Freyr - 01.11.2001, Side 21
Velferð búfjár
rétthærri en hagnaður?
Um 1960 kom út bókin
„ Silent Spring", eftir
Rackel Carson. Bókin
var timamótaverk í bar-
áttu fyrir umhverfisvernd, en meg-
inefni hennar var að vara við notk-
un eiturefna í náttúrunni, t.d. DDT.
Bókin kom út hér á landi árið 1965
undir heitinu „Raddir vorsins
þagna. “
7/7 er alþjóðlegur sjóður sem
veitir konum, sem unnið hafa gott
starf að umhverfismálum, verðlaun
kennd við áðurnefnda konu og
nefnd Rackel Carson-verðlaunin.
Verðlaunin í ár hlaut Renate Kiin-
ast, matvœla-, neytenda- og land-
búnaðarráðherra Þýskalands. Við
afhendingu verðlaunanna flutti hún
ávarp ogfylgir hér á eftir útdráttur
úr því.
Renate Kiinast hóf mál sitt á því
að vekja athygli á því að það hafi
verið kúariðan sem opnaði augu
Þjóðverja fyrir því að breyta þyrfti
landbúnaðarstefnunni. Menn vöktu
athygli á framleiðsluaðferðum í
landbúnaði, sem geta haft i för með
sér hættu fyrir neytendur, og neysla
nautakjöts hrapaði í landinu í
kjölfar þess. Afleiðingin varð sú að
tveir ráðherrar misstu embætti sin
og landbúnaðarráðuneytið varð að
nýju ráðuneyti, sem auk matvæla-
og landbúnaðar, skyldi einnig fara
með málefni neytenda. Aukin
áhersla var lögð á hagsmuni neyt-
andans en minni á sjónarmið bú-
vöruframleiðslunnar.
Kúariðan leiddi til þess að al-
menningi urðu einnig ljósir aðrir
annmarkar við matvælaframleiðsl-
una, fólk fór ekki aðeins fram á að
matvæli væru örugg fyrir sjúkdóm-
um og holl, það brást gegn hvers
konar rányrkju og krafðist sjálfbær-
ari nota á náttúrunni sem auðlindar
til matvælaframleiðslu. Fólk vill
heldur ekki að dýr þurfí að þjást, en
krefst búfjárræktar þar sem áhersla
er lögð á velferð dýra.
Ræktarland má ekki breytast í
steppur með einhliða gróður, held-
ur á það að vera fjölbreytt og eðli-
legt ræktunarland. Renate Kunast
hældi Norðurlöndunum sem hún
taldi að hefði náð góðum árangri í
neytendavænum og vistvænum
landbúnaði hin síðari ár.
Hún viðurkenndi að það væri
ekki auðvelt verk að finna sameig-
inlega stefnu fyrir bæði neytendur
og landbúnaðinn. Það tekst því að-
eins að sem flestir hlutaðeigandi
komi að þeim stefnumörkun. Hún
kallaði, sem eitt fýrsta verk sitt sem
ráðherra, til fúlltrúa margra sjónar-
miða til skrafs og ráðagerða. Þar
má nefna fulltrúa bænda, fóðuriðn-
aðarins, matvælaiðnaðarins, versl-
unarinnar og neytenda. Þá kallaði
hún til stjómmálamenn. I þeim við-
ræðum, sem þar fóm fram, fékk
hún fylgi við hugmyndir sínar og
stuðning við nýja stefnu í þessum
málaflokki.
Renate Kunast, matvæla-, neytenda-
og landbúnaðarráóherra Þýskalands.
Endurvekja traustið
Fyrsta verkefnið sem ráðuneyti
hennar tók á vom aðgerðir til að
endurvekja traust neytenda á mat-
vælum, að öryggi þeirra væri tryggt
og gæðastaðlar stæðust. Þessar að-
gerðir fólust í því að leita uppi og
fylla upp í “göt” á lögum og reglu-
gerðum um meðferð þessara vara,
koma á hertu eftirliti og herða við-
urlög við brotum á fyrirmælum.
Á jafn stóru markaðssvæði og á
innri markaði ESB er einungis unnt
að ná árangri í þessum efnum með
sameiginlegum aðgerðum fyrir allt
svæðið. Hún viðurkenndi að það
hefði verið erfitt að fá samþykkt
bann á notkun kjöt- og beinamjöls í
fóður sem og bann við notkun vaxt-
araukandi hormóna.
Fyrir opnum tjöldum
Annað lykilorð fyrir hina nýju
stefnu er gæði matvæla og að vinna
fyrir opnum tjöldum. Notkun á við-
bótarefnum í framleiðslu matvæla
verður að koma skýrt og greinilega
fram á umbúðum. Hún minnti á að
neytendur vilja ekki einungis
öryggi gagnvart sýkingu, heldur
einnig að maturinn sé hollur og rétt
samsettur. Það verður því að
tryggja alla liði í framleiðsluferl-
inum „frá haga til maga“ og þá
gæðastýringu verður að skrásetja.
í Þýskalandi verður nú komið á
tveimur kerfum um gæðamerkingu
matvæla. Annað er fyrir matvæli
sem framleidd eru á hefðbundinn
hátt. Þar skulu liggja fyrir upplýs-
ingar um dýravelferð og hvort var-
an inniheldur erfðabreytt hráefni.
Hitt kerfíð gildir um lífrænt
framleidd matvæli og mun gilda í
öllum löndum ESB. Hingað til
hefur merking á lífrænt framleidd-
um matvælum í Þýskalandi verið
með ýmsu móti og það hefur vald-
FR€VR 11/2001 - 21