Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2003, Qupperneq 27

Freyr - 01.06.2003, Qupperneq 27
Grösin í gömlu túnunum INNGANGUR Vallarfoxgras hefur um langt skeið verið okkar besta fóðurgras. Það gefur ágæta uppskeru, er lyst- ugt og gott fóður en gefur hins vegar lítinn endurvöxt og lokar sverðinum ekki vel. Það er við- kvæmt íyrir því að vera slegið snemma og endist því skemur sem fyrr er slegið. Vallarsveifgras er algengasta grastegundin í íslenskum túnum. Því er oft sáð í tún en innlent vall- arsveifgras berst einnig í túnin frá aðliggjandi gróðurlendum. Vallar- sveifgras gefur ágætt fóður og mikinn endurvöxt. Háliðagras eru einnig ágætt fóð- urgras sé það slegið snemma og gefur mikinn endurvöxt. Bering- spuntur hefur aðeins verið notaður í tún síðastliðin 20 ár. Hann er kal- þolinn, gefur töluverða uppskeru og nokkuð gott fóður en er ekki eins lystugur og vallarfoxgras. Hann er seinn til eftir sáningu og lokar sverðinum illa. Hann hentar ekki þar sem frosthreyfingar eru miklar í jarðvegi. A allra síðustu árum hafa nokkrir bændur sáð rauðsmára og fjölæru rýgresi í tún. Þetta eru góðar fóðurjurtir og gefa mikla uppskeru en eru ekki eins vetrarþolnar eða endingargóðar og aðrar túnplöntur hér á landi. A flestum bæjum eru til gömul tún sem eingöngu eru vaxin nátt- úrulegum gróðri, grösum og blómplöntum. I sum þessara túna hefur aldrei verið sáð heldur hafa menn byrjað að nýta náttúrulegt graslendi sem tún. Þýft land var gjaman sléttað með því að skera þúfumar ofan af eða með því að vinna landið og láta það gróa upp. í öðmm tilvikum hefur sáðgresið dáið út en innlendur gróður kom- ið í staðinn. Ymsar ástæður em fyrir því að þessi tún hafa ekki verið endurunnin. Þau geta verið erfið í endurvinnslu vegna grjóts eða bratta. Þetta geta einnig verið grasgefin og þolin tún sem menn vilja ekki vinna upp og bændur telja þá að sáðgresið muni ekki spjara sig eins vel við þá meðferð og álag sem túnið fær. En geta þessi grös gefíð mikla uppskem og gott fóður? I þessari grein verður fjallað um nokkur þeirra grasa sem vaxa í gömlum túnum en er sjaldnast sáð í tún. Grösin sem um verður fjallað em: Hálíngresi (Agrostis capillaris), túnvingull (Festuca rubra eða Festuca richardsonii), snarrótarp- untur (Deschampsia caespitosa), varpasveifgras (Poa annua) og knjáliðagras (Alopecurus genicul- atus). Þessar tegundir eru um margt ólíkar, sumar þeirra hafa verið ffokkaðar sem illgresi en aðrar hafa verið taldar nytjagrös. Hálíngresi Hálíngresi (1. mynd) er fíngert gras sem myndar þéttar breiður en verður ekki mjög hávaxið. Blöðin em flöt en ekki alveg slétt á efra borði. Þau em breiðust við stráið en mjókka eftir því sem fjær dreg- ur stráinu. Punturinn er mjög fín- gerður og rauðbrúnn að lit. Hálín- gresi skríður seint eða um svipað leyti og vallarfoxgras. Það þolir ágætlega traðk og beit og er tölu- vert þolið gagnvart kali. Það þolir súran jarðveg betur en önnur tún- grös hér á landi og er gjaman ríkj- andi tegund þar sem jarðvegur er mjög súr. Mest er af hálingresi í túnum á sunnan- og suðaustanverðu landinu, á Vestfjörðum og annesjum á Norð- ur- og Vesturlandi. Hlutdeild þess minnkar með aukinni hæð yfir sjó. Hálíngresi getur skilað tölu- verðri uppskem, þó ekki eins mik- illi og vallarfoxgras. Endurvöxtur er hins vegar heldur meiri en hjá vallarfoxgrasi en minni en hjá vallarsveifgrasi eða háliðagrasi. Fóðurgildi hálíngresis er lakara en hjá bestu fóðurgrösunum. Flora). Freyr 5/2003 - 27 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.