Freyr - 01.05.2001, Page 63
fyrir þann þáttinn, en fitumatið er
hins vegar að þróast á verri veg
eftir því sem meðaltalið hækkar.
Þriðji þátturinn, sem nauðsynlegt
er að skoða þegar gluggað er í kjöt-
matsniðurstöður, er fallþungi lamb-
anna. Matið verður gagnvart báð-
um matsþáttum háð stærð og
þroska lambsins og þess vegna
verður ætíð visst samband við fall-
þungann í matinu. Breytingin er á
þann veg að gera verður kröfur um
að gerð batni með auknum þunga
en um leið er eðlilegt að fitumat
verði óhagstæðara vegna þess að
dilkurinn safnar að öðru jöfnu auk-
inni fitu um leið og hann þyngist.
í 1. töflu er gefið yfirlit eftir sýsl-
um um meðaltöl úr kjötmatinu í
fjárræktarfélögunum haustið 1999.
Þama hefur verið bætt við dálki
sem sýnir hlutfall á milli mats fyrir
gerð og fitu. Þó að augljósir ann-
markar séu á jafn einföldu hlutfalli
á þessu, virðist mér að það gefi
samt ákveðnar vísbendingar sem
nýta megi. Ef þetta hlutfall er undir
100 þá sýnist ljóst að einhverjir
þættir em í ólagi.
Þegar taflan er skoðuð og borin
saman við niðurstöður ársins áður,
sem var fyrsta árið í þessu nýja
kjötmati, þá fást nú upplýsingar úr
kjötmati fyrir fast að 30 þúsund
fleiri dilka. Besta tölulega matið
fyrir gerð er í Norður-Þingeyjar-
sýslu eða 7,28, en um leið er fitu-
matið þar það lakasta á landinu,
dilkarnir of feitir, eða 7,52,
þannig að umrætt hlutfall í matinu
verður aðeins 97. Umtalsverður
munur er samt á milli sveita á
svæðinu í þessum efnum og
ástand í Sf. Langnesinga þar sýnu
verst þar sem umrætt hlutfall er
aðeins 82, en þar flokkast yfir
10% lambanna í fituflokk 4 og 5
og slíkt ástand, þó að vænleiki sé
mikill, hlýtur að krefjast úrbóta,
líklega bæði í ræktun og meðferð
(sláturtíma) fjárins. Áhugavert er
að bera saman nágrannana í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og Norður-
Múlasýslu. Á þessum svæðum er
ekki umtalsverður fallþungamun-
ur og þó að mér sé fullljóst að
munur í mati á milli sláturhúsa
geti haft talsverð áhrif á niður-
stöður er samt áhugavert að sjá að
bæði þessi svæði hafa umrætt
hlutfall gerðar og fitu nánast það
sama. Ástæðan fyrir lágu hlutfalli
í Norður-Þingeyjarsýslu er eins og
áður segir of mikil fita dilkanna,
sem skemmir fyrir góðri gerð
þeirra. í Norður-Múlasýslu er það
aftur á móti slök gerð sem fyrst og
fremst skapar þetta lága hlutfall.
Af eðlilegum ástæðum er fjárstofn
þar á svæðinu ákaflega breytileg-
ur í kjölfar fjárskipta á stórum
hluta svæðisins, en einnig hygg ég
að þar hafi umskiptum í hrúta-
stofninum og markvissu fjárrækt-
arstarfi verið sinnt minna en víða,
þrátt fyrir að þörfin sé ærin til úr-
bóta. Á þessum umræddu svæðum
er hins vegar ekki umtalsverður
munur á vænleika dilkanna þegar
horft er á sýslumeðaltöl. í Suður-
Múlasýslu, eins og í norðursýsl-
unni, er hlutfallið einnig óhag-
stætt, en þar keyrir fitufelling í
kjötmati úr hófi í sumum félag-
anna þar sem vænleiki er allra
mestur.
Hlutfall á mati fyrir gerð og
fitu hagstæðust í S.-Þing.
Lítum þá á jákvæðu niðurstöð-
urnar. Umrætt hlutfall er langhæst
í Suður-Þingeyjarsýslu, eða 125,
en það skýrist að hluta af því að
dilkar þar eru léttari og um leið
fituminni en í mörgum öðrum
héruðum og sú skýring á einnig að
einhverju leyti við fyrir Vestur-
Skaftafellssýslu. Hinu skal ekki
gleyma að í báðum þessum sýslum
eru mjög góðir langræktaðir fjár-
stofnar sem eru að skila miklum
gæðum. Þetta á aftur á móti alls
ekki við um Strandasýslu og Vest-
ur-Húnavatnssýslu þar sem væn-
leiki dilka er hvað mestur hér á
landi en um leið er umrætt hlutfall
í kjötmatinu eitt það allra hagstæð-
asta eða 118 að meðaltali. Það er
tæpast vafamál að íslenska dilka-
kjötsframleiðslu þarf að þróa að
því sem er á ýmsum búum á þessu
Tafla 1. Meðaltal úr kjötmati í fjárræktarféiögunum haustið 1999 í einstökum sýslum
Sýsla Fjöldi Gerð Fita Hlutfall
Kjósarsýsla 190 6,28 6,11 103
Borgarfjörður 5468 6,61 6,17 107
Mýrasýsla 8631 7,07 6,38 111
Snæfellsnes 12071 6,90 6,27 110
Dalasýsla 18170 6,49 6,31 103
Barðastrandars. 8146 6,42 6,35 101
ísafjarðarsýsla 6643 6,54 6,73 97
Strandasýsla 15923 6,86 5,81 118
V-Húnavatnss. 17689 6,63 5,64 118
A-Húnavatnss. 10766 7,19 6,39 113
Skagafjörður 20058 7,25 6,63 109
Eyjafjörður 12394 6,61 6,26 106
S-Þingeyjars. 23969 6,73 5,38 125
N-Þingeyjars. 19986 7,28 7,52 97
N-Múlasýsla 20355 5,92 6,07 98
S-Múlasýsla 7378 6,38 6,66 96
A-Skaft. 12397 7,13 6,21 115
V-Skaft. 13952 6,91 5,87 118
Rangárvallas. 8013 6,74 6,25 108
Árnessýsla 12502 6,45 5,73 113
Landið 254701 6,75 6,20 109
FR6VR 6-7/2001 - 63