar fengu I. verðlaun. Mjölnir í Kolsholti er ákaflega jafnvaxinn holda- hnykill, lágfættur með mjög mikil lærahold. Þessi hrútur er frá Hamri, sonur Topps 94-009. Hálfbróðir hans Tindur á Hamri er samt enn meiri glæsikind. Þessi hrútur er einkar fríð kind með frábær bakhold og lærahold og ágætlega bollangur. Því til viðbótar er hann hreinhvítur og með mjög góða ull. Tindur var í 6. sæti hrúta í sýslunni og fær tækifæri til að sanna ágæti sitt í afkvæma- rannsókn, ásamt nokkrum öðrum topphrútunum sýsl- unnar í Háholti. Goði á Syðri-Velli er prýðilega jafnvaxinn og vel gerður hrútur með miklar útlögur og þétt hold. Hann er sonur Jarls 96-179. Á Stokkseyri og ná- grannabæjum er ætíð ótrúlegt hrútaval hin síð- ari ár og vantaði þar ekk- ert á í haust. Toppamir í haust voru á búinu í Brautartungu. Laukur 99- 107 er feikilega saman- rekinn holdaköggull með fádæma þykkan og vel lagaðan bakvöðva. Þessi hrútur var settur í 3. sæti í röð hrúta í sýslunni en hann er undan Aðli 97- 012. Baukur 99-105 er ívið minni kind, einnig fá- dæma holdþéttur og sam- anrekinn og ekki með eins fádæma mikil lærahold og Laukur 99-107, Brautartungu, Skokkseyrarhr. Sómi, Eystra-Geldingaholti, Árn. Stabbi, Böðmóðsstöðum, Laugardai, Árn. Tindur, Hamri, Gaulverjabæjarhr. Laukur. Baukur er undan Ljóma 98-103 og var settur í 7. sæti hrúta í sýslunni. Hrútahópurinn á Tóftum var að vanda þrælgóður; Glaður 99-010 undan Gegni 98-005, Aron 99-008 undan Sóni 97-001 og Arður 99-011 undan Hnykli 98-001, öllum sammerkt að vera samanreknir holdahnyklar og þrautræktaðar kindur. Dreki í Hólmi stendur vel undir nafni, fádæma vænn og þroskamikill með mjög góð hold og sérlega öflug lærahold. Dreki er undan Mola 93-986. I Hraungerðishreppi var eins og oft mikið hrútaval en þar voru það hrútar á Brúnastöðum sem stóðu á toppnum. Ljómi 99-082 þar er feikilega fönguleg kind, með gríðarlega góð hold og lærahold með því allra mest sem finnst. Ljóma var skipað í 4. sæti hrúta í sýslunni en hann er sonur Prins 98-075. Þróttur 99-081 er eins og nafnið segir mjög þróttleg kind og ræktarleg, full feitur á bak en samt mjög vöðvafylltur og mjög bol- langur. Þróttur er undan Soldáni. Oddgeirshóla- hrútar, Þjarkur 99-394, sonur Þrists 98-383, er mjög jafnvaxinn og sam- anrekinn með gífurlega góða holdfyllingu, Bjartur 99-395 er frá Tóftum sonur Hluts, prýðilaga vel gerður og holdþéttur með hvíta og góða ull. Glæsir á Langsstöðum, sem er frá Brúnastöðum, er saman- rekinn holdahnykill með góða gerð eins og margir hálfbræðra hans en hann er undan Mola 93-986. Toppurinn í hrútastofn- inum í Ámessýslu haustið 44 - pR€VR 6-7/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.