Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 47

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 47
það afgerandi niðurstöð- ur í rannsókninni að ástæða sé til að taka þá til notkunar á stöð. Það er varla nokkurt vafamál að með þessari framkvæmd á að vera mögulegt að efla umtalsvert úrval á hrútum fyrir stöðvamar með tilliti til þeirra eigin- leika sem þama er verið að dæma. Um þessar rannsóknir er fjallað nokkuð ítarlegar en aðrar í þeim texta sem fylgir hér á eftir. Sú reynsla, sem þegar er fengin af afkvæma- rannsóknunum, hefur fært sönnur á að með þessum aðferðum er hægt að ná feikilega miklum árangri með skipulegri vinnu á skömmum tíma í að bæta kjötgæði hjá ísl- enski sauðfé. í grein um rannsókn- irnar á síðasta ári er nokkuð ítarleg umfjöllun um þá þætti sem frekast þarf að hafa í huga við framkvæmd og skipulag rannsóknanna og úrlestur á niðurstöðum þeirra til að þær megi skila því sem til er ætlast með þeim. Það skal ekki end- urtekið hér en aðeins lögð áhersla á að til að raun- hæfar niðurstöður fáist verður framkvæmd að vera á þann veg að slíkt sé tryggt. Á það skal minnt að ef um er að ræða úrval á milli afkvæmahópa í ein- hverjum þætti skipulagn- ingar rannsóknar getur hún aldrei skilað niður- stöðum sem nægjanlegt gagn er að. Einnig skal minnt á að leiðréttingar eru gerðar á tölum úr kjötmati vegna fallþunga lamba. Ástæða er til að hvetja til fyllstu varkámi gagnvart afkvæmahópum undan hrútum sem eru að skila lömbum sem liggja áberandi mikið undir meðaltali annarra hrúta í fallþunga lamba. Rétt er um leið að leggja áherslu á það að þessar einkunnir eiga ein- göngu að taka tillit til kjötgæða. Þama er ekki tekið tillit til fallþunga, þ.e. vaxtargetu lambanna. í kjötframleiðslunni er þetta hins vegar það mik- ilvægur eiginleiki að það má ekki gleymast að þessi þáttur er ekki með í þessu mati. Gagnvart endurskoðun á fram- kvæmd þessara rann- sókna er það að mínu mati sá þáttur sem mest ástæða er til að horfa til, þ.e. á hvem hátt vaxtar- geta lambanna verði best tekin inn í matið sem sjálfstæður eiginleiki. Samhengi á milli hinna tveggja þátta rannsóknar- innar, kjötmatsins og matsins á lifandi lömb- um, hefur reynst minna en margir bjuggust við fyrir fram. Þegar reiknað er beint samband þessara þátta haustið 2000 á grunni einkunna hrútanna í rannsókn fyrir báða þætti er þetta samband 35%. Fljótt á litið virðist það, sérstaklega á búum þar sem ræktun er mikil og gæði hrútanna því mikil og jöfn, að þetta samband reynist oft hverfandi lítið. Einnig blasa mjög skýrt við nið- urstöður fyrir sonahópa sumra hrúta sem hafa verið í mikilli notkun á sæðingarstöðvunum á undanförnum árum þar sem greinilegt er að hrút- ar sem okkur hefur fund- ist nokkuð á skorta að væru að skila nægjanlega þykkum bakvöðva eru að gefa afbragsgott kjötmat hjá afkomendum sínum. Þetta atriði virðist full ástæða til að skoða nánar án þess að ljóst sé hvem- ig best verði tekið tillit til þessara atriða, því að jafn ljóst er að auðveldlega getur farið saman þykkur vöðvi og góð gæði í mati og þannig er það oftar en ekki. í rannsóknunum koma fyrir mjög stórir hálf- bræðrahópar undan nokkrum stöðvarhrútum sem hafa verið í mikilli notkun á undanförnum árum. Áður en umfjöllun um niðurstöður á einstök- um landsvæðum hefst er því rétt að víkja örfáum orðum að atriðum sem þar blasa við. Yfirleitt má segja að eldri hrútarnir ríði al- mennt ekki feitum hesti frá þessum rannsóknum. Þó að þessir hrútar ættu að vera orðinn vemlega valinn hópur eru þeir oft- ar en ekki undir meðal- tali. Slíkt er aðeins ákveðið vísbending þess að í stofninum sem heild séu umtalsverðar fram- farir, þannig að yngri hrútamir sé betri en þeir eldri. Þannig er t.d. all- stór hópur sona bæði Goða 89-928 og Kletts 89-930 nokkuð undir meðaltali í rannsóknun- um. Rúmur tugur sona Gosa 91-945 er í rann- sóknum haustið 2000, en þessi hrútar hafa verið að sýna mjög góðar niður- stöður undangengin haust. Það gera þeir einn- ig nú því að úr kjötmats- hluta koma þeir með rúmlega 105 að jafnaði og tæpa 108 að meðaltali úr ómsjárhluta, sem alltaf hefur verið yfirburðaþátt- ur hjá þessum hrútum. Hnykkur 91-958 á enn stærri hóp sona því að þeir eru um þrír tugir í rannsóknunum og þessir hrútar gefa eins og áður jákvæða mynd, en eru að vísu ekki lengur nema vel yfir meðaltali um báða þætti. Allstór hópur af sonum Dropa 91-975 er í slöku meðallagi en samt með betri niðurstöður úr kjötmati en ómsjárhluta sem varla kemur að óvart. Faldur 91-990 á ekki marga syni, en sumir þeirra koma mjög slakir úr kjötmatshluta og þá ekki síst vegna fitumats hjá afkvæmum þeirra. Tæpir tveir tugir af sonum Garps 92-808 eru með í rannsóknunum. Hér kemur enn ein stað- festing á ótvíræðum yfír- burðum hjá þessum hrút- um í kjötgæðum. Að meðaltali fá þeir rúmlega 110 í kjötmatshluta en á óvart kemur að yfirburðir eru enn meiri við mat lif- andi lamba þar sem með- altal er 116. Synir Fenris 92-972 eru aðeins undir meðaltali og nokkuð stór hópur af sonum Hörva 92-972 kemur aðeins með 93 í meðaltal og er jafn á báðum þáttum. Yfirburðir hans með bak- vöðvaþykkt koma ekki fram hjá lömbum þessara sona hans. Nokkur hópur af sonum Fjarka 92-981 eru með niðurstöður sem eru í slöku meðallagi. Hátt á fjórða tug sona Bjarts 93-300 hlýtur þama dóm. Að meðaltali FR€VR 6-7/2000 - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.