Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2003, Page 10

Freyr - 01.06.2003, Page 10
amar þróast. Fyrst vom þetta tvær aðskildar vélar en síðan þróast það þannig að farið er að hengja pökkunarvél aftan í rúlluvél, þannig að ein sæmilega öflug dráttarvél gat rúllað og pakkað i einu. A ámnum kringum 1990 fer mest af starfsgetu okkar í að prófa rúllutæki og kanna verkunarþætt- ina. Nú er tækjabúnaðurinn að mestu tölvustýrður og einn maður getur náð gríðarlega miklum af- köstum við heyskap. Nú á allra síðustu ámm er salan eingöngu komin yfir í sambyggðar vélar. Ferbaggar Fyrir 6-7 ámm fara menn að flytja inn svokallaðar stórbagga- vélar. Þær em upphaflega hannað- ar fyrir að ná hálmi af ökrum í stórum einingum. Menn voru orðnir þreyttir á þessum litlu hefð- bundnu böggum og verktakar vildu fá miklu stærri einingar til að fjarlægja hálminn af ökmnum. Þróunin var einnig í tengslum við fjarvarmaveitur erlendis, en stærð stórbagganna miðaðist við bmna- hólfm hjá þeim. Þá kemur aftur upp sú hugmynd að nota þessar bindivélar fyrir hey og vefja plasti utan um þá. Þetta þróast yfir í hönnun á sérbyggðum pökkunarvélum fyrir ferbagga. Það er þó talinn nokkur galli að plastið fellur ekki eins þétt að lengdarflötum baggans og á rúll- unum. Kostir og ókostir við rúlluhey- skapinn? Það kom fljótt í ljós að verkun heysins batnaði almennt við þessa tækni. Hægara var um vik að slá á kjörtíma og það þurfti ekki nema dagstund til að ná sæmilegri forþurrkun. Við lögð- um mikla áherslu strax í upphafi á að forþurrka heyið. Þar tel ég reyndar að við höfum náð for- skoti fram yfir Norðurlandaþjóð- irnar, en leiðbeiningaþjónustan hjá þeim setti sig frekar á móti þessari tækni í upphafí. Þeir töldu að þeir bændur sem ættu fyrir tæknibúnað og geymslur til að votverka hey væru betur sett- ir með þá aðferð en rúlluverkun og það væri ekki ástæða til að vera með tvöfalt kerfi. Þetta seinkaði því nokkuð þróuninni hjá þeim. Ég leyfi mér hins vegar að full- yrða að við bárum gæfu til þess, í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, þar sem Bjami Guð- mundsson var í forystu á sviði fóðurverkunar, að það var strax farið út í umfangsmiklar tilraunir á forþurrkun við verkun heysins. Það gaf góða raun og flýtti fyrir því að við náðum nokkuð góðum tökum á verkunarþættinum. I framhaldi af þessum athugunum héldum við nær 30 námskeið, bæði á Hvanneyri og víðsvegar um landið. Megin áherslan var lögð á gæði hráefhis, sláttutím- ann, forþurrkun, rétta notkun tækjabúnaðar, gæði plastfllmunn- ar og geymsluþáttinn. Plastfilman Þegar kemur að plastfilmunni eða hjúpuninni lögðum við mikla áherslu á það ásamt Norðurlanda- þjóðunum, einkum Svíum, að rannsaka eiginleika plastfilmunn- ar. Það kom fljótlega upp, t.d. í Bretlandi, að menn vildu nota ódýrt plastefni til að vefja utan um heyið, jafnvel endurunnið plast. Það gafst hins vegar mjög illa vegna þess að gæðin voru ekki fullnægjandi og hjúpurinn var ekki nægilega þéttur. Ég átti sæti í norrænum vinnu- hópi sem gerði tillögur um Evr- ópustaðla fyrir prófanir á plast- filmum. Það veitti betri innsýn í mikilvægi þess að slaka ekki á gæðakröfum. Okkur tókst að koma skikki á innflutning á plast- filmum, þannig að við lentum aldrei í því hér á landi að verið væri að reyna að selja bændum lé- legar filmur. Við settum hér upp, með okkar takmörkuðu fjárráð, frumstæða aðferð til að prófa filmumar. Hún fólst í því að við pökkuðum bagga og blésum síðan lofti inn í hann þangað til filman gaf eftir. Þrýsti- tölumar sögðu okkur nokkuð til um bæði sfyrkleika filmunnar og líminguna. Þetta leiddi til þess að innflytjendur á filmum fóm að ráðfæra sig við okkur um val á filmugerðum og sendu okkur sýn- ishom. Sú samvinna tókst með ágætum. Hráefni í filmumar er nokkuð dýrt, eða kr. 250-300 á kg, og notkunin komst fljótlega upp í 1000 tonn á ári hér á landi þannig að innflytjendur sáu þama fram á töluvert mikla veltu. Við áætlum að nú sé notkunin 1600-1800 tonn á ári. Hve mikill hluti af heyskap bœnda hér á landi er nú nillaður og pakkaður? Mér telst svo til að 75-80% af heyforða hér á landi sé í plasthjúp. Hinn hluti fóðuröflunarinnar er hjá þeim bændum sem em með góða upphitun í súgþurrkun, eink- um á þeim svæðum þar sem að- gangur er að heitu vatni til yljunar á lofti. Þeir ná náttúmlega enn betri árangri í verkuninni. Svo er votheysgerð með eldri aðferðum nokkuð stunduð ennþá hjá bændum sem náð hafa góðum tökum á henni, I þessu sambandi koma upp í hugann bændumir á Helgavatni í Þverárhlíð, þar sem mikill hluti heyfengsins er verkað- ur í flatgryíjum. Þar tekst að halda utan um þessi grundvallaratriði; gott hráefni, mikil afköst við hirð- ingu, hæfileg íblöndunarefni og góð þjöppun og frágang í lokin. 110 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.