Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 68
827, þrjú lömb voru undan þeim
Garpi 92-808, Atrix 94-824. Svaða
94-998 og Stubb 95-815, tvö slík
afkvæmi áttu síðan Flekkur 89-
965, Njóli 93-826 og Austri 98-
831.
Miklu mikilvægari niðurstöður
er tvímælalaust samt að lesa úr 4.
töflu en þar er búið að draga saman
niðurstöður fyrir alla sæðingarhrúta
sem áttu 10 syni eða fleiri með
einkunn fyrir 10 dilka eða fleiri
haustið 1999. Þegar þessi tafla er
borin saman við samsvarandi töflu
frá haustinu áður er samræmi á
milli þeirra með ólíkindum gott.
Það er aðeins enn ein staðfestingin
á því sem sjá má á þeim möguleik-
um sem greinilega eru fyrir hendi
með að ná miklum ræktunarárangri
á skömmum tíma til að bæta kjöt-
gæði með skipulegri nýtingu á kjöt-
matsupplýsingum.
Umfang þessara upplýsinga er
með ólíkindum mikið. Undan þess-
um hrútum eru fast að því 40%
allra lamba í fjárræktarfélögunum
sem í sláturhús koma haustið 1999.
Að jafnaði koma afkvæmi þessara
Mon
Áburðarsektir
332 danskir bændur hafa verið
sektaðir fyrir að bera of mikinn
áburð á tún sín og akra, en alls
hafa um 400 bændur verið kærðir.
Árið 1994 voru settar reglur
um bókhald á áburðarnotkun í
Danmörku sem gildir um u.þ.b.
72.000 jarðir, þannig að aðeins
um 0,5 % bænda hafa verið sekt-
aðir.
Yfirvöld sjá í gegnum fingur
með smásyndir en taka hart á
stærri brotum. Sektarkvarðinn
er 200 d.kr. á kg tilbúins áburðar
á ha umfram leyfileg rnörk.
Sektir upp á innan við 2000 d.kr.
eru felldar niður. Hæsta sekt
hingað til eru d.kr. 40.000.
(Landsbladet - Bondevennen
nr. 18/2001).
hrúta aðeins yfir meðaltal. Hrútar
með skráðan uppruna undan stöðv-
arhrútum sem uppfylla skilyrði um
10 lamba fjölda, eru um 2.850.
Kollóttir hrútar sýna
yfirburði í fitumati
Þarna koma skilin á milli hymdu
og kollóttu hrútanna nokkuð skýrt
fram. Kollóttu hrútamir sýna yfir-
burði í fitumatinu en eru undir
meðaltali um gerða en hjá hymdu
hrútunum snýst þetta við. Sem bet-
ur fer eru samt talsvert mörg frávik
frá þessu. Því miður er neikvætt
samband fitu og gerðar mjög skýrt
í þessum gögnum eins og í öllum
upplýsingum úr kjötmatinu, en
þama má samt finna greinileg frá-
vik. Gullmolamir í ræktuninni á
næstu ámm em tvímælalaust þeir
hrútar sem em að skila jákvæðu
mati um báða þætti.
Yfirburðir sona Garps 92-808
eru þarna mjög augljósir. Hann á 29
syni með niðurstöður úr kjötmati.
Meðaleinkunn hjá þessum hrútum
er 123 fyrir gerð en um leið eru
þessir hrútar einnig jákvæðir í fitu-
mati með meðaltal 108. Þessir yfir-
burðir em með ólíkindum miklir.
Þegar þessir áhrifamestu stöðvar-
hrútar, sem yfirlit er um í töflunni,
em flokkaðir þá er hópurinn frá
Hesti langstærstur hjá hymdu hrút-
unum. Eins og löngu er þekkt þá em
þessir hrútar að bæta kjötgæði þó að
talsverður munur sé á milli þeirri.
Gagnvart gerð koma synir Búts 93-
982 og sonar hans, Bjálfa 95-802,
langsamlega best út, Bútssynir em
feikimargir en margir þeirra em að
gefa of feitt. Þar standa Bjálfasyn-
irnir sig miklu betur og tæpast
vafamál að hann er í dag líklega sá
stöðvarhrútur, sem kominn er með
mikla reynslu og er í notkun, sem
allra best sameinar kosti í gerð og
gagnvart fitu. Bjálfi er eins og
margir þekkja dóttursonur Hörva
92-972, en eins og sjá má á töflunni
hafa fáir hymdir stöðvarhrútar verið
jafnokar hans í að vinna gegn
fitunni. Þá er ástæða til að benda á
að synir Fóla 88-911 standa sig
margir með miklum ágætum þó að
þeir séu komnir til ára sinna, en
afkomendur Fóla skjóta mjög víða
upp kollinum þar sem koma fram
athyglisverðir hrútar gagnvart
niðurstöðum úr kjötmati.
Hymdu hrútunum af Snæfellsnesi
virðist það öllum sammerkt að þeir
em að skila góðri gerð og þar fara
synir Bjarts 93-800 fremstir, en þessir
hrútar em einnig um leið að skila of
mikilli fitu hjá afkvæmum sínum.
Af hrútunum úr Ámessýslu þá
eru synir Hnykks 91-958 eins og
árið áður að sýna mjög góða út-
komu. Þéttir 91-931 gefur marga
hrúta, sem skila feikilega sterkri
gerð, en sumum þeirra fylgir hins
vegar of mikil fita. Mjög stór hópur
sona Mola 93-986 er nú kominn
með reynslu. Þessir hrútar eru að
skila góðri gerð þó að ekki standi
þeir þar jafnfætis þeim bestu, en
það sem er jákvætt er að þeir ná
einnig um leið meðaltali um fitu.
Kollóttu hrútamir em hins vegar
eins og áður margir að skila góðu
fitumati, þar sem fremstir fara synir
þeirra Fannars 88-935 og Spóns
94-993, en mat þeirra fyrir gerð er
hins vegar oft undir meðaltali.
Hrútamir undan Mel 92-978, sem
að vísu eru fáir, hegða sér í þessum
samanburði fremur eins og synir
hyrndu hrútanna. Athygli vekur
góð niðurstaða hjá sonum Flekks
89-965, sem er í fullu samræmi við
niðurstöðu um afkvæmi hans sjálfs
sem höfnuðu í sláturhúsi og vikið
er að hér framar. I þessu sambandi
má ef til vill rifja upp að í ómsjár-
mælingum hafa afkvæmi Flekks
yfirleitt verið að sýna slakar niður-
stöður. Flekkur var hins vegar sjálf-
ur sem veturgamall hrútur í af-
kvæmarannsókn og sýndi þá niður-
stöður í kjötmati og kjötskoðun
sem mjög var eftir tekið og þessar
niðurstöður nú staðfesta því þær
niðurstöður. Þær geta einnig verið
sterk vísbending um að með því að
samþætta niðurstöður ómsjármæl-
inga og kjötmatsins, eins og nú er
gert, náum við enn að bæta aðferðir
okkar við ræktun fyrir kjötgæðum.
68 - pRGVR 6-7/2001