Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Síða 14

Freyr - 01.06.2003, Síða 14
Landbúnaður - lífsstíll eða lífsviðurværi? F Iþessu erindi ætla ég að fjalla um einstaka þætti varðandi félagslega stöðu fólks í dreifbýli. Þá horíl ég einkum á búsetuskilyrði, at- vinnuskilyrði, menntamál, heil- brigðismál og samgöngur. Ég setti fram rannsóknarspum- ingu sem hljóðar svo: Er það ákveðinn lífstíll að stunda land- búnað eða ráða afkomusjónarmið því vali? Til þess að svara þessari spum- ingu reyni ég að draga upp mynd af kjömm fólks í dreifbýli og meta hvað liggur á bak við val á búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Þéttbýlismyndun og byggða- röskun eru megineinkenni 20. ald- ar um víða veröld og hefur Island svo sannarlega ekki farið varhluta af því. Árið 1890 bjuggu nær níu af hverjum tíu landsmönnum í smáþorpum og kauptúnum eða strjálbýli. Hlutfall dreifbýlisfólks af heildarmannfjölda lækkaði svo ár frá ári uns þéttbýlið náði undir- tökunum um 1930 er 56% þjóðar- innar bjuggu í bæjum og kaup- stöðum. Þessi þróun hefúr haldið áfram og í dag búa flestir íbúar landsins á tiltölulega afmörkuðu svæði og fyrir vikið er hlutfall þéttbýlisbúa með því hæsta í álf- unni eða tæplega 94%. Aðeins 10 þéttbýlisstaðir eru með 2000 íbúa eða fleiri og nú býr rúm 62% landsmanna á stórhöfuðborgar- svæðinu sem er hæsta hlutfallið meðal Norðurlandanna. Þessi mikla búseturöskun hefúr löngum verið áhyggjuefni stjóm- valda og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að snúa þess- ari þróun við, með litlum sem engum árangri. Þetta hefúr haft mikil áhrif á samfélagsgerðir landsins og skapað ýmis vanda- mál, ekki síst á þeim stöðum sem fólksstraumurinn liggur til. Þær byggðir, sem taka við fólks- straumnum, þurfa að þenja sig út á ógnarhraða því að effirspum eftir þjónustu frá sveitarfélaginu eykst stanslaust. Vandamálið er hins vega alveg öfugt á þeim stöðum þar sem fólksfækkun verður en eftirspum eftir þjónustu sveitarfé- lagsins minnkar og tekjur þess einnig með færra fólki. Mörg smærri sveitarfélög standa frammi fyrir því að hafa ekki bolmagn til þess að veita sama þjónustustig og er í stærri sveitarfélögum og verða því undir í samkeppninni um fólk. Sum þeirra hafa farið út í samein- ingar af frjálsum vilja og öðmm verið skylt að sameinast sökum fólksfæðar. Eitt af markmiðum sveitarfélaga með sameiningu er að tryggja að þjónustan standi styrkari fótum og hefúr það bætt búsetuskilyrði íbúanna og átt sinn þátt í því að styrkja byggðina. En fyrir sveitarfélög á landsbyggð- inni ætti það einnig að vera áhyggjuefni að þróunin hefur ver- ið í þá átt að konum hefúr fækkað þar meira en körlum. Þau sveitarfélög á Islandi, sem hafa landbúnað sem aðalatvinnu- starfsemi, em flest tiltölulega lítil þó að finna megi stærri sveitarfé- lög. Nokkrar sameiningar hafa átt sér stað þar sem landbúnaðar- sveitarfélög sameinast og einnig sameiningar þar sem landbúnað- arsveitarfélag sameinast þéttbýlis- eftir Hjördísi Sigursteinsdóttur, sérfræðing, Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri stað. Það breytir þó ekki þeirri stöðu að landbúnaðarsveitarfélög á Islandi em verr í stakk búin til þess að veita íbúum sínum þá þjónustu sem nútímasamfélag gerir kröfú um. Þrátt fyrir þessa miklu byggða- röskun á undanfömum áratugum em þó ýmsir enn fúsir til þess að búa í sveitum og stunda þar sína vinnu. Hjá þeim hljóta það að vera aðrir þættir sem hafa áhrif á búsetu- val þeirra en hefðbundin sjónarmið sem ffam hafa komið í rannsóknum á orsökum búferlaflutninga. Greining á orsökum BÚFERLAFLUTNINGA Margar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem Ieitast hefur verið við að greina orsakir búferlaflutn- inga með tilliti til efnahagslegrar þátta en fáar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á t.d. samfélagsgerð í hinum dreifðu byggðum landsins eða úttekt á félagslegri stöðu fólks í dreifbýli. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, RHA, gerði könnun meðal kvenna í dreifbýli á Norð- urlandi vestra haustið 1998. Markmið hennar var að leiða í ljós stöðu kvenna í dreifbýli á 114 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.