Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2001, Page 18

Freyr - 01.11.2001, Page 18
Hugað að túnrækt Haustið 2000 sátu undir- ritaður, ásamt þeim Ótt- ari Geirssyni, jarðrækt- arráðunauti BÍ, og Magnúsi Óskarssyni, fyrrv. kenn- ara á Hvanneyri, umræðufund með þremur sérfræðingum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins í jarð- rækt. Af hálfu RALA tóku þátt í fundinum þau Áslaug Helgadóttir, Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson. Hér verður rakið ýmislegt sem þar kom fram án þess að getið sé hvað sé eftir hverjum haft. Hvernig er staðan í framboði fræs af túnjurtum hér á landi? RALA gefur árlega út lista yfir „Nytjaplöntur á íslandi“ í samvinnu við Bændasamtök Islands, Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Hann er gefinn út prentaður, en auk þess er hann að finna á vefsiðum RALA, www.rala.is og Bændasamtakanna, www.bondi.is. Á listanum em þær tegundir og yrki nytjajurta sem mælt er með til ræktunar í landbún- aði, garðrækt og landgræðslu. Fræinnflutningur er í höndum innflutningsfyrirtækja. Komið hef- ur fyrir að þau hafí þurft að leita til réttarhafa yrkis eða stofns um sér- staka ræktun fyrir íslenskan mark- að til að tryggja nægilegt framboð af fræi. Hvert er algengasta sáðgresið í íslenskum túnum um þessar mundir? Það er vallarfoxgras, ýmist í hreinrækt eða í blöndu og þá eink- um með vallarsveifgrasi. Fram að þessu hefur vallarfoxgras verið tal- ið gefa besta fóðrið, bæði hvað varðar uppskerumagn, næringar- gildi og lostæti. Sú tegund sem helst getur keppt við það að gæðum er íjölært rýgresi, sjá síðar. En hvaða kostur er við það að rækta vallarsveifgras með vallarfoxgrasinu? Vallarfoxgras er fremur gisið og grassvörðurinn verður viðkvæmur fyrir vélaumferð. Vallarsveifgras lokar sverðinum og gefúr auk þess betri endurvöxt. Gallinn er hins vegar sá að það keppir við vallar- foxgrasið og flýtir fyrir að það hverfí. Það gerist einkum ef sóst er eftir miklum heygæðum með því að slá snemma og ef borið er á milli slátta, þvi að sveifgrös hafa meiri vaxtargetu þegar líður á sumarið. Það má þó teíja fyrir þvi að vallar- foxgrasið hverfí með því að hirða minna um gæðin og gæta þess að bera ekki seint á. Hver er reynslan af því að innlendur gróður útrými sáðgresinu? Reynslan sýnir að þetta gerist en það tekur mislangan tima, þ.e. stundum á örfáum árum en það getur líka gerst á löngum tíma. Vallarfoxgras. Það er vitað um suma áhrifavald- ana í þessum efnum. Sláttutími hefur þar afgerandi áhrif og súr jarðvegur (lágt pH) flýtir einnig fyrir því að sáðgresið hverfur. Svo er ýmislegt sem bendir til þess að beit, einkum snemma vors, og sein áburðargjöf dragi úr endingu sáðgresis. Síðan eru eflaust fleiri áhrifaþættir sem við höfúm ekki áttað okkur á ennþá. Mörg dæmi eru um að t.d. tvö tún, sem liggja hlið við hlið og fá sömu meðferð, endast mislengi. Fyrst eftir að farið var að flytja inn grasfræ entust erlend yrki ekki vel. Hefur þetta lagast í seinni tíð? Á þessu hefúr orðið mikil breyt- ing til batnaðar. Engmo yrkið af vallarfoxgrasi reyndist t.d. verulega þolið þegar það kom til sögunnar hér á landi. Nú orðið mælum við ekki með öðrum yrkjum en þeim sem búa yfir viðunandi vetrarþoli við íslenskar aðstæður. Háliðagras. 18 - pR€VR 11/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.