Freyr - 01.06.2003, Page 22
fyrir hendumar á landeigendum.
Væri ræktanlegt land til sem skil-
greindur landflokkur mætti und-
anskilja það þegar leyfð er frí-
stundanotkun á landi. Eins er
eðlilegt að skógrækt á ræktanlegu
landi verði háð samþykki skipu-
lagsyfirvalda.
Hugsa þarf fram i tímann og
koma saman framtíðarstefnu í
landbúnaði. Menn verða að reyna
að átta sig á því hvemig hér verð-
ur umhorfs eftir 20 ár, 50 ár eða
100 ár. Hver verður afstaða
manna til landnýtingar þá? Hver
verður hlutur einstakra búgreina í
fyrirsjáanlegri framtíð? Hvaða
land þarf að vera tiltækt á hverjum
tíma? Núlifandi Islendingum ber
skylda til að búa svo um hnútana
að næsta kynslóð hafi aðgang að
nægilegu ræktunarlandi.
Moli
Varðveisla erfðaalið-
LINDA
Tegundum jurta, sem notaðar
voru til matvælaframleiðslu, fækk-
aði mjög á sl. öld. Samkvæmt
könnun sem Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, FAO, lét gera lætur nærri
að 90% af erfðafjölbreytni jurta í
landbúnaði hafi glatast á þeirri öld.
Hvað varðaöi Norðurlönd þá
glataðist fjöldi tegunda og af-
brigða nytjajurta, sem aðlöguð
voru veðurfarslegum skilyrðum á
norðlægum slóðum, m.a. fyrir þá
sök að landbúnaður á jaðar-
svæðum var lagður niður.
FAO hefur einnig komist að því
að einungis 30 tegundir nytja-
jurta gefa af sér 95% af upp-
skeru nytjagróðurs á jörðinni en
hvað varðar búfé þá dóu út á
öldinni um 300 tegundir búfjár af
alls um 6000. Þetta sýnir að
brýnt er að varðveita líffræðilega
Lokaorð
1 sögu lands og jijóðar hafa
skipst á skin og skúrir. A harð-
indatímum hefúr byggð dregist
saman og jarðir farið í eyði. En
jarðir voru þá ekki eyðilagðar og
gátu byggst aftur þegar betur áraði
og þjóðin þurfti á nýju jarðnæði að
halda. Nú eru aðrir tímar. Land er
eftirsótt á öðrum forsendum en áð-
ur var og því fylgja varanlegar
breytingar. Ræktunarland, sem
bútað er sundur og selt sem sumar-
bústaðalóðir, verður aldrei akur
þaðan af. Ræktunarland, sem lagt
er undir skóg, verður bundið í
hundrað ár minnst og óvíst að það
verði jafngott eftir. Fyrst og
fremst þarf þó að skilgreina og
skrá ræktanlegt land sem hentar til
akuryrkju. Stjómvöld verða að
láta þetta mál til sín taka.
fjölbreytileika á Norðurlöndum.
Þá hefur það gerst að þekking
erfðatækninnar á að nýta erfða-
eiginleika í líftækniiðnaði, ræktun
búfjár og kynbótum hefur tekið
miklum framförum þannig að
efnahagslegt verðmæti af erfða-
auðlindum hefur aukist stórum.
Þekkt dæmi í því sambandi er
sveppurinn Tolypocladium inflat-
um sem vex á Harðangursheiðum
í Noregi. Svissneskt líftæknifyrir-
tæki hagnýtti sér þennan svepp til
að framleiða lyf, Cyclosporin, sem
kemur í veg fyrir að líkaminn hafni
nýjum líffærum við líffæraflutning.
Lyfið hefur bjargað um 50 þúsund
mannslífum og aflað fyrirtækinu
milljarða króna tekna árlega.
i framhaldi af þessu dæmi og
mörgum fleiri hafa vaknað spurn-
ingar um það hver hafi rétt til að
nýta erfðaefni i lífverum og hvern-
ig tekjum af slíkum notum skuli
skipt á milli hlutaðeigandi. Um-
ræða um aðgang að slíkum not-
Heimildir:
Bjöm Jóhannesson 1960. Islenskur
jarðvegur. 149 bls. ásamt jarð-
vegskorti. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs, Reykjavík.
Bjöm Bjamdal Jónsson 2001. Met-
um landgæðin meira í afkomu bú-
rekstrar í framtíðinni. Ráðunauta-
fundur2001: 208-211.
Júlíus Kristinsson 2003. Sam-
eindaræktun í byggi. Ráðunautafúnd-
ur 2003: 103-106.
Parry, M.L. & Carter, T.R. 1988.
The assessment of effects of climatic
variations on agriculture: aims, meth-
ods and summary of results. I: The
Impact of Climatic Variations on
Agriculture. Vol. 1: Assessment in
Cool Temperate and Cold Regions.
Kluwer Academic Publishers,
Dordrecht: 11-96.
um og réttláta skiptingu afrakst-
ursins hefur farið fram á alþjóða-
vettvangi. Alþjóðlegur samningur
um líffræðilega fjölbreytni frá ár-
inu 1993 kveður á um það að
hvert ríki eigi óskoraðan rétt yfir
erfðaauðlindum sinum og geti
stjórnað nýtingu þeirra. Nokkur
þróunarlönd hafa sett sér löggjöf
um aðgang að erfðaauðlindum
sínum. Slík löggjöf er þó umdeild
og talin geta komið í veg fyrir að
verðmæt erfðaefni nýtist, t.d. i
lækningaskyni, og mikilvægara sé
því að tryggja sanngjarna skipt-
ingu hagnaðarins.
Innan Norðurlandanna fer sam-
starf um þennan málaflokk fram
á vegum Ráðherranefndar Norð-
urlandaráðs en Norrænu gen-
bankarnir fyrir búfé annars vegar
og jurtir hins vegar fylgjast með
líffræðilegum auðlindum og varð-
veislu þeirra á Norðurlöndum.
(Unnið upp úr efni frá
Ráöherranefnd Norðurlandaráös).
122 - Freyr 5/2003